Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson)

Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)
Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á tilgátum, og líklegt er að þau séu ekki til í raun og veru. Samkvæmt kenningum eru hvíthol andstæður svarthola og senda frá sér agnir í stað þess að gleypa þær eins og svarthol. Meðal annars hafa menn getið sér þess til að hvíthol myndi annan enda ormaganga, á móti svartholum (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru ormagöng?). Ef svo er myndi efni sem félli inn í svartholið fara gegnum ormagöngin og koma út um hvítholið.

Orðið hvíthol hefur einnig verið notað yfir annað. Breski eðlisfræðingurinn Stephen W. Hawking hefur sýnt fram á að samkvæmt lögmálum skammtafræðinnar má gera ráð fyrir að dálítill hluti efnis sem fellur inn í svarthol sleppi frá þeim aftur sem geislun. Fyrir flest svarthol er þessi geislun hverfandi. Engu að síður tapa þau smám saman massa sínum með þessu móti ef þau ná ekki að taka til sín efni í staðinn. Ef heimurinn heldur áfram að þenjast út að eilífu (sem er aðeins einn af þremur möguleikum um þróun alheimsins) standa svartholin ein að lokum og efni hættir að falla inn í þau, jafnframt því sem heimurinn verður óendanlega gamall. Þá munu jafnvel stærstu svarthol “gufa upp” í mjög fjarlægri framtíð.

Vegna geislunarinnar léttist svartholið stöðugt og agnir sleppa sífellt auðveldar frá því og þannig verður geislunin hraðari og hraðari. Undir lok ævinnar er svartholið farið að geisla frá sér ögnum í miklu magni, ögnum sem áður höfðu verið horfnar inn í sérstæðuna. Við þær aðstæður er réttara að tala um hvíthol frekar en svarthol.

Svo lítið er vitað um hvíthol að ekki er gott að segja fyrir um hvað myndi gerast ef þau rækjust á svarthol, enda vægast sagt ólíklegt að þær aðstæður kæmu upp. Ef um væri að ræða fyrri gerð hvíthola sem rætt er um hér á undan þá er líklegast að svartholið myndi gleypa agnirnar sem hvítholið sendir frá sér og hugsanlega gleypa það sjálft að lokum. Útilokað er að seinni gerðin rækist á svarthol því að þess konar hvíthol væru aðeins til í mjög fjarlægri framtíð, í alheimi sem þenst út að eilífu, og væri því óralangt frá öðrum hlutum, þar með talið svartholum.

Fjallað er um svarthol á Vísindavefnum í svörum við eftirtöldum spurningum:

Hvað er svarthol? (Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson).

Hvernig myndast svarthol í geimnum? (Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson).

Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol? (Lárus Thorlacius og Þorsteinn Vilhjálmsson).

Einnig má benda á áhugaverða gagnvirka vefsíðu um svarthol: Space Telescope Science Institute: Black Holes: Gravity's Relentless Pull.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.6.2000

Spyrjandi

Atli Bent Þorsteinsson

Efnisorð

Tilvísun

TÞ. „Hvað eru hvíthol?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=553.

TÞ. (2000, 21. júní). Hvað eru hvíthol? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=553

TÞ. „Hvað eru hvíthol?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=553>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hvíthol?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson)

Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)
Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á tilgátum, og líklegt er að þau séu ekki til í raun og veru. Samkvæmt kenningum eru hvíthol andstæður svarthola og senda frá sér agnir í stað þess að gleypa þær eins og svarthol. Meðal annars hafa menn getið sér þess til að hvíthol myndi annan enda ormaganga, á móti svartholum (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru ormagöng?). Ef svo er myndi efni sem félli inn í svartholið fara gegnum ormagöngin og koma út um hvítholið.

Orðið hvíthol hefur einnig verið notað yfir annað. Breski eðlisfræðingurinn Stephen W. Hawking hefur sýnt fram á að samkvæmt lögmálum skammtafræðinnar má gera ráð fyrir að dálítill hluti efnis sem fellur inn í svarthol sleppi frá þeim aftur sem geislun. Fyrir flest svarthol er þessi geislun hverfandi. Engu að síður tapa þau smám saman massa sínum með þessu móti ef þau ná ekki að taka til sín efni í staðinn. Ef heimurinn heldur áfram að þenjast út að eilífu (sem er aðeins einn af þremur möguleikum um þróun alheimsins) standa svartholin ein að lokum og efni hættir að falla inn í þau, jafnframt því sem heimurinn verður óendanlega gamall. Þá munu jafnvel stærstu svarthol “gufa upp” í mjög fjarlægri framtíð.

Vegna geislunarinnar léttist svartholið stöðugt og agnir sleppa sífellt auðveldar frá því og þannig verður geislunin hraðari og hraðari. Undir lok ævinnar er svartholið farið að geisla frá sér ögnum í miklu magni, ögnum sem áður höfðu verið horfnar inn í sérstæðuna. Við þær aðstæður er réttara að tala um hvíthol frekar en svarthol.

Svo lítið er vitað um hvíthol að ekki er gott að segja fyrir um hvað myndi gerast ef þau rækjust á svarthol, enda vægast sagt ólíklegt að þær aðstæður kæmu upp. Ef um væri að ræða fyrri gerð hvíthola sem rætt er um hér á undan þá er líklegast að svartholið myndi gleypa agnirnar sem hvítholið sendir frá sér og hugsanlega gleypa það sjálft að lokum. Útilokað er að seinni gerðin rækist á svarthol því að þess konar hvíthol væru aðeins til í mjög fjarlægri framtíð, í alheimi sem þenst út að eilífu, og væri því óralangt frá öðrum hlutum, þar með talið svartholum.

Fjallað er um svarthol á Vísindavefnum í svörum við eftirtöldum spurningum:

Hvað er svarthol? (Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson).

Hvernig myndast svarthol í geimnum? (Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson).

Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol? (Lárus Thorlacius og Þorsteinn Vilhjálmsson).

Einnig má benda á áhugaverða gagnvirka vefsíðu um svarthol: Space Telescope Science Institute: Black Holes: Gravity's Relentless Pull....