Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Klara B. Jakobsdóttir er fiskalíffræðingur og rannsóknir hennar lúta aðallega að brjóskfiskum (til dæmis gráskötu, tindaskötu, hákarli og öðrum háffiskum), djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum. Áhugasvið hennar og rannsóknir hafa að mestu beinst að alhliða rannsóknum á líffræði þessara tegunda, en oft er lítið vitað um hvaða þættir ákvarða búsvæðaval, og oftast takmarkað vitað um æxlun og viðkomu. Djúphafið er mikilvægt vistkerfi og um margt órannsakað. Rannsóknasviðið er því víðfeðmt og fjölbreytilegt.

Rannsóknir Klöru lúta aðallega að brjóskfiskum, djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum

Klara hefur verið þátttakandi í ýmsum evrópskum samvinnuverkefnum um djúpsjávarfiska. Um þessar mundir vinnur hún að rannsókn á fæðuvistfræðilegum tengslum og samfélagsgerðum fiska í djúpsjó. Auk þess er hún í norrænni samvinnu um rannsóknir á viðkomu ýmissa norðlægra brjóskfiska. Hún tekur þátt í stofnmælingaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar sem snúast um mælingar á stofnum nytjafiska eins og þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, en sinna auk þess alhliða vöktun á samfélögum fiska, botndýra og ýmissa umhverfisþátta í hafinu við Ísland.

Klara er fædd 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987. Hún lauk diplom-prófi í líffræði frá Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi árið 1995. Eftir nokkur ár í starfi, bæði á Hafrannsóknastofnun og við sameindalíffræðilegar rannsóknir við Læknadeild Yale í Bandaríkjunum hóf hún doktorsnám í líffræði við Háskóla Íslands. Doktorsverkefnið fjallaði um sögulegan breytileika í erfðafræði þorsks við Ísland og lauk því árið 2013. Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun síðan.

Mynd:

  • Úr safni KBJ.

Útgáfudagur

10.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76740.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76740

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76740>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?
Klara B. Jakobsdóttir er fiskalíffræðingur og rannsóknir hennar lúta aðallega að brjóskfiskum (til dæmis gráskötu, tindaskötu, hákarli og öðrum háffiskum), djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum. Áhugasvið hennar og rannsóknir hafa að mestu beinst að alhliða rannsóknum á líffræði þessara tegunda, en oft er lítið vitað um hvaða þættir ákvarða búsvæðaval, og oftast takmarkað vitað um æxlun og viðkomu. Djúphafið er mikilvægt vistkerfi og um margt órannsakað. Rannsóknasviðið er því víðfeðmt og fjölbreytilegt.

Rannsóknir Klöru lúta aðallega að brjóskfiskum, djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum

Klara hefur verið þátttakandi í ýmsum evrópskum samvinnuverkefnum um djúpsjávarfiska. Um þessar mundir vinnur hún að rannsókn á fæðuvistfræðilegum tengslum og samfélagsgerðum fiska í djúpsjó. Auk þess er hún í norrænni samvinnu um rannsóknir á viðkomu ýmissa norðlægra brjóskfiska. Hún tekur þátt í stofnmælingaleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar sem snúast um mælingar á stofnum nytjafiska eins og þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, en sinna auk þess alhliða vöktun á samfélögum fiska, botndýra og ýmissa umhverfisþátta í hafinu við Ísland.

Klara er fædd 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1987. Hún lauk diplom-prófi í líffræði frá Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi árið 1995. Eftir nokkur ár í starfi, bæði á Hafrannsóknastofnun og við sameindalíffræðilegar rannsóknir við Læknadeild Yale í Bandaríkjunum hóf hún doktorsnám í líffræði við Háskóla Íslands. Doktorsverkefnið fjallaði um sögulegan breytileika í erfðafræði þorsks við Ísland og lauk því árið 2013. Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun síðan.

Mynd:

  • Úr safni KBJ.

...