Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið, sem spurt er um, er til í fleiri en einni mynd: fíton, fítón og fítónn. Elsta merking er '(heiðinn) spásagnarandi' en síðar er það einnig notað í merkingunni 'reiði, æði, æðisgangur'. Í nútímamáli er það oftast fyrri liður í samsetningunni fítonsandi sem einnig er til í myndunum fítúnsandi, fítungsandi og fídómsandi en ýmsar fleiri samsetningar eru til með fíton að fyrri lið eins og fítonskraftur 'heljarkraftur', fítonsæði 'berserksgangur' og fítonsmóður 'æðisgangur'.
Orðið kemur fyrir þegar í fornu máli í samsetningunum fítónsandakona 'spákona', fítonsandalist 'spásagnarlist', fítónsandi 'spádómsandi' og fítónsmaður 'maður sem er gæddur spásagnaranda'.
Klifurpýþonslanga getur orðið rúmlega fimm metra löng. Hér sést klifurpýþonslanga kremja dádýr til bana.
Í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er gefið orðið fitungs ande og skýringin við er 'pithon'. Í orðabók Björns Halldórssonar er Fítúns-andi skýrt á latínu sem ‘phyton, python’ en á dönsku sem 'Raseri', það er 'æðisgangur'. Af þessu sést að um tökuorð er að ræða úr latínu sem aftur hefur fengið orðið úr grísku. Pŷthōn var stór slanga við Delfí sem guðinn Appolló vann sigur á en orðið var einnig í klassískum málum notað um spásagnaranda og þann sem hafði slíkan anda.
Frekara lesefni:
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 17. september 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6803.
Guðrún Kvaran. (2007, 17. september). Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6803
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6803>.