Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi?

Ingibjörg Harðardóttir og Jóna Freysdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við þegar talað er um bólgur í líkamanum? Eins og er svo mikið talað um varðandi allskonar mat sem á að vera bólgumyndandi eða bólgueyðandi. Og er það virkilega rétt að tómatar eða ómega6 fita sé bólgumyndandi ?

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að skoða hvort ákveðin fæðutegund eða næringarefni hafi áhrif á bólgu. Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að sumar fæðutegundir og næringarefni geti ýtt undir bólgu og að aðrar geti stuðlað að minni bólgu.

Sumar þessara rannsókna hafa verið gerðar í frumuræktun þar sem skoðað er hvort ákveðin næringarefni auki eða minnki myndun frumnanna á bólguhvetjandi eða bólguhamlandi sameindum. Slíkar rannsóknir segja ekki til um hvað gerist í líkamanum við inntöku en geta verið fyrsta skref áður en farið er í frekari rannsóknir á tilraunadýrum eða á mönnum. Rannsóknir á tilraunadýrum geta gefið haldbetri upplýsingar, þó þær geti aldrei sagt nákvæmlega til um hvað gerist í mönnum. Kosturinn við dýrarannsóknirnar er að það er hægt að koma af stað bólgu í tilraunadýrum en það er yfirleitt ekki gert í mönnum.

Það er líklegt að sumar tegundir af mat geti ýtt undir bólgu á meðan aðrar geti mögulega hamlað bólgu en þörf er á frekari rannsóknum á þessu efni.

Það að ekki er hægt að mynda bólgu í mönnum er ein af ástæðum þess að erfitt er að rannsaka áhrif fæðutegunda og næringarefna á bólgu í fólki. Þess í stað hafa verið skoðuð áhrif fæðu eða næringarefna á styrk ákveðinna sameinda í blóði, það er sameinda sem tengjast bólgu eða bólguhömlun. Út frá fjölda slíkra rannsókna á tengslum fæðutegunda við styrk slíkra sameinda í blóði manna hefur verið þróaður bólgustuðull, sem ætlað er að gefa til kynna hvort fæðutegund sé líkleg til að auka eða minnka bólgur í mönnum. Fjölmargar sameindir í líkamanum tengjast bólgu. Sumar þeirra eru taldar tengjast aukinni bólgu á meðan aðrar eru taldar tengjast minnkun bólgu. Enn aðrar virðast geta ýtt undir bólgu við ákveðnar aðstæður en hamlað bólgu við aðrar. Þess vegna er það töluverð einföldun að nota mælingar á styrk nokkurra sameinda í blóði sem mælikvarða á bólgu.

Það er líklegt að sumar tegundir af mat geti ýtt undir bólgu á meðan aðrar geti mögulega hamlað bólgu. Hins vegar teljum við að frekari rannsóknir og samantektir á rannsóknarniðurstöðum þurfi að koma fram til að hægt sé að gefa leiðbeiningar um hvaða matvæli séu líkleg til að ýta undir bólgu og hvaða matvæli geti mögulega minnkað bólgur, hvað þá hvort tómatar eða ómega-6 fitusýrur séu bólgumyndandi.

Mynd:

Höfundar

Ingibjörg Harðardóttir

prófessor í lífefna- sameindalíffræði við HÍ

Jóna Freysdóttir

prófessor í ónæmisfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.12.2018

Spyrjandi

Ásdís Ármannsdóttir

Tilvísun

Ingibjörg Harðardóttir og Jóna Freysdóttir . „Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67752.

Ingibjörg Harðardóttir og Jóna Freysdóttir . (2018, 12. desember). Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67752

Ingibjörg Harðardóttir og Jóna Freysdóttir . „Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67752>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er átt við þegar talað er um bólgur í líkamanum? Eins og er svo mikið talað um varðandi allskonar mat sem á að vera bólgumyndandi eða bólgueyðandi. Og er það virkilega rétt að tómatar eða ómega6 fita sé bólgumyndandi ?

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að skoða hvort ákveðin fæðutegund eða næringarefni hafi áhrif á bólgu. Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að sumar fæðutegundir og næringarefni geti ýtt undir bólgu og að aðrar geti stuðlað að minni bólgu.

Sumar þessara rannsókna hafa verið gerðar í frumuræktun þar sem skoðað er hvort ákveðin næringarefni auki eða minnki myndun frumnanna á bólguhvetjandi eða bólguhamlandi sameindum. Slíkar rannsóknir segja ekki til um hvað gerist í líkamanum við inntöku en geta verið fyrsta skref áður en farið er í frekari rannsóknir á tilraunadýrum eða á mönnum. Rannsóknir á tilraunadýrum geta gefið haldbetri upplýsingar, þó þær geti aldrei sagt nákvæmlega til um hvað gerist í mönnum. Kosturinn við dýrarannsóknirnar er að það er hægt að koma af stað bólgu í tilraunadýrum en það er yfirleitt ekki gert í mönnum.

Það er líklegt að sumar tegundir af mat geti ýtt undir bólgu á meðan aðrar geti mögulega hamlað bólgu en þörf er á frekari rannsóknum á þessu efni.

Það að ekki er hægt að mynda bólgu í mönnum er ein af ástæðum þess að erfitt er að rannsaka áhrif fæðutegunda og næringarefna á bólgu í fólki. Þess í stað hafa verið skoðuð áhrif fæðu eða næringarefna á styrk ákveðinna sameinda í blóði, það er sameinda sem tengjast bólgu eða bólguhömlun. Út frá fjölda slíkra rannsókna á tengslum fæðutegunda við styrk slíkra sameinda í blóði manna hefur verið þróaður bólgustuðull, sem ætlað er að gefa til kynna hvort fæðutegund sé líkleg til að auka eða minnka bólgur í mönnum. Fjölmargar sameindir í líkamanum tengjast bólgu. Sumar þeirra eru taldar tengjast aukinni bólgu á meðan aðrar eru taldar tengjast minnkun bólgu. Enn aðrar virðast geta ýtt undir bólgu við ákveðnar aðstæður en hamlað bólgu við aðrar. Þess vegna er það töluverð einföldun að nota mælingar á styrk nokkurra sameinda í blóði sem mælikvarða á bólgu.

Það er líklegt að sumar tegundir af mat geti ýtt undir bólgu á meðan aðrar geti mögulega hamlað bólgu. Hins vegar teljum við að frekari rannsóknir og samantektir á rannsóknarniðurstöðum þurfi að koma fram til að hægt sé að gefa leiðbeiningar um hvaða matvæli séu líkleg til að ýta undir bólgu og hvaða matvæli geti mögulega minnkað bólgur, hvað þá hvort tómatar eða ómega-6 fitusýrur séu bólgumyndandi.

Mynd:

...