Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fuglaflensa hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri en er þó ekkert nýtt fyrirbæri þó umræða um hana sé mikil þessa dagana. Veirur sem valda flensu í fuglum hafa sjálfsagt verið til mjög lengi, rétt eins og veirur sem valda flensu í mönnum. Það er hins vegar sjaldgæft að fuglaflensuveirur smiti menn og þegar það gerist þá vekur það vissulega mikla athygli.
Til eru margir undirflokkar fuglaflensuveira sem valda misslæmum sjúkdómum í fuglunum. Þeim er gjarnan skipt í mikið meinvaldandi fuglaflensu (e. highly pathogenic avian influenza – HPAI) og lítið meinvaldandi fuglaflensu (e. low pathogenic avian influenza – LPAI).
Það afbrigði fuglaflensuveiru sem nú breiðist út um heiminn kallast H5N1. Það er mikið meinvaldandi og veldur alvarlegum sjúkdómi í flestum fuglategundum. Afbrigði þetta getur borist frá fuglum yfir í menn og er algengasta smitleiðin talin vera bein snerting við sjúka fugla eða frá hlutum menguðum með fuglaskít. Þeir sem hafa smitast af veirunni hafa því verið í mikilli snertingu við fuglana. Smit berst hins vegar ekki manna á milli og ekki er vitað til þess að smit hafi borist í menn úr villtum fuglum.
Vitað er að H5N1 veiran hefur að minnsta kosti þrisvar sinnum valdið sjúkdómi í mönnum síðustu ár. Árið 1997 voru greind 18 fuglaflensutilfelli í mönnum í Hong Kong, þar af létust 6. Snemma árs 2003 voru tvö tilfelli í Hong Kong, annað þeirra banvænt. Fyrstu tilfelli af þeirri fuglaflensu í mönnum sem nú hefur verið í fréttum greindust í janúar árið 2004. Þann 24. mars 2006 höfðu 186 einstaklingar greinst með smit, þar af hafa 105 látist samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar(WHO).
Önnur afbrigði fuglaflensuveira hafa líka valdið sjúkdómi í mönnum síðustu ár en tilfellin hafa ekki verið eins mörg eða útbreidd og aðeins eitt dauðsfall. Árið 1999 voru tvö tilfelli fuglaflensu í mönnum í Hong Kong sem rekja mátti til afbrigðis sem kallast H9N2 og árið 2003 voru staðfest 89 tilfelli af fluglaflensu í mönnum í Hollandi en þar var um að ræða afbrigði sem kallast H7N7. Eitt þessara tilfella leiddi til dauða.
Hægt er að lesa meira um fluglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:
EDS. „Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5763.
EDS. (2006, 30. mars). Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5763
EDS. „Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5763>.