Hér er líka svarað spurningu Sveinbjörns Geirssonar: "Hvað er singularity?" Sérstæður (e. singularity) eru undarleg fyrirbæri sem einkum er talið að sé að finna í miðjum svarthola þar sem efnisþéttleiki er óendanlega mikill. Einnig ríkti ástand sérstæðunnar áður en Miklihvellur hófst. Í sérstæðum er sveigja tímarúmsins óendanleg og hugtökin tími og rúm missa í raun merkingu sína. Við þessar aðstæður bregðast öll þekkt eðlisfræðilögmál og geta því lítið sagt um afdrif efnis sem fellur inn í sérstæðuna. Samkvæmt almennri afstæðiskenningu Einsteins, sem einnig má kalla "klassíska" þyngdarfræði, þjappast efnið óendanlega saman um leið og það fellur inn í sérstæðuna. Um leið má segja samkvæmt þessari kenningu að það yfirgefi heiminn sem við búum í. Hins vegar getum við sagt með nokkurri vissu þegar betur er að gáð, að lítill hluti efnisins sleppur úr sérstæðunni í formi geislunar. Það var breski eðlisfræðingurinn Stephen W. Hawking sem setti fyrstur manna fram þá kenningu, en hún byggir á lögmálum skammtafræðinnar. Þessi geislun er mjög óveruleg framan af, en eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" þá getur farið svo að svartholið missi að lokum allan massa sinn vegna geislunarinnar. Það tekur hins vegar svo langan tíma að það verður aðeins ef alheimurinn verður óendanlega gamall. Sjá einnig svör Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunum "Hvað er svarthol?" og "Hvernig myndast svarthol í geimnum?".
Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?
Hér er líka svarað spurningu Sveinbjörns Geirssonar: "Hvað er singularity?" Sérstæður (e. singularity) eru undarleg fyrirbæri sem einkum er talið að sé að finna í miðjum svarthola þar sem efnisþéttleiki er óendanlega mikill. Einnig ríkti ástand sérstæðunnar áður en Miklihvellur hófst. Í sérstæðum er sveigja tímarúmsins óendanleg og hugtökin tími og rúm missa í raun merkingu sína. Við þessar aðstæður bregðast öll þekkt eðlisfræðilögmál og geta því lítið sagt um afdrif efnis sem fellur inn í sérstæðuna. Samkvæmt almennri afstæðiskenningu Einsteins, sem einnig má kalla "klassíska" þyngdarfræði, þjappast efnið óendanlega saman um leið og það fellur inn í sérstæðuna. Um leið má segja samkvæmt þessari kenningu að það yfirgefi heiminn sem við búum í. Hins vegar getum við sagt með nokkurri vissu þegar betur er að gáð, að lítill hluti efnisins sleppur úr sérstæðunni í formi geislunar. Það var breski eðlisfræðingurinn Stephen W. Hawking sem setti fyrstur manna fram þá kenningu, en hún byggir á lögmálum skammtafræðinnar. Þessi geislun er mjög óveruleg framan af, en eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" þá getur farið svo að svartholið missi að lokum allan massa sinn vegna geislunarinnar. Það tekur hins vegar svo langan tíma að það verður aðeins ef alheimurinn verður óendanlega gamall. Sjá einnig svör Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunum "Hvað er svarthol?" og "Hvernig myndast svarthol í geimnum?".
Útgáfudagur
3.7.2000
Spyrjandi
Sævar Helgi Bragason
Tilvísun
TÞ og ÞV. „Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=606.
TÞ og ÞV. (2000, 3. júlí). Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=606
TÞ og ÞV. „Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=606>.