Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Háskólalestin heldur á Skagaströnd 20.-21. maí

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin heldur áfram ferð sinni um landið og nú er komið að Skagaströnd. Föstudaginn 20. maí munu nemendur í 5.-10. bekk í Höfðaskóla og 8.-10. bekk í Grunnskóla Blönduóss sækja námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Þar munu nemendur kynnast stjörnufræði, latínu, japönsku, nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, íslensku táknmáli, eðlisfræði og fornleifafræði.

Háskólalestin hefur upp á ýmislegt að bjóða!

Laugardaginn 21. maí verður svo slegið til sannkallaðrar vísindaveislu. Þá býðst gestum og gangandi að kynna sér ýmislegt sem vísindin hafa upp á að bjóða. Í félagsheimilinu Fellsborg verða ýmis undur vísindanna til sýnis. Sprengjugengið landsfræga mun efna til sýningar, eldorgel Ara Ólafssonar mun loga, auk sýnitilrauna, teiknirólu og syngjandi skálar. Enn fremur má kynnast japanskri menningu og fornleifafræði svo fátt eitt sé nefnt.

Vísindavefurinn verður á svæðinu en þar verður ýmislegt í boði fyrir börn sem fullorðna. Hægt verður að skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? Vísindadagatalið verður til sýnis, auk þess sem ýmsar þrautir bíða þess að verða leystar. Þá munu gestir geta tekið þátt í spurningakeppni Vísindavefsins þar sem hið skemmtilega vísindadagatal verður í verðlaun.

Sprengjugengið verður á staðnum!

Í kaffihúsinu Bjarmanesi verða stutt fræðsluerindi í boði. Þar mun Sævar Helgi Bragason fræða gesti um leyndardóma stjörnufræðinnar, Soffía Auður Birgisdóttir mun flytja erindi um endurvinnslu bókmenntaarfsins, Þorvarður Árnason fjallar um samfélagsgildi kórastarfs, Þór Hjaltalín flytur erindi um Ásbirningaríkið og Albína Hulda Pálsdóttir mun greina frá leyndardómum fornleifafræðinnar og svara því hvort að fornleifafræðingar noti í alvöru tannbursta og teskeiðar við störf sín.

Vísindaveisla Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Myndir:

Útgáfudagur

17.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin heldur á Skagaströnd 20.-21. maí.“ Vísindavefurinn, 17. maí 2011, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=70873.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 17. maí). Háskólalestin heldur á Skagaströnd 20.-21. maí. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70873

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin heldur á Skagaströnd 20.-21. maí.“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2011. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70873>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Háskólalestin heldur á Skagaströnd 20.-21. maí
Háskólalestin heldur áfram ferð sinni um landið og nú er komið að Skagaströnd. Föstudaginn 20. maí munu nemendur í 5.-10. bekk í Höfðaskóla og 8.-10. bekk í Grunnskóla Blönduóss sækja námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Þar munu nemendur kynnast stjörnufræði, latínu, japönsku, nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, íslensku táknmáli, eðlisfræði og fornleifafræði.

Háskólalestin hefur upp á ýmislegt að bjóða!

Laugardaginn 21. maí verður svo slegið til sannkallaðrar vísindaveislu. Þá býðst gestum og gangandi að kynna sér ýmislegt sem vísindin hafa upp á að bjóða. Í félagsheimilinu Fellsborg verða ýmis undur vísindanna til sýnis. Sprengjugengið landsfræga mun efna til sýningar, eldorgel Ara Ólafssonar mun loga, auk sýnitilrauna, teiknirólu og syngjandi skálar. Enn fremur má kynnast japanskri menningu og fornleifafræði svo fátt eitt sé nefnt.

Vísindavefurinn verður á svæðinu en þar verður ýmislegt í boði fyrir börn sem fullorðna. Hægt verður að skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? Vísindadagatalið verður til sýnis, auk þess sem ýmsar þrautir bíða þess að verða leystar. Þá munu gestir geta tekið þátt í spurningakeppni Vísindavefsins þar sem hið skemmtilega vísindadagatal verður í verðlaun.

Sprengjugengið verður á staðnum!

Í kaffihúsinu Bjarmanesi verða stutt fræðsluerindi í boði. Þar mun Sævar Helgi Bragason fræða gesti um leyndardóma stjörnufræðinnar, Soffía Auður Birgisdóttir mun flytja erindi um endurvinnslu bókmenntaarfsins, Þorvarður Árnason fjallar um samfélagsgildi kórastarfs, Þór Hjaltalín flytur erindi um Ásbirningaríkið og Albína Hulda Pálsdóttir mun greina frá leyndardómum fornleifafræðinnar og svara því hvort að fornleifafræðingar noti í alvöru tannbursta og teskeiðar við störf sín.

Vísindaveisla Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Myndir:

...