Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu?Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótgarðsvatn ytra. Garðurinn er um 300 m langur og allt að 7 m hár á kafla að utanverðu, en stórgrýtisdreif af sömu bergtegund er á hálsinum báðum megin við garðinn, þó talsvert gisnari sunnan (hægra) megin við hann (1. mynd). Garðurinn markar stöðnunar- eða framrásarstig Brúarjökuls í lok síðasta jökulskeiðs, á Búðastigi (Yngra-Dryas) fyrir 12,2 ± 1,0 þúsund árum.[1]
- ^ A. Meriaux, R. Delunel, S. Merchel, R.C. Finkel, 2012: Evidence for a more restricted Icelandic ice cap re-advance after the Bølling warming period. American Geophysical Union, Fall Meeting 2012, abstract id. C51C-0793.
- ^ Ágúst Guðmundsson, facebook/Jarðsöguvinir, 17/09/2020.
- Hjöleifur Guttormsson: Árbók F.Í. 1987, Norð-Austurland, hálendi og eyðibyggðir.
- Bessi Aðalsteinsson: Skessugarður. Náttúrufræðingurinn. 55 (2): 82. 1985.
- Helgi Hallgrímsson: Tröllkonustígur og Skessugarður. Múlaþing 30, 2003.
- Ágúst Guðmundsson. (2020, 16. september). Facebook (Sótt 20.11.2020).
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 19. 5. 2016).