Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað?

FGJ

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Mig langar að heyra hvort það geti passað á ég sé i blóðflokki A en foreldrar minir báðir i O?

Já, það er mögulegt, en afar sjaldgæft. Blóðflokkarnir eru fjórir talsins; A, AB, B og O. Fólk í A-blóðflokki hefur A-mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum, fólk í B-blóðflokki hefur B-mótefnisvaka, fólk í AB-blóðflokki hefur þá báða og í O-blóðflokki hefur fólk hvorugan.

Mögulegar arfgerðir og svipgerðir barna foreldra sem hafa arfgerðirnar AO og BO. Undantekningar eru á þessu, til að mynda í Bombay-svipgerðinni.

Eins og margir vita eru genin á bak við blóðflokka A og B ríkjandi, en genin á bak við O-blóðflokk víkjandi. Þegar báðir foreldrarnir eru í O-blóðflokki eins og í þessari spurningu ættu þau að vera arfhrein og hafa því arfgerðina OO. Því ætti barn þeirra einungis að geta verið í blóðflokki O. Hins vegar er til afar sjaldgæf undantekning á þessu sem orsakast af fjarveru H-mótefnavaka. Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar og Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki? stendur:

Mótefnavakar A og B eru báðir búnir til úr annars konar mótefnavaka, svokölluðum H-mótefnavaka. Þessi forveri (e. precursor) A- og B-mótefnavaka er einnig til staðar á rauðum blóðkornum fólks í O-flokki. Fólk með svokallaða Bombay-svipgerð (nefnt eftir borginni Bombay á Indlandi) hefur aftur á móti enga slíka H-mótefnisvaka og getur því hvorki myndað A-mótefnavaka né B-mótefnavaka jafnvel þótt það ætti samkvæmt arfgerð sinni að gera það. Þetta fólk myndi þess vegna alltaf mælast í O-blóðflokki sama hvaða genasamsætur ABO-blóðflokkakerfisins það erfði frá foreldrum sínum. Sé barn manns í AB-blóðflokki af Bombay-svipgerð væri því hægt að svara upphaflegu spurningunni játandi.

Því gæti það verið að annað foreldrið í þessu dæmi hafi arfgerð fyrir A-blóðflokk en hafi síðan Bombay-svipgerðina. Arfgerðin fyrir A-blóðflokkinn gæti svo hafa erfst til barnsins sem er því í blóðflokki A og hefur ekki Bombay-svipgerðina.

Bombay-svipgerðin er þó afar sjaldgæf, en einungis um 0,0004% fólks er talið hafa hana. Fólk með Bombay-svipgerðina getur gefið flestum blóð, en einungis þegið blóð frá öðrum með svipgerðina.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

28.1.2019

Síðast uppfært

14.3.2019

Spyrjandi

Birna Arnaldsdóttir

Tilvísun

FGJ. „Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64179.

FGJ. (2019, 28. janúar). Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64179

FGJ. „Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64179>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Mig langar að heyra hvort það geti passað á ég sé i blóðflokki A en foreldrar minir báðir i O?

Já, það er mögulegt, en afar sjaldgæft. Blóðflokkarnir eru fjórir talsins; A, AB, B og O. Fólk í A-blóðflokki hefur A-mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum, fólk í B-blóðflokki hefur B-mótefnisvaka, fólk í AB-blóðflokki hefur þá báða og í O-blóðflokki hefur fólk hvorugan.

Mögulegar arfgerðir og svipgerðir barna foreldra sem hafa arfgerðirnar AO og BO. Undantekningar eru á þessu, til að mynda í Bombay-svipgerðinni.

Eins og margir vita eru genin á bak við blóðflokka A og B ríkjandi, en genin á bak við O-blóðflokk víkjandi. Þegar báðir foreldrarnir eru í O-blóðflokki eins og í þessari spurningu ættu þau að vera arfhrein og hafa því arfgerðina OO. Því ætti barn þeirra einungis að geta verið í blóðflokki O. Hins vegar er til afar sjaldgæf undantekning á þessu sem orsakast af fjarveru H-mótefnavaka. Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar og Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki? stendur:

Mótefnavakar A og B eru báðir búnir til úr annars konar mótefnavaka, svokölluðum H-mótefnavaka. Þessi forveri (e. precursor) A- og B-mótefnavaka er einnig til staðar á rauðum blóðkornum fólks í O-flokki. Fólk með svokallaða Bombay-svipgerð (nefnt eftir borginni Bombay á Indlandi) hefur aftur á móti enga slíka H-mótefnisvaka og getur því hvorki myndað A-mótefnavaka né B-mótefnavaka jafnvel þótt það ætti samkvæmt arfgerð sinni að gera það. Þetta fólk myndi þess vegna alltaf mælast í O-blóðflokki sama hvaða genasamsætur ABO-blóðflokkakerfisins það erfði frá foreldrum sínum. Sé barn manns í AB-blóðflokki af Bombay-svipgerð væri því hægt að svara upphaflegu spurningunni játandi.

Því gæti það verið að annað foreldrið í þessu dæmi hafi arfgerð fyrir A-blóðflokk en hafi síðan Bombay-svipgerðina. Arfgerðin fyrir A-blóðflokkinn gæti svo hafa erfst til barnsins sem er því í blóðflokki A og hefur ekki Bombay-svipgerðina.

Bombay-svipgerðin er þó afar sjaldgæf, en einungis um 0,0004% fólks er talið hafa hana. Fólk með Bombay-svipgerðina getur gefið flestum blóð, en einungis þegið blóð frá öðrum með svipgerðina.

Mynd:

...