Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er feitasti maður heims þungur?

EDS

Talið er að þyngsti maður á jörðinni í dag sé, eða hafi alla vega verið, Mexíkói að nafni Manuel Uribe. Árið 2006, þegar hann var hvað þyngstur, vó hann 560 kg. Ef meðal maðurinn er um 80 kg þá var Manuel þessi eins og 7 slíkir.

Í júní árið 2007 hafði Manuel Uribe hins vegar losað sig við 180 kg eftir strangan megrunarkúr. Hversu mikið hann vegur í dag (mars 2008) veit höfundur þessa svars ekki en við vonum bara að hann haldi áfram að léttast þar sem offita af þessu tagi getur reynst lífshættuleg.



Manuel Uribe er líklega feitasti maður í heimi.

Hins vegar er Manuel Uribe ekki komin á beinu brautina þó svo að honum hafi tekist að losa sig við þyngd sem nemur rúmlega þyngd tveggja meðal manna. Fyrir 20 árum var New York búinn Michael Hebranko talinn þyngsti maður heims en hann var þá rétt um 500 kg. Seint á 9. áratugnum fór hann í geysilega mikla megrun og léttist niður í tæplega 100 kg á 19 mánuðum. Þessi ótrúlegi árangur varð meðal annars til þess að hann komst í Heimsmetabók Guinness árið 1990 sem sá maður sem misst hefur flest kg á skemmstum tíma. Sjö árum seinna var hann hins vegar aftur orðinn yfir 450 kg.

Eftir því sem best er vitað eru þessir tveir menn á lífi. Vitað er um einn mann sem nú er látinn sem var enn þyngri. Það var bandaríkjamaðurinn Joe Brower Minnoch sem árið 1978 var talinn vera yfir 635 kg. Þegar hann lést, árið 1983, þá 42 ára að aldri, var hann 362 kg.

Offita er mikið heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi. Tilfelli eins og þau sem hér hafa verið nefnd eru þó algjör öfgatilfelli. Yfirleitt er eitthvað að hjá fólki sem verður svona þungt, en læknar vita ekki alveg hver ástæðan er. Nokkur svör á Vísindavefnum fjalla um holdafar og er lesendum bent á að kynna sér efni þeirra:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Emilía,Telma, Ragga og Anna

Tilvísun

EDS. „Hvað er feitasti maður heims þungur?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7195.

EDS. (2008, 7. mars). Hvað er feitasti maður heims þungur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7195

EDS. „Hvað er feitasti maður heims þungur?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7195>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er feitasti maður heims þungur?
Talið er að þyngsti maður á jörðinni í dag sé, eða hafi alla vega verið, Mexíkói að nafni Manuel Uribe. Árið 2006, þegar hann var hvað þyngstur, vó hann 560 kg. Ef meðal maðurinn er um 80 kg þá var Manuel þessi eins og 7 slíkir.

Í júní árið 2007 hafði Manuel Uribe hins vegar losað sig við 180 kg eftir strangan megrunarkúr. Hversu mikið hann vegur í dag (mars 2008) veit höfundur þessa svars ekki en við vonum bara að hann haldi áfram að léttast þar sem offita af þessu tagi getur reynst lífshættuleg.



Manuel Uribe er líklega feitasti maður í heimi.

Hins vegar er Manuel Uribe ekki komin á beinu brautina þó svo að honum hafi tekist að losa sig við þyngd sem nemur rúmlega þyngd tveggja meðal manna. Fyrir 20 árum var New York búinn Michael Hebranko talinn þyngsti maður heims en hann var þá rétt um 500 kg. Seint á 9. áratugnum fór hann í geysilega mikla megrun og léttist niður í tæplega 100 kg á 19 mánuðum. Þessi ótrúlegi árangur varð meðal annars til þess að hann komst í Heimsmetabók Guinness árið 1990 sem sá maður sem misst hefur flest kg á skemmstum tíma. Sjö árum seinna var hann hins vegar aftur orðinn yfir 450 kg.

Eftir því sem best er vitað eru þessir tveir menn á lífi. Vitað er um einn mann sem nú er látinn sem var enn þyngri. Það var bandaríkjamaðurinn Joe Brower Minnoch sem árið 1978 var talinn vera yfir 635 kg. Þegar hann lést, árið 1983, þá 42 ára að aldri, var hann 362 kg.

Offita er mikið heilsufarsvandamál í hinum vestræna heimi. Tilfelli eins og þau sem hér hafa verið nefnd eru þó algjör öfgatilfelli. Yfirleitt er eitthvað að hjá fólki sem verður svona þungt, en læknar vita ekki alveg hver ástæðan er. Nokkur svör á Vísindavefnum fjalla um holdafar og er lesendum bent á að kynna sér efni þeirra:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....