Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?

Hildur Gyða Grétarsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er ger (það sem er notað í alls konar bakstur)?

Það sem nefnt er bökunarger í daglegu tali er í raun lifandi einfruma sveppur af tegundinni Saccharomyces cerevisiae. Þetta er mjög harðger sveppur sem er víða í náttúrunni þar sem sykur er að finna, sér í lagi á þroskuðum ávöxtum. Sveppurinn hefur verið notaðaður öldum saman í bakstur, einnig í bjórgerð og til þess búa til vín og viskí svo dæmi séu tekin.

Sveppurinn Saccharomyces cerevisiae hefur verið mikið rannsakaður enda er hann svonefnd tilraunalífvera (e. model organism) líkt og til að mynda ávaxtaflugan. Tilraunalífverur eru tegundir sem auðvelt er að rækta á rannsóknarstofum og búa yfir einhverjum eiginleikum sem gera þær heppilegar til rannsókna.

Smásjármynd af gersveppum (Saccharomyces cerevisiae).

Gersveppir eru hringlaga eða egglaga og 4-10µm í þvermál. Þeir hafa tvenns konar lífsferla, annars vegar einlitna og hins vegar tvílitna. Einlitna lífsferillinn felur í sér kynlausa skiptingu með knappskotum og frumuvexti. Þá myndast útskot á frumunni sem vex þar til að hún verður jafn stór og móðurfruman. Á sama tíma tvöfaldar fruman erfðaefni sitt með ferli sem að kallast mítósa. Helmingur erfðaefnisins fer yfir í knappskotið en hinn helmingurinn verður eftir í móðurfrumunni. Knappskotið losnar síðan frá móðurfrumunni. Tvílitna formið felur í sér meiósuskiptingu en lokaafurð hennar eru fjögur einlitna gró, sem geta síðan stundað kynæxlun og myndað tvílitna frumu. Einlitna form gersveppsins þolir illa óhagstæð vaxtarskilyrði og því er tvílitna formið æskilegra þegar skilyrði eru slæm.

Við gerjun myndast loftbólur í deiginu og það þenst út. Við baksturinn deyr gerið en loftrýmið verður að hluta til eftir og þannig verður brauðið svampkennt eða „létt“.

Gersveppir fá næringu sína með gerjun en það er efnafræðilegt ferli þar sem orka er unnin úr sykrum með því að breyta þeim í alkóhól og koltvíildi sem einnig er nefnt koltvísýringur. Það er einmitt við þetta ferli sem gerdeig hefast. Þegar gersveppurinn gerjar sykurinn í deiginu þá losnar koltvíildi og litlar gasbólur myndast. Við það lyftist eða hefast deigið og það verður mýkra og léttara þegar búið er að baka það. Alkóhólið og önnur efni sem myndast við ferlið gefa deiginu einkennandi lykt og bragð. Brauðið verður þó ekki áfengt þar sem megnið af alkóhólinu gufar upp við baksturinn. Þessi sami eiginleiki, að breyta sykrum í alkóhól, er einnig notaður við gerð áfengra drykkja á borð við bjór og vín. Um það má lesa meira í svari svari Finnboga Óskarssonar við spurningunni Hvernig er bjór búinn til?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

1.11.2017

Síðast uppfært

7.11.2017

Spyrjandi

Viktor Már Sigurðsson, Ellert Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Hildur Gyða Grétarsdóttir. „Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73683.

Hildur Gyða Grétarsdóttir. (2017, 1. nóvember). Hvað gerist í deigi þegar það gerjast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73683

Hildur Gyða Grétarsdóttir. „Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73683>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er ger (það sem er notað í alls konar bakstur)?

Það sem nefnt er bökunarger í daglegu tali er í raun lifandi einfruma sveppur af tegundinni Saccharomyces cerevisiae. Þetta er mjög harðger sveppur sem er víða í náttúrunni þar sem sykur er að finna, sér í lagi á þroskuðum ávöxtum. Sveppurinn hefur verið notaðaður öldum saman í bakstur, einnig í bjórgerð og til þess búa til vín og viskí svo dæmi séu tekin.

Sveppurinn Saccharomyces cerevisiae hefur verið mikið rannsakaður enda er hann svonefnd tilraunalífvera (e. model organism) líkt og til að mynda ávaxtaflugan. Tilraunalífverur eru tegundir sem auðvelt er að rækta á rannsóknarstofum og búa yfir einhverjum eiginleikum sem gera þær heppilegar til rannsókna.

Smásjármynd af gersveppum (Saccharomyces cerevisiae).

Gersveppir eru hringlaga eða egglaga og 4-10µm í þvermál. Þeir hafa tvenns konar lífsferla, annars vegar einlitna og hins vegar tvílitna. Einlitna lífsferillinn felur í sér kynlausa skiptingu með knappskotum og frumuvexti. Þá myndast útskot á frumunni sem vex þar til að hún verður jafn stór og móðurfruman. Á sama tíma tvöfaldar fruman erfðaefni sitt með ferli sem að kallast mítósa. Helmingur erfðaefnisins fer yfir í knappskotið en hinn helmingurinn verður eftir í móðurfrumunni. Knappskotið losnar síðan frá móðurfrumunni. Tvílitna formið felur í sér meiósuskiptingu en lokaafurð hennar eru fjögur einlitna gró, sem geta síðan stundað kynæxlun og myndað tvílitna frumu. Einlitna form gersveppsins þolir illa óhagstæð vaxtarskilyrði og því er tvílitna formið æskilegra þegar skilyrði eru slæm.

Við gerjun myndast loftbólur í deiginu og það þenst út. Við baksturinn deyr gerið en loftrýmið verður að hluta til eftir og þannig verður brauðið svampkennt eða „létt“.

Gersveppir fá næringu sína með gerjun en það er efnafræðilegt ferli þar sem orka er unnin úr sykrum með því að breyta þeim í alkóhól og koltvíildi sem einnig er nefnt koltvísýringur. Það er einmitt við þetta ferli sem gerdeig hefast. Þegar gersveppurinn gerjar sykurinn í deiginu þá losnar koltvíildi og litlar gasbólur myndast. Við það lyftist eða hefast deigið og það verður mýkra og léttara þegar búið er að baka það. Alkóhólið og önnur efni sem myndast við ferlið gefa deiginu einkennandi lykt og bragð. Brauðið verður þó ekki áfengt þar sem megnið af alkóhólinu gufar upp við baksturinn. Þessi sami eiginleiki, að breyta sykrum í alkóhól, er einnig notaður við gerð áfengra drykkja á borð við bjór og vín. Um það má lesa meira í svari svari Finnboga Óskarssonar við spurningunni Hvernig er bjór búinn til?

Heimildir og myndir:

...