Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Að ráða lögum og lofum. Getið þið sagt mér hvaða lof þetta eru? Í beygingarlýsingu er hvorugkynsorðið lof einungis til í eintölu.

Hér er einnig svarað spurningu Orra Matthíasar:
Af hverju segir maður að einhver ráði lögum og lofum?

Nafnorðið lof merkir ‘hrós’ í nútímamáli en einnig ‘lofkvæði’ í sambandinu að yrkja einhverjum lof og er orðið í þeirri merkingu ekki notað í fleirtölu. Í fyrirspurninni er vísað í beygingarlýsingu en sé átt við lýsingu þá sem er á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þá nær sú lýsing aðeins yfir nútímamálið, samanber heitið „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“.

Í knattspyrnu ræður stundum annað liðið lögum og lofum í leiknum. Sumar orðmyndir í forna málinu lifa aðeins í föstum samböndum.

Til eru orðmyndir í forna málinu sem ekki lifa lengur í samtímamáli nema í föstum samböndum og á það meðal annars við lof í sambandinu ráða lögum og lofum. Þar merkir lof ‘leyfi’ en orðasambandið í heild að ‘ráða öllu’. Orðasambandið þekkist í fornu máli til dæmis í hinni fornu lögbók Grágás og í Njáls sögu segir Njáll: „Vér skulum og hafa þá lögréttuskipun að þeir er sitja á miðjum pöllum skulu réttir ráða fyrir lofum og lögum ...“ (Ísl.sögur I: 241).

Heimild:
  • Ísl.sögur = Brennu-Njáls saga. Í: Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Svart á hvítu, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.2.2017

Spyrjandi

Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Orri Matthías Haraldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73175.

Guðrún Kvaran. (2017, 8. febrúar). Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73175

Guðrún Kvaran. „Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73175>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Að ráða lögum og lofum. Getið þið sagt mér hvaða lof þetta eru? Í beygingarlýsingu er hvorugkynsorðið lof einungis til í eintölu.

Hér er einnig svarað spurningu Orra Matthíasar:
Af hverju segir maður að einhver ráði lögum og lofum?

Nafnorðið lof merkir ‘hrós’ í nútímamáli en einnig ‘lofkvæði’ í sambandinu að yrkja einhverjum lof og er orðið í þeirri merkingu ekki notað í fleirtölu. Í fyrirspurninni er vísað í beygingarlýsingu en sé átt við lýsingu þá sem er á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þá nær sú lýsing aðeins yfir nútímamálið, samanber heitið „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“.

Í knattspyrnu ræður stundum annað liðið lögum og lofum í leiknum. Sumar orðmyndir í forna málinu lifa aðeins í föstum samböndum.

Til eru orðmyndir í forna málinu sem ekki lifa lengur í samtímamáli nema í föstum samböndum og á það meðal annars við lof í sambandinu ráða lögum og lofum. Þar merkir lof ‘leyfi’ en orðasambandið í heild að ‘ráða öllu’. Orðasambandið þekkist í fornu máli til dæmis í hinni fornu lögbók Grágás og í Njáls sögu segir Njáll: „Vér skulum og hafa þá lögréttuskipun að þeir er sitja á miðjum pöllum skulu réttir ráða fyrir lofum og lögum ...“ (Ísl.sögur I: 241).

Heimild:
  • Ísl.sögur = Brennu-Njáls saga. Í: Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Svart á hvítu, Reykjavík.

Mynd:

...