Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Segir maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður? Ég lærði að þetta ætti við um handlaginn trésmið, en ég hef einnig heyrt að það sé komið frá Völundi úr Völundakviðu.

Orðið sem spurt er um er þúsundþjalasmiður, samsett af orðunum þúsund, þjöl og smiður. Orðið er notað um þann sem allt leikur í höndunum á, er mikill hagleiksmaður. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans þekkist orðið að minnsta kosti allt frá miðri 19. öld.

Annað orð og talsvert eldra í sömu merkingu er þúsundvélasmiður. Elsta dæmi um það er úr þýðingu Guðbrands biskups Þorlákssonar á Summaria Viti Theodori Yfer allar Spamanna Bækurnar frá 1602. Dæmið er svona:
þuiad i soddan Efnum er hann [það er djöfullinn] Meistare / og Þusund Vielasmidur.
Vél er þarna án efa í merkingunni ‘svik, tál’ (samanber vélabragð). Mín tilgáta er sú að vegna þess hve orðin eru lík í framburði og vél í þessari merkingu lítið notað orð (nema í vélabragð) hafi vél breyst í verkfærið þjöl sem smiðir nota mikið.

Orðið sem spurt er um er þúsundþjalasmiður, samsett af orðunum þúsund, þjöl og smiður. Orðið er notað um þann sem allt leikur í höndunum á, er mikill hagleiksmaður.

Orðið er ekki úr Völundarkviðu en með tilvísun til kvæðisins höfum við orðið völundur í sömu merkingu og þúsundþjalasmiður. Völundur í kviðunni var svikinn og honum haldið föngnum en hann smíðaði hagleiksgripi úr augum, tönnum og öðrum líkamshlutum sona kvalara síns.

Þúsund er þekkt í öðrum málum og notað á svipaðan hátt og í þúsundþjalasmiður. Þannig er í dönsku til orðið tusindkunstner og í þýsku orðið Tausendsassa sem þó er einnig notað í niðrandi merkingu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.6.2016

Spyrjandi

Theódór Árni Söebech Hansson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71948.

Guðrún Kvaran. (2016, 16. júní). Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71948

Guðrún Kvaran. „Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71948>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Segir maður þúsundþjalasmiður eða þúsundfjalasmiður? Ég lærði að þetta ætti við um handlaginn trésmið, en ég hef einnig heyrt að það sé komið frá Völundi úr Völundakviðu.

Orðið sem spurt er um er þúsundþjalasmiður, samsett af orðunum þúsund, þjöl og smiður. Orðið er notað um þann sem allt leikur í höndunum á, er mikill hagleiksmaður. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans þekkist orðið að minnsta kosti allt frá miðri 19. öld.

Annað orð og talsvert eldra í sömu merkingu er þúsundvélasmiður. Elsta dæmi um það er úr þýðingu Guðbrands biskups Þorlákssonar á Summaria Viti Theodori Yfer allar Spamanna Bækurnar frá 1602. Dæmið er svona:
þuiad i soddan Efnum er hann [það er djöfullinn] Meistare / og Þusund Vielasmidur.
Vél er þarna án efa í merkingunni ‘svik, tál’ (samanber vélabragð). Mín tilgáta er sú að vegna þess hve orðin eru lík í framburði og vél í þessari merkingu lítið notað orð (nema í vélabragð) hafi vél breyst í verkfærið þjöl sem smiðir nota mikið.

Orðið sem spurt er um er þúsundþjalasmiður, samsett af orðunum þúsund, þjöl og smiður. Orðið er notað um þann sem allt leikur í höndunum á, er mikill hagleiksmaður.

Orðið er ekki úr Völundarkviðu en með tilvísun til kvæðisins höfum við orðið völundur í sömu merkingu og þúsundþjalasmiður. Völundur í kviðunni var svikinn og honum haldið föngnum en hann smíðaði hagleiksgripi úr augum, tönnum og öðrum líkamshlutum sona kvalara síns.

Þúsund er þekkt í öðrum málum og notað á svipaðan hátt og í þúsundþjalasmiður. Þannig er í dönsku til orðið tusindkunstner og í þýsku orðið Tausendsassa sem þó er einnig notað í niðrandi merkingu.

Mynd:

...