Upp á stólStóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist vera úr samnorrænu danskvæði og á að líkindum ekkert skylt við jólasveina. Vísurnar um jólasveinana annars vegar og könnuna hins vegar standa heldur aldrei saman í handritum. Meira má lesa um þá fyrri í svari sama höfundar við spurningunni Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"? Árið 1949 gáfu Friðrik Bjarnason og Páll Halldórsson út Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum en í því birti Friðrik lag sitt við vísurnar tvær. Þær höfðu ekki verið tengdar saman áður, en lagið og vísurnar urðu brátt mjög vinsæl og hafa valdið því að nú telja flestir að vísurnar hafi átt samleið frá alda öðli. Samt eru ekki nema rúm hálf öld síðan þær sáust fyrst spyrtar saman. Kringum 1990 var farið að kenna börnum í sumum leikskólum upphaf seinni vísunnar með þessu afbrigði:
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
Upp á hólÞessi texti á sér enga forsendu. Auk þess er það hugsanavilla að einhver standi upp á hól og kanni – án þess að tilgreina hvað það sé sem kannað er. Enginn vill nú gangast við að eiga upptökin að þessari útgáfu vísunnar. Hún hefur samt illu heilli komist á geisladisk með söng hins ágæta barnakórs Kársnesskóla og gerir það líklega erfiðara um vik að kveða villuna niður. Myndir:
stend ég og kanna.
- Projekt Bryggen | En kannestol. (Sótt 15.12.2014).
- Menntamál, 22. árgangur 1949, 2. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 13.12.2017).
Dóra M. Sigurðardóttir, Ása Laufey Sigurðardóttir, Jón Gunnar Gylfason.