Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er rakhnífur Ockhams?

JGÞ

Rakhnífur Ockhams er vel þekkt regla innan vísinda. Hún er kennd við enska heimspekinginn William af Ockham (1285–1345). Í stuttu máli felst hún í því að velja alltaf einföldustu skýringuna þegar völ er á nokkrum hugsanlegum skýringum sem gera fyrirbærunum jafngóð skil. Með rakhnífnum eiga menn þá að skera burt flóknari skýringarnar svo eftir standi aðeins sú sem er einföldust. Þessi aðferðafræðilega regla var nefnd á 19. öld rakhnífur Ockhams.

Í mörgum svörum á Vísindavefnum er rakhníf Ockhams beitt og á nokkrum stöðum er fjallað um hann. Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til? er reglan útskýrð með dæmi:
Rakhnífur Ockhams nefnist vinsæl regla innan vísindanna. Hún segir mönnum að sleppa öllu því sem óþarft er í lýsingu á veröldinni eða fyrirbærum hennar. Dæmi væru staðhæfingar um annan heim sem hefur engin áhrif á þennan. Nú getur vel verið að annar heimur sé til sem engin tengsl hafi við okkar heim. En það er þá engin leið að sanna það eða afsanna og hvort við játumst slíkri tilgátu eða ekki breytir engu um vísindalega skoðun á þessum heimi. Með rakhníf Ockhams á lofti vísum við hugmyndinni um aðra heima af þessum toga til hliðar sem óþarfri, ónýtri í einhverjum skilningi. Það sem ekkert verður vitað um líta vísindamenn ekki endilega svo á að sé ekki til, heldur að ómögulegt og óþarft sé að fjalla um það.

Um Ockham má lesa meira í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er frumspeki?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

14.9.2009

Spyrjandi

Jóhannes Ólafsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er rakhnífur Ockhams?“ Vísindavefurinn, 14. september 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53612.

JGÞ. (2009, 14. september). Hvað er rakhnífur Ockhams? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53612

JGÞ. „Hvað er rakhnífur Ockhams?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53612>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er rakhnífur Ockhams?
Rakhnífur Ockhams er vel þekkt regla innan vísinda. Hún er kennd við enska heimspekinginn William af Ockham (1285–1345). Í stuttu máli felst hún í því að velja alltaf einföldustu skýringuna þegar völ er á nokkrum hugsanlegum skýringum sem gera fyrirbærunum jafngóð skil. Með rakhnífnum eiga menn þá að skera burt flóknari skýringarnar svo eftir standi aðeins sú sem er einföldust. Þessi aðferðafræðilega regla var nefnd á 19. öld rakhnífur Ockhams.

Í mörgum svörum á Vísindavefnum er rakhníf Ockhams beitt og á nokkrum stöðum er fjallað um hann. Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til? er reglan útskýrð með dæmi:
Rakhnífur Ockhams nefnist vinsæl regla innan vísindanna. Hún segir mönnum að sleppa öllu því sem óþarft er í lýsingu á veröldinni eða fyrirbærum hennar. Dæmi væru staðhæfingar um annan heim sem hefur engin áhrif á þennan. Nú getur vel verið að annar heimur sé til sem engin tengsl hafi við okkar heim. En það er þá engin leið að sanna það eða afsanna og hvort við játumst slíkri tilgátu eða ekki breytir engu um vísindalega skoðun á þessum heimi. Með rakhníf Ockhams á lofti vísum við hugmyndinni um aðra heima af þessum toga til hliðar sem óþarfri, ónýtri í einhverjum skilningi. Það sem ekkert verður vitað um líta vísindamenn ekki endilega svo á að sé ekki til, heldur að ómögulegt og óþarft sé að fjalla um það.

Um Ockham má lesa meira í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvað er frumspeki?

Mynd:...