Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?

Halldór Gunnar Haraldsson

Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 74/1984 segir að bannað sé að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak, að undanskildu skrotóbaki. Þá segir í 2. gr. rg. nr. 251/1997 um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki:
Með skrotóbaki er átt við munntóbak sem er tuggið, er í bitum en ekki kornum. Skro er ekki í grisjum.
Í 1. gr. laga um tóbaksvarnir segir að markmið þeirra sé að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Markmiðið með banni við munntóbaki er því að bæta heilsufar þjóðarinnar.

Þá er eðlilegt að spurt sé, hvers vegna er munntóbak bannað en reyktóbak ekki? Skýringarnar eru tvær. Munntóbak hefur á undanförnum árum notið vaxandi vinsælda meðal ungs fólks, meðal annars fólks sem ekki hefur aldur til að neyta tóbaks. Þetta mun að margra mati ekki síst eiga við um ungt íþróttafólk. Með banni við munntóbaki vill löggjafinn því vernda unga fólkið sérstaklega fyrir skaðlegum áhrifum tóbaks. Hin skýringin er vitaskuld sú að miklu færri neyta munntóbaks en reyktóbaks. Því er miklu auðveldara um vik að banna munntóbak en reyktóbak.

Margir andstæðingar munntóbaks vildu vafalaust banna reyktóbakið líka en vegna mikillar útbreiðslu þess er það illframkvæmanlegt og því er látið nægja að banna munntóbakið. Því má segja að reyktóbak sé annars vegar venjubundið á meðan munntóbakið er það ekki í sama mæli og hins vegar eru neytendur reyktóbaksins að öllu jöfnu eldri en neytendur munntóbaksins og því almennt hæfari til að taka upplýsta ákvörðun um sína tóbaksneyslu. Þá vilja sumir meina að munntóbak sé skaðlegra heilsunni en reyktóbak, til dæmis hvað varðar krabbamein í munni. Slæmar heilsufarslegar afleiðingar reyktóbaks eru þó vafalaust síst minni þegar á allt er litið þó að um það séu vafalaust skiptar skoðanir.

Höfundur

Útgáfudagur

20.9.2002

Spyrjandi

Arnar Freyr Björnsson

Efnisorð

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?“ Vísindavefurinn, 20. september 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2729.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 20. september). Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2729

Halldór Gunnar Haraldsson. „Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða forsendum var munntóbak bannað hér um árið?
Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 74/1984 segir að bannað sé að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak, að undanskildu skrotóbaki. Þá segir í 2. gr. rg. nr. 251/1997 um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki:

Með skrotóbaki er átt við munntóbak sem er tuggið, er í bitum en ekki kornum. Skro er ekki í grisjum.
Í 1. gr. laga um tóbaksvarnir segir að markmið þeirra sé að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Markmiðið með banni við munntóbaki er því að bæta heilsufar þjóðarinnar.

Þá er eðlilegt að spurt sé, hvers vegna er munntóbak bannað en reyktóbak ekki? Skýringarnar eru tvær. Munntóbak hefur á undanförnum árum notið vaxandi vinsælda meðal ungs fólks, meðal annars fólks sem ekki hefur aldur til að neyta tóbaks. Þetta mun að margra mati ekki síst eiga við um ungt íþróttafólk. Með banni við munntóbaki vill löggjafinn því vernda unga fólkið sérstaklega fyrir skaðlegum áhrifum tóbaks. Hin skýringin er vitaskuld sú að miklu færri neyta munntóbaks en reyktóbaks. Því er miklu auðveldara um vik að banna munntóbak en reyktóbak.

Margir andstæðingar munntóbaks vildu vafalaust banna reyktóbakið líka en vegna mikillar útbreiðslu þess er það illframkvæmanlegt og því er látið nægja að banna munntóbakið. Því má segja að reyktóbak sé annars vegar venjubundið á meðan munntóbakið er það ekki í sama mæli og hins vegar eru neytendur reyktóbaksins að öllu jöfnu eldri en neytendur munntóbaksins og því almennt hæfari til að taka upplýsta ákvörðun um sína tóbaksneyslu. Þá vilja sumir meina að munntóbak sé skaðlegra heilsunni en reyktóbak, til dæmis hvað varðar krabbamein í munni. Slæmar heilsufarslegar afleiðingar reyktóbaks eru þó vafalaust síst minni þegar á allt er litið þó að um það séu vafalaust skiptar skoðanir.

...