Að ráða lögum og lofum. Getið þið sagt mér hvaða lof þetta eru? Í beygingarlýsingu er hvorugkynsorðið lof einungis til í eintölu.Hér er einnig svarað spurningu Orra Matthíasar:
Af hverju segir maður að einhver ráði lögum og lofum?Nafnorðið lof merkir ‘hrós’ í nútímamáli en einnig ‘lofkvæði’ í sambandinu að yrkja einhverjum lof og er orðið í þeirri merkingu ekki notað í fleirtölu. Í fyrirspurninni er vísað í beygingarlýsingu en sé átt við lýsingu þá sem er á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þá nær sú lýsing aðeins yfir nútímamálið, samanber heitið „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“.

Í knattspyrnu ræður stundum annað liðið lögum og lofum í leiknum. Sumar orðmyndir í forna málinu lifa aðeins í föstum samböndum.
- Ísl.sögur = Brennu-Njáls saga. Í: Íslendinga sögur. Fyrra bindi. Svart á hvítu, Reykjavík.
- Association football - Wikipedia. Myndrétthafi er Nick Wiebe. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 08.02.2017).