Hins vegar er Manuel Uribe ekki komin á beinu brautina þó svo að honum hafi tekist að losa sig við þyngd sem nemur rúmlega þyngd tveggja meðal manna. Fyrir 20 árum var New York búinn Michael Hebranko talinn þyngsti maður heims en hann var þá rétt um 500 kg. Seint á 9. áratugnum fór hann í geysilega mikla megrun og léttist niður í tæplega 100 kg á 19 mánuðum. Þessi ótrúlegi árangur varð meðal annars til þess að hann komst í Heimsmetabók Guinness árið 1990 sem sá maður sem misst hefur flest kg á skemmstum tíma. Sjö árum seinna var hann hins vegar aftur orðinn yfir 450 kg. Eftir því sem best er vitað eru þessir tveir menn á lífi. Vitað er um einn mann sem nú er látinn sem var enn þyngri. Það var bandaríkjamaðurinn Joe Brower Minnoch sem árið 1978 var talinn vera yfir 635 kg. Þegar hann lést, árið 1983, þá 42 ára að aldri, var hann 362 kg. Offita er mikið heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi. Tilfelli eins og þau sem hér hafa verið nefnd eru þó algjör öfgatilfelli. Yfirleitt er eitthvað að hjá fólki sem verður svona þungt, en læknar vita ekki alveg hver ástæðan er. Nokkur svör á Vísindavefnum fjalla um holdafar og er lesendum bent á að kynna sér efni þeirra:
- Er offita arfgeng?
- Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu?
- Hvað orsakar offitu barna?
- Hver er kjörþyngd meðalmanns?
- Hvert er hlutverk hormónsins PYY?
- Cecile Bouchardeau, Siobhan Nolan og ann Reynolds. Medical Mystery: Morbid Obesity. ABC News, 17. 1. 2007. Sótt 7. 3. 2008.
- Duncan Kennedy. Meeting the world's heaviest man. BBC News, 2. 6. 2007. Sótt 7. 3. 2008.
- World's Heaviest Man. About.com: Men's Health, 4. 1. 2007. Sótt 7. 3. 2008.
- Mynd: Pardesh Baata. Sótt 7. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.