Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?

EDS

Það er ómögulegt að segja til um hversu margir muni deyja af völdum fluglaflensunnar. Gera verður greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berst á milli fugla. Smit yfir í menn er sjaldgæft og þá helst ef um er að ræða mjög nána snertingu við saur eða aðra líkamsvessa sýktra eða dauðra fugla. Þegar þetta er skrifað (7. apríl 2006) hafa verið staðfest 192 smittilfelli í heiminum öllum, þar af hafa 109 látist.

Á meðan flensan smitast ekki manna á milli er ekki hætta á heimsfaraldri með tilheyrandi fjölda dauðsfalla. Ef veiran breytist hins vegar þannig að hún fer að smitast auðveldlega á milli fólks þá getur fuglaflensan orðið að heimsfaraldri.

Á heimasíðu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kemur fram að það er ómögulegt að segja til um hvernig faraldur verður ef fuglaflensuveiran breytist. Hins vegar hafa menn reynt að spá fyrir um áhrifin út frá upplýsingum um fyrri inflúensufaraldra. Ef veiran veldur vægum sjúkdómi má gera ráð fyrir að dauðsföll í heiminum öllum verði á bilinu 2-7,4 milljónir. Verði sjúkdómurinn hins vegar skæður gera spár ráð fyrir miklu fleiri dauðsföllum. Sem dæmi má nefna að spánska veikin kostaði að minnsta kosti 40 milljónir manna lífið, en taka verður fram að spánska veikin er talin með skæðustu faröldrum í mannkynssögunni.

Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:

Einnig má benda á vefi Landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis og vefinn Fuglaflensa.is.

Heimildir:

Heimasíða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO):

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.4.2006

Spyrjandi

María Kristinsdóttir, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5811.

EDS. (2006, 7. apríl). Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5811

EDS. „Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5811>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?
Það er ómögulegt að segja til um hversu margir muni deyja af völdum fluglaflensunnar. Gera verður greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berst á milli fugla. Smit yfir í menn er sjaldgæft og þá helst ef um er að ræða mjög nána snertingu við saur eða aðra líkamsvessa sýktra eða dauðra fugla. Þegar þetta er skrifað (7. apríl 2006) hafa verið staðfest 192 smittilfelli í heiminum öllum, þar af hafa 109 látist.

Á meðan flensan smitast ekki manna á milli er ekki hætta á heimsfaraldri með tilheyrandi fjölda dauðsfalla. Ef veiran breytist hins vegar þannig að hún fer að smitast auðveldlega á milli fólks þá getur fuglaflensan orðið að heimsfaraldri.

Á heimasíðu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kemur fram að það er ómögulegt að segja til um hvernig faraldur verður ef fuglaflensuveiran breytist. Hins vegar hafa menn reynt að spá fyrir um áhrifin út frá upplýsingum um fyrri inflúensufaraldra. Ef veiran veldur vægum sjúkdómi má gera ráð fyrir að dauðsföll í heiminum öllum verði á bilinu 2-7,4 milljónir. Verði sjúkdómurinn hins vegar skæður gera spár ráð fyrir miklu fleiri dauðsföllum. Sem dæmi má nefna að spánska veikin kostaði að minnsta kosti 40 milljónir manna lífið, en taka verður fram að spánska veikin er talin með skæðustu faröldrum í mannkynssögunni.

Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:

Einnig má benda á vefi Landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis og vefinn Fuglaflensa.is.

Heimildir:

Heimasíða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO):

...