Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun.Rafsegulgeislun af ýmsum uppruna er mjög algeng í umhverfi okkar. Rafsvið frá loftneti farsíma er til dæmis lítið miðað við náttúruleg svið á taugum í líkama okkar og geislun frá fartölvum er enn minni. Um þetta má lesa nánar í fróðlegu svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? Helsta hættan við það að sitja með fartölvur of lengi ofan á sér er þess vegna varanlegur roði á húð. Mynd:
- Sedentary lifestyle - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 2.12.2014).