Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eins og fram kemur í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Hver er ríkasti maður í heimi? er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks heims þar sem misjafnt er hvort fólk vill gefa upplýsingar um eigur sínar og einnig hversu heiðarlegt það er í upplýsingagjöfinni. Ýmsir reyna þó að meta eigur auðkýfinga og þar á meðal er viðskiptatímaritið Forbes en gjarnan er litið til lista þess þegar fjallað er um auðugasta fólk heims.
Þegar áðurnefnt svar var skrifað, árið 2002, var Bill Gates stofnandi Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins talinn ríkasti maður heims og hafði setið á toppi listans í mörg ár. Eignir hans voru þá taldar 59 milljarðar dollara.
Þrír ríkustu menn heims samkvæmt lista Forbes 2008: Warren Buffet, Carlos Slim Helu og Bill Gates.
Samkvæmt lista Forbes árið 2008 er eignir Gates nú metnar 58 milljarðar dollara og er hann fallinn niður í þriðja sæti listans yfir auðugasta fólk heims. Á toppnum trónir núna fjárfestirinn Warren Buffet og eru eignir hans metnar á 62 milljarða dollara.
Næst ríkasti maður heims árið 2008 er hins vegar mexíkóskur athafnamaður að nafni Carlos Slim Helu. Hann hefur auðgast á fjarskiptum og voru eignir hans metnar um 60 milljarða dollara.
Áhugasömum lesendum er bent á að skoða svar Gylfa í heild. Þó svo að listinn yfir auðugasta fólks heims hafi eitthvað breyst frá því það var skrifað er svarið mjög fróðlegt.
Heimild og mynd:
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
EDS. „Hvað er ríkasti maður í heimi ríkur og hver er næstríkastur?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7291.
EDS. (2008, 2. apríl). Hvað er ríkasti maður í heimi ríkur og hver er næstríkastur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7291
EDS. „Hvað er ríkasti maður í heimi ríkur og hver er næstríkastur?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7291>.