Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann? Ef þetta er eldfjall, hvenær gaus það síðast?Þríhyrningur er ofurlítill fjallshryggur úr móbergi með stefnu SV-NA, sem er sprungustefna á Suðurlandi. Þannig hefur fjallið myndast á stuttri gossprungu við eldgos undir jökli, sennilega við lok síðasta jökulskeiðs (fyrir ~12.000 árum), en rannsóknir sýna að á ísöld var eldvirkni áköfust við lok hvers kuldaskeiðs þegar fargi jökulíssins var að létta af landinu. Hins vegar gæti fjallið verið 100 eða 200.000 árum eldra, frá lokum fyrri kuldaskeiða – mér vitanlega hefur bergið ekki verið aldursgreint. Mynd:
- Þríhyrningur (1).jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Milan Nykodym. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 6. 7. 2016).