- ég vil helst ekki vera með svona hókus pókus fyrir framan nefið á kúnnunum
- Með einhverri hókus pókus aðferð hefur [ráðherra] sagt að þetta þýði engan útgjaldaauka
- ... fékk hann þarna ókeypis ráðgjöf ... í skattalegum hókus pókus trixum
- áætlanirnar voru „hókus-pókus“ áætlanir
Njólafót ég nefna má. Nýtur Fjallskerðingur, Hókuspókus honum hjá hæverskur þá syngur.Skrásetjarinn (Sigmundur M. Long, 1841-1926) segir síðan:
Er svo sagt, að Hókuspókus (sem þýðir leikari eða missýningamaður) væri Einar í Mýnesi ... (Að vestan II:53)Það er eftirtektarvert að hér er hókuspókus haft í merkingunni ‘sjónhverfingamaður’. Þessi merking er kunn úr 17. aldar ensku en virðist hvorki hafa þekkst í þýsku, dönsku né öðrum norrænum málum. Heimildir og mynd:
- Söfn Orðabókar Háskólans.
- Að vestan. Þjóðsögur og sagnir II. Akureyri 1955.
- Íslenskar, enskar, þýskar og norrænar orðabækur.
- Mynd: Drizly Halloween: Hocus Pocus Cocktail. (Sótt 19. 12. 2013).
Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.