Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Framleiðir ÁTVR munntóbak?

Emelía Eiríksdóttir

Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“

Munntóbak er vanalega grófkornóttara en neftóbak og er því komið fyrir í munnvikum, annaðhvort sem muldu tóbaki eða í grisjum (pokum). Skrotóbak er skilgreint sem tóbak í bitum eða ræmum og er það sett í munn og tuggið. Þó að neftóbak sé framleitt með það fyrir augum að það eigi að setja í nefið þá er fólki í sjálfvald sett hvort það tekur neftóbak í nefið eða í vörina en seinni kosturinn hefur einmitt færst mikið í aukana seinustu ár. Það má því kannski segja að framleiðsla á íslenska neftóbakinu séu hártoganir á íslensku lögunum.

Tóbakshorn Jóns Sigurðssonar.

Í reglugerð nr. 325/2007 kemur fram eftirfarandi um kornastærð á neftóbaki: „Með fínkornóttu neftóbaki er átt við neftóbak þar sem að minnsta kosti helmingur korna er minni en 0,5 mm að þvermáli.“

Þegar þetta er ritað hefur ÁTVR því ekki leyfi til að framleiða munntóbak en má framleiða íslenska neftóbakið svokallaða þar sem það er grófkornótt neftóbak.

Ástæðan á bak við þessa lagasetningu var að reyna að sporna við aukinni notkun á munntóbaki eins og hægt er að lesa í svari við spurningunni: Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið? Ástæðan fyrir banni á fínkornóttu neftóbaki er líklega einnig stutt heilsufarslegum hugmyndum. Fínkornótt neftóbak hefur nefnilega meira yfirborðsflatarmál en grófkornótt; efnin í fínkornótta neftóbakinu losna því auðveldar úr tóbakinu. Með neyslu á grófkornóttu neftóbaki eru nikótín og önnur skaðleg efni í tóbakinu því tekin hægar upp í líkama neytandans og hugsanlega verður heildarmagn þessara efna einnig minna.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.1.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Framleiðir ÁTVR munntóbak?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2012, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61736.

Emelía Eiríksdóttir. (2012, 20. janúar). Framleiðir ÁTVR munntóbak? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61736

Emelía Eiríksdóttir. „Framleiðir ÁTVR munntóbak?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2012. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61736>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Framleiðir ÁTVR munntóbak?
Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“

Munntóbak er vanalega grófkornóttara en neftóbak og er því komið fyrir í munnvikum, annaðhvort sem muldu tóbaki eða í grisjum (pokum). Skrotóbak er skilgreint sem tóbak í bitum eða ræmum og er það sett í munn og tuggið. Þó að neftóbak sé framleitt með það fyrir augum að það eigi að setja í nefið þá er fólki í sjálfvald sett hvort það tekur neftóbak í nefið eða í vörina en seinni kosturinn hefur einmitt færst mikið í aukana seinustu ár. Það má því kannski segja að framleiðsla á íslenska neftóbakinu séu hártoganir á íslensku lögunum.

Tóbakshorn Jóns Sigurðssonar.

Í reglugerð nr. 325/2007 kemur fram eftirfarandi um kornastærð á neftóbaki: „Með fínkornóttu neftóbaki er átt við neftóbak þar sem að minnsta kosti helmingur korna er minni en 0,5 mm að þvermáli.“

Þegar þetta er ritað hefur ÁTVR því ekki leyfi til að framleiða munntóbak en má framleiða íslenska neftóbakið svokallaða þar sem það er grófkornótt neftóbak.

Ástæðan á bak við þessa lagasetningu var að reyna að sporna við aukinni notkun á munntóbaki eins og hægt er að lesa í svari við spurningunni: Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið? Ástæðan fyrir banni á fínkornóttu neftóbaki er líklega einnig stutt heilsufarslegum hugmyndum. Fínkornótt neftóbak hefur nefnilega meira yfirborðsflatarmál en grófkornótt; efnin í fínkornótta neftóbakinu losna því auðveldar úr tóbakinu. Með neyslu á grófkornóttu neftóbaki eru nikótín og önnur skaðleg efni í tóbakinu því tekin hægar upp í líkama neytandans og hugsanlega verður heildarmagn þessara efna einnig minna.

Heimildir:

Myndir:...