Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?

Jón Már Halldórsson

Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún.

Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst fyrir um 100.000 árum og lauk fyrir um 10.000 árum. Talið er að hvítabirnir hafi þróast út frá brúnbjörnum (Ursus actos) fyrir um 150 þúsund árum en hugsanlega töluvert fyrr eða fyrir allt að 600 þúsund árum – um þetta eru vísindamenn ekki á eitt sáttir. Hvítabirnir aðlöguðust vel kuldanum á síðasta jökulskeiði, en ólíkt mörgum öðrum stórvöxnum ísaldardýrum hurfu þeir ekki af sjónarsviðinu þegar núverandi hlýskeið tók við fyrir.

Hvítabjörn búinn að næla sér í sel.

Útbreiðsla dýra sveiflast mjög eftir ýmsum ytri skilyrðum svo sem veðurfari og hitastigi. Hvítabirnir eru aðlagaðir lífi á lagnaðarís þótt þeir lifi að hluta til á landi líka. Helsta fæða þeirra eru selir sem eru gómaðir þegar þeir koma upp til að anda í gegnum vök á ísnum eða eru veiddir við ísbrúnina. Útbreiðslusvæði hvítabjarna fylgir því mjög hámarksútbreiðslu vetraríssins á norðurhjaranum og færist í takt við hversu langt ísinn teygir sig hverju sinni.

Við hámark síðasta jökulskeiðs náði ísaldarjökullinn yfir Skandinavíu, Danmörku og stóran hluta Bretlandseyja, en einnig til annarra svæða í Norður- og Norðaustur-Evrópu. Heimkynni hvítabjarna hafa þá verið mun sunnar en í dag, til að mynda hafa danskir vísindamenn fundið bein af hvítabirni á Jótlandi. Árið 1927 fundust bein af hvítabirni í Skotlandi en greining á þeim hefur sýnt að dýrið var þar á ferli fyrir um 18 þúsund árum þegar ísbreiða huldi mestan hluta Stóra Bretlands. Hvítabirnir hafa á síðasta jökulskeiði einnig haft fasta búsetu hér við land og veitt seli við jökulröndina líkt og þeir gera í dag á Svalbarða.

Þegar síðasta jökulskeiði lauk og hlýna tók á jörðinni færðust heimskynni hvítabjarna smám saman norðar en útbreiðslusvæði þeirra hefur þó haldið áfram að sveiflast í takt veðurfar. Á 15. til 19. öld var kuldatímabil á jörðinni sem margir hafa kallað litlu ísöld. Heimildir eru um að þá hafi hvítabirnir verið mun algengari á Nýfundnalandi en í dag, en nú teljast þeir aðeins til flækinga þar líkt og hér á landi. Annað dæmi um að útbreiðslusvæði hvítabjarna hafi dregist saman vegna hlýnunar á síðastliðnum 150 árum er frá St. Lawrence- og St. Matthew-eyjum í Beringshafi. Fyrr á öldum var töluvert um hvítabirni við og á þessum eyjum en í dag eru þeir sjaldséðir á þessum slóðum. Að vísu er það ekki eingöngu rakið til breytinga á veðurfari heldur voru hvítabirnir líklega ofveiddir á 19. öld á þessum slóðum og náðu sér ekki á strik eftir það. Þó var meira um lagnaðarís á þessum slóðum á litlu ísöld og hvítabirnirnir hafa þá fylgt selnum mun sunnar en í dag.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.9.2017

Spyrjandi

Sindri Svanberg Gunnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?“ Vísindavefurinn, 6. september 2017, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74124.

Jón Már Halldórsson. (2017, 6. september). Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74124

Jón Már Halldórsson. „Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2017. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74124>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar bjuggu ísbirnir á ísöld?
Í stuttu máli þá hafa hvítabirnir (Ursus maritimus) á ísöld lifað nálægt ísröndinni rétt eins og þeir gera í dag. Munurinn var aðeins sá að þá náði ísinn miklu sunnar en hann gerir nún.

Miðað er við að ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum og skiptist hún í jökulskeið og hlýskeið. Síðasta jökulskeið hófst fyrir um 100.000 árum og lauk fyrir um 10.000 árum. Talið er að hvítabirnir hafi þróast út frá brúnbjörnum (Ursus actos) fyrir um 150 þúsund árum en hugsanlega töluvert fyrr eða fyrir allt að 600 þúsund árum – um þetta eru vísindamenn ekki á eitt sáttir. Hvítabirnir aðlöguðust vel kuldanum á síðasta jökulskeiði, en ólíkt mörgum öðrum stórvöxnum ísaldardýrum hurfu þeir ekki af sjónarsviðinu þegar núverandi hlýskeið tók við fyrir.

Hvítabjörn búinn að næla sér í sel.

Útbreiðsla dýra sveiflast mjög eftir ýmsum ytri skilyrðum svo sem veðurfari og hitastigi. Hvítabirnir eru aðlagaðir lífi á lagnaðarís þótt þeir lifi að hluta til á landi líka. Helsta fæða þeirra eru selir sem eru gómaðir þegar þeir koma upp til að anda í gegnum vök á ísnum eða eru veiddir við ísbrúnina. Útbreiðslusvæði hvítabjarna fylgir því mjög hámarksútbreiðslu vetraríssins á norðurhjaranum og færist í takt við hversu langt ísinn teygir sig hverju sinni.

Við hámark síðasta jökulskeiðs náði ísaldarjökullinn yfir Skandinavíu, Danmörku og stóran hluta Bretlandseyja, en einnig til annarra svæða í Norður- og Norðaustur-Evrópu. Heimkynni hvítabjarna hafa þá verið mun sunnar en í dag, til að mynda hafa danskir vísindamenn fundið bein af hvítabirni á Jótlandi. Árið 1927 fundust bein af hvítabirni í Skotlandi en greining á þeim hefur sýnt að dýrið var þar á ferli fyrir um 18 þúsund árum þegar ísbreiða huldi mestan hluta Stóra Bretlands. Hvítabirnir hafa á síðasta jökulskeiði einnig haft fasta búsetu hér við land og veitt seli við jökulröndina líkt og þeir gera í dag á Svalbarða.

Þegar síðasta jökulskeiði lauk og hlýna tók á jörðinni færðust heimskynni hvítabjarna smám saman norðar en útbreiðslusvæði þeirra hefur þó haldið áfram að sveiflast í takt veðurfar. Á 15. til 19. öld var kuldatímabil á jörðinni sem margir hafa kallað litlu ísöld. Heimildir eru um að þá hafi hvítabirnir verið mun algengari á Nýfundnalandi en í dag, en nú teljast þeir aðeins til flækinga þar líkt og hér á landi. Annað dæmi um að útbreiðslusvæði hvítabjarna hafi dregist saman vegna hlýnunar á síðastliðnum 150 árum er frá St. Lawrence- og St. Matthew-eyjum í Beringshafi. Fyrr á öldum var töluvert um hvítabirni við og á þessum eyjum en í dag eru þeir sjaldséðir á þessum slóðum. Að vísu er það ekki eingöngu rakið til breytinga á veðurfari heldur voru hvítabirnir líklega ofveiddir á 19. öld á þessum slóðum og náðu sér ekki á strik eftir það. Þó var meira um lagnaðarís á þessum slóðum á litlu ísöld og hvítabirnirnir hafa þá fylgt selnum mun sunnar en í dag.

Heimildir og mynd:

...