Myndun sólstjarna, reikistjarna og tungla gerist í aðalatriðum þannig að gas í geimnum safnast í kekki sem dragast síðan saman vegna innbyrðis aðdráttar agnanna í kekkjunum. ... Hann leitast því til dæmis við að gefa kekkinum kúlulögun. Sú viðleitni truflast að vísu stundum af snúningi í kekkinum sem er þó ekkert aðalatriði hér. En kúlulögunin stafar sem sagt af þyngdarkraftinum eða með öðrum orðum af því að staðarorka efnisins í kekkinum er minnst þegar hann tekur á sig þá lögun.
- Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Wikipedia.com - asteroid. Sótt 11.4.2011.
Af hverju er enginn pláneta eins og kassi í laginu?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.