Mörg dýr hafa séríslensk heiti, til dæmis fjölmargar algengar fuglategundir, eins og lóan og þrösturinn en um hann má lása nánar í svari Jóns Gunnar Þorsteinssonar við spurningunni Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?. Stundum er vísað til líkamlegra sérkenna tegunda þegar þær fá íslenskt heiti, svo sem nashyrningur sem hefur einkennandi horn ofan á nefinu. Á ensku kallast nashyrningur 'rhinoceros', stundum stytt sem 'rhino', Frakkar tala um rhinocéros og latneska heitið er rhinoceros. Í þessu tilfelli hefur erlenda heitið því ekki ratað inn í íslenskt mál. Önnur dæmi um það eru ísbjörn, háhyrningur og loðna. Aðrar íslenskar nafngiftir vísa til stærðar eða smæðar dýranna, til dæmis dvergsnjáldra, tröllakrabbi eða risasmokkfiskur. Og enn aðrar vísa svo til atferlis dýra, svo sem þvottabjörn. Í svari Guðrúnar Kvaran við sömu spurningu segir þetta um heiti hrossaflugunnar:
Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eða af því að þeir hafi þótt hrossalegir, það er ‘grófir, klunnalegir’, í samanburði við búkinn.Þess má í lokin geta að Englendingar nefna hrossafluguna 'daddy long-leg' og vísar það augljóslega til langra lappanna. Mynd: