Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigrún Lilja Einarsdóttir er dósent og forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina. Árið 2016 hlaut Sigrún styrk sem kenndur er við Marie Sklodowska-Curie til að vinna að rannsóknarverkefni á menningarpólitískum álitamálum í tónlistarstarfi innan Háskólans í Oxford. Hún starfaði sem gestarannsakandi við tónlistardeild sama skóla á skólaárinu 2016 – 2017.

Sigrún hefur birt greinar um rannsóknir sínar í erlendum fræðitímaritum og kynnt rannsóknaniðurstöður sínar á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum. Jafnframt hefur Sigrún tekið þátt í ýmsum rannsóknaverkefnum og rannsóknanetum á sviði félagsfræði listgreina, meðal annars er hún meðlimur í Sociology of the Arts Research Group sem Tia DeNora, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Exeter stýrir.

Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina.

Sigrún Lilja er fædd árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1994, BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2001, kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri 2003, MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2009 og doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Exeter í Englandi 2012. Doktorsverkefni hennar fjallaði um áhrif flutnings H-moll messu J. S. Bach á mótun menningar og tónlistarímynd kórsöngvara í enskum Bach-kór.

Sigrún hefur starfað við Háskólann á Bifröst síðan 2010, fyrst við stundakennslu og síðan sem fastráðinn akademískur starfsmaður frá árinu 2012. Árið 2015 tók hún við stöðu forseta félagsvísindadeildar og frá ágúst 2017 sem forseti sameinaðrar félagsvísinda- og lagadeildar.

Mynd

  • Úr safni SLE.

Útgáfudagur

25.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75344.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75344

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Lilja Einarsdóttir rannsakað?
Sigrún Lilja Einarsdóttir er dósent og forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst. Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina. Árið 2016 hlaut Sigrún styrk sem kenndur er við Marie Sklodowska-Curie til að vinna að rannsóknarverkefni á menningarpólitískum álitamálum í tónlistarstarfi innan Háskólans í Oxford. Hún starfaði sem gestarannsakandi við tónlistardeild sama skóla á skólaárinu 2016 – 2017.

Sigrún hefur birt greinar um rannsóknir sínar í erlendum fræðitímaritum og kynnt rannsóknaniðurstöður sínar á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum. Jafnframt hefur Sigrún tekið þátt í ýmsum rannsóknaverkefnum og rannsóknanetum á sviði félagsfræði listgreina, meðal annars er hún meðlimur í Sociology of the Arts Research Group sem Tia DeNora, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Exeter stýrir.

Sigrún Lilja hefur stundað rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og félagsfræði listgreina.

Sigrún Lilja er fædd árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1994, BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2001, kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri 2003, MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2009 og doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Exeter í Englandi 2012. Doktorsverkefni hennar fjallaði um áhrif flutnings H-moll messu J. S. Bach á mótun menningar og tónlistarímynd kórsöngvara í enskum Bach-kór.

Sigrún hefur starfað við Háskólann á Bifröst síðan 2010, fyrst við stundakennslu og síðan sem fastráðinn akademískur starfsmaður frá árinu 2012. Árið 2015 tók hún við stöðu forseta félagsvísindadeildar og frá ágúst 2017 sem forseti sameinaðrar félagsvísinda- og lagadeildar.

Mynd

  • Úr safni SLE.

...