Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?

Aðalsteinn Eyþórsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Töfraformúlan hókus-pókus er þekkt víða um heim í ýmsum myndum og hefur lengi þótt ómissandi hvar sem sjónhverfingar og töfrabrögð eru höfð í frammi. Töframaðurinn mælir þá þessi orð um leið og hann lætur eitthvað hverfa eða breytir einum hlut í annan. Stundum er látið nægja að segja „hókus-pókus“ en oft er einhverju bætt við, til dæmi „fílíókus“ eða „pílarókus“ til að gera töfrana enn áhrifameiri.

Bette Midler sem norn í myndinni Hókus pókus.

Stundum er hókus-pókus líka notað eins og nafnorð og haft um sjálf töfrabrögðin:
  • ég vil helst ekki vera með svona hókus pókus fyrir framan nefið á kúnnunum

Eins er það stundum haft um aðferðir eða úrræði sem þykja minna á sjónhverfingar eða loddarabrögð, til dæmis í viðskiptum og stjórnmálum, og líkist þá helst lýsingarorði:

  • Með einhverri hókus pókus aðferð hefur [ráðherra] sagt að þetta þýði engan útgjaldaauka
  • ... fékk hann þarna ókeypis ráðgjöf ... í skattalegum hókus pókus trixum
  • áætlanirnar voru „hókus-pókus“ áætlanir

Hókus-pókus er af erlendum uppruna. Haft er fyrir satt að upphaflega sé þetta afbökun á latnesku orðunum hoc est corpus (meum) ‘þetta er líkami (minn)’ sem heyra til við útdeilingu altarissakramentis í kaþólskri messu. Í ensku og þýsku kemur orðið fyrir í heimildum frá 17. öld og í dönsku í ritum frá 18. öld. Elsta íslenska dæmið sem Orðabók Háskólans er kunnugt um er úr vísu sem sögð er ort kringum 1800 um uppnefni sem þá voru á kreiki á Austurlandi:

Njólafót ég nefna má.

Nýtur Fjallskerðingur,

Hókuspókus honum hjá

hæverskur þá syngur.

Skrásetjarinn (Sigmundur M. Long, 1841-1926) segir síðan:
Er svo sagt, að Hókuspókus (sem þýðir leikari eða missýningamaður) væri Einar í Mýnesi ... (Að vestan II:53)

Það er eftirtektarvert að hér er hókuspókus haft í merkingunni ‘sjónhverfingamaður’. Þessi merking er kunn úr 17. aldar ensku en virðist hvorki hafa þekkst í þýsku, dönsku né öðrum norrænum málum.

Heimildir og mynd:

  • Söfn Orðabókar Háskólans.
  • Að vestan. Þjóðsögur og sagnir II. Akureyri 1955.
  • Íslenskar, enskar, þýskar og norrænar orðabækur.
  • Mynd: Drizly Halloween: Hocus Pocus Cocktail. (Sótt 19. 12. 2013).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Aðalsteinn Eyþórsson

íslenskufræðingur

Útgáfudagur

31.12.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Aðalsteinn Eyþórsson. „Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?“ Vísindavefurinn, 31. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66460.

Aðalsteinn Eyþórsson. (2014, 31. desember). Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66460

Aðalsteinn Eyþórsson. „Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?“ Vísindavefurinn. 31. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66460>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?
Töfraformúlan hókus-pókus er þekkt víða um heim í ýmsum myndum og hefur lengi þótt ómissandi hvar sem sjónhverfingar og töfrabrögð eru höfð í frammi. Töframaðurinn mælir þá þessi orð um leið og hann lætur eitthvað hverfa eða breytir einum hlut í annan. Stundum er látið nægja að segja „hókus-pókus“ en oft er einhverju bætt við, til dæmi „fílíókus“ eða „pílarókus“ til að gera töfrana enn áhrifameiri.

Bette Midler sem norn í myndinni Hókus pókus.

Stundum er hókus-pókus líka notað eins og nafnorð og haft um sjálf töfrabrögðin:
  • ég vil helst ekki vera með svona hókus pókus fyrir framan nefið á kúnnunum

Eins er það stundum haft um aðferðir eða úrræði sem þykja minna á sjónhverfingar eða loddarabrögð, til dæmis í viðskiptum og stjórnmálum, og líkist þá helst lýsingarorði:

  • Með einhverri hókus pókus aðferð hefur [ráðherra] sagt að þetta þýði engan útgjaldaauka
  • ... fékk hann þarna ókeypis ráðgjöf ... í skattalegum hókus pókus trixum
  • áætlanirnar voru „hókus-pókus“ áætlanir

Hókus-pókus er af erlendum uppruna. Haft er fyrir satt að upphaflega sé þetta afbökun á latnesku orðunum hoc est corpus (meum) ‘þetta er líkami (minn)’ sem heyra til við útdeilingu altarissakramentis í kaþólskri messu. Í ensku og þýsku kemur orðið fyrir í heimildum frá 17. öld og í dönsku í ritum frá 18. öld. Elsta íslenska dæmið sem Orðabók Háskólans er kunnugt um er úr vísu sem sögð er ort kringum 1800 um uppnefni sem þá voru á kreiki á Austurlandi:

Njólafót ég nefna má.

Nýtur Fjallskerðingur,

Hókuspókus honum hjá

hæverskur þá syngur.

Skrásetjarinn (Sigmundur M. Long, 1841-1926) segir síðan:
Er svo sagt, að Hókuspókus (sem þýðir leikari eða missýningamaður) væri Einar í Mýnesi ... (Að vestan II:53)

Það er eftirtektarvert að hér er hókuspókus haft í merkingunni ‘sjónhverfingamaður’. Þessi merking er kunn úr 17. aldar ensku en virðist hvorki hafa þekkst í þýsku, dönsku né öðrum norrænum málum.

Heimildir og mynd:

  • Söfn Orðabókar Háskólans.
  • Að vestan. Þjóðsögur og sagnir II. Akureyri 1955.
  • Íslenskar, enskar, þýskar og norrænar orðabækur.
  • Mynd: Drizly Halloween: Hocus Pocus Cocktail. (Sótt 19. 12. 2013).


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....