Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:05 • Sest 19:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:05 • Sest 19:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:55 • Síðdegis: 20:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum.

Í 70. kafla Njálu segir frá því er Mörður Valgarðsson sakar Gunnar um að hafa rofið sætt sem gerð hafði verið. Þá svaraði Njáll (stafsetningu breytt): „Eigi er það sættarrof ... að hver hafi lög við annan því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða“. Höfundur Njálu var mjög lögfróður maður og hefur án efa þekkt orðasambandið úr norrænum lagasamþykktum.

Sjá einnig:

Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan? eftir Guðrúnu Kvaran.

Heimild:

Brennu-Njáls saga. 1954. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.7.2006

Spyrjandi

Gunnlaugur Snævarr

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2006, sótt 2. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=6065.

Guðrún Kvaran. (2006, 17. júlí). Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6065

Guðrún Kvaran. „Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2006. Vefsíða. 2. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6065>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?
Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum.

Í 70. kafla Njálu segir frá því er Mörður Valgarðsson sakar Gunnar um að hafa rofið sætt sem gerð hafði verið. Þá svaraði Njáll (stafsetningu breytt): „Eigi er það sættarrof ... að hver hafi lög við annan því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða“. Höfundur Njálu var mjög lögfróður maður og hefur án efa þekkt orðasambandið úr norrænum lagasamþykktum.

Sjá einnig:

Hvaðan kemur orðatiltækið að hvetja menn lögeggjan? eftir Guðrúnu Kvaran.

Heimild:

Brennu-Njáls saga. 1954. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag....