Neglur gegna því hlutverki að hjálpa til við að grípa utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig vernda þær fremstu hluta fingra og táa, sem eru afar næmir, eins og hver sá hefur kynnst sem nagað hefur neglur af of mikilli áfergju eða lent í að nögl hafi rifnað af. Ennfremur gera neglur okkur kleift að klóra aðra líkamshluta og gegna að því leyti svipuðu hlutverki og klær annarra dýra.Lesendum er bent á að kynna sér svar Þuríðar í heild sinni. Á Vísindavefnum er einnig að finna fleiri svör um neglur, til dæmis:
- Úr hverju eru neglurnar?
- Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?
- Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.