Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur?

EDS

Síamstvíburar geta ekki verið strákur og stelpa heldur eru þeir alltaf af sama kyninu. Þeir eru í raun eins og eineggja tvíburar, komnir af einu og sömu okfrumunni sem myndaðist þegar ein sæðisfruma frjóvgaði eitt egg, og eru því með nákvæmlega eins erfðaefni. Hins vegar hefur skipting okfrumunnar í tvo einstaklinga ekki tekist fullkomlega og því verða tvíburarnir samvaxnir.

Það eru aðeins tvíeggja tvíburar sem geta verið af sitt hvoru kyninu því þeir hafa orðið til úr tveimur eggjum og tveimur sæðisfrumum og eru ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini.

Hægt er að lesa meira um bæði tvíbura og síamstvíbura á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.10.2006

Spyrjandi

Elín Bjarnadóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur?“ Vísindavefurinn, 26. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6339.

EDS. (2006, 26. október). Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6339

EDS. „Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6339>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta síamstvíburar verið stelpa og strákur?
Síamstvíburar geta ekki verið strákur og stelpa heldur eru þeir alltaf af sama kyninu. Þeir eru í raun eins og eineggja tvíburar, komnir af einu og sömu okfrumunni sem myndaðist þegar ein sæðisfruma frjóvgaði eitt egg, og eru því með nákvæmlega eins erfðaefni. Hins vegar hefur skipting okfrumunnar í tvo einstaklinga ekki tekist fullkomlega og því verða tvíburarnir samvaxnir.

Það eru aðeins tvíeggja tvíburar sem geta verið af sitt hvoru kyninu því þeir hafa orðið til úr tveimur eggjum og tveimur sæðisfrumum og eru ekki líkari erfðafræðilega en venjuleg systkini.

Hægt er að lesa meira um bæði tvíbura og síamstvíbura á Vísindavefnum, til dæmis í eftirfarandi svörum: