Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Platon?

Geir Þ. Þórarinsson

Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að sennilega eru nokkur bréfanna fölsuð, hugsanlega jafnvel öll, en um það ríkir ekki almennt samkomulag meðal fræðimanna. Þá þykir rit Díogenesar Laertíosar almennt ekki mjög traust heimild. Díogenes getur þó oft eigin heimilda og er ævisaga Platons þar engin undantekning. Meðal þeirra heimilda sem Díogenes nefnir er Erfidrykkja Platons eftir Spevsippos, systurson Platons sjálfs, og ýmis önnur rit frá samtíma Platons. Þessar heimildir hafa því miður ekki varðveist. Aðrar heimildir eru meðal annars lofræða eftir Apuleius (uppi á 2. öld), De Platone eða Um Platon, og ævisögur eftir nýplatonska fræðimenn á 6. öld.

Æskuár

Platon fæddist í Aþenu árið 427 f. Kr. á sjöunda degi þargelíonmánaðar en það var 11. mánuður ársins í mánaðartali Aþenuborgar. Reyndar fæddist Platon samkvæmt sumum heimildum á eynni Ægínu en ekki í Aþenu. Einhver ágreiningur virðist enn fremur hafa verið um fæðingarár hans því samkvæmt sumum heimildum fæddist Platon árið 428 f. Kr. og enn aðrar heimildir segja 429 f. Kr., en síðastnefnda áritalið þykir ósennilegast.

Platon var af auðugum höfðingjaættum. Foreldrar Platons hétu Ariston og Periktione (eða Potone), en sjálfur hét Platon réttu nafni Aristókles, í höfuðið á föðurafa sínum. Leikfimikennari Platons, sem einnig hét Ariston, gaf honum gælunafnið Platon vegna þess hve þrekinn hann var, en platon merkir bókstaflega að vera breiður eða mikill um sig. Platon átti tvo eldri bræður, Adeimantos og Glákon, og eina systur, Potone.

Á unglingsárunum fékkst Platon við myndlist og skáldskap, og samdi svonefnda díþíramba (sem voru díonýsísk kórljóð), lýrísk ljóð og harmleiki. Sagan segir að um tvítugt hafi hann kynnst Sókratesi og ákveðið þá að leggja skáldskapinn á hilluna en einbeita sér að heimspeki í staðinn. Í kjölfarið átti hann að hafa brennt harmleiki sína.


Leikarar í grískum harmleikjum báru oft svipsterkar grímur sem gáfu til kynna hvers konar persónur þeir voru.

Áhrifavaldar

Þegar Platon fæddist geisaði Pelópsskagastríðið, sem lesa má um í svari Skúla Sælands. Þar áttust við borgríkin Aþena og Sparta sem voru mestu herveldin í hinum gríska heimi. Aþena tapaði stríðinu og árið 404 f. Kr. komu Spartverjar á leppstjórn í Aþenu. Sú stjórn gekk undir nafninu þrjátíumenningarnir. Margir ættmenn Platons voru viðriðnir stjórnina, meðal annars Karmídes og Krítías, sem Platon tileinkaði hvorum sína samræðuna. Platon íhugaði þá sjálfur að gerast þátttakandi í stjórnmálum en hikaði við það.

Þrjátíumenningarnir reyndust vera hin versta ógnarstjórn en hún var ekki lengi við lýði. Engu skárri var þó stjórn lýðræðissinna sem tók við af henni rúmu ári síðar, en hún lét taka marga af lífi sem viðriðnir voru leppstjórnina. Þessi gangur stjórnmálanna átti sinn þátt í að móta afstöðu Platons en þó hvergi nærri eins mikið og það sem gerðist árið 399 f. Kr. Þá var Sókrates kærður fyrir að spilla æskulýðnum og trúa ekki á guði borgarinnar en kynna til sögunnar nýja guði. Hann var fundinn sekur og dæmdur til dauða. Sókrates var þá sjötugur að aldri. Hann neitaði að flýja en var þess í stað trúr sjálfum sér og samvisku sinni og tæmdi eiturbikarinn eins og dómurinn kvað á um. Atburður þessi fékk mjög á Platon sem bar takmarkalausa virðingu fyrir kennara sínum. Hrannar Baldursson og Haukur Már Helgason fjalla um Sókrates í svörum sínum við spurningunni 'Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?'

Sikileyjarferðirnar

Í kjölfar dauða Sókratesar yfirgaf Platon Aþenu og lagðist í ferðalög. Hann er sagður hafa farið til Egyptalans og heimsótti Ítalíu, borgirnar Megöru og Kýrenu og fór þrisvar til Sikileyjar. Fyrstu Sikileyjarferðina fór hann um fertugt, eða um árið 387 f. Kr. Þar kynntist hann greindum ungum manni við hirðina, Díoni að nafni. Platon hreifst mjög af Díoni og tók að sér að fræða hann um heimspeki Sókratesar. Urðu þeir góðir vinir og hugsanlega ástvinir en um það er lítið vitað.

Platon sneri fljótlega aftur til Aþenu og tveir áratugir liðu þar til hann fór aftur til Sikileyjar. Ein sagan hermir að eftir fyrstu heimsókn sína hafi Platon verið hnepptur í þrældóm á Sikiley fyrir að móðga harðstjórann Díonýsíos I, en hafi verið svo heppinn að vinir hans keyptu hann lausan. Árið 367 f. Kr. féll Díonýsíos I frá og sonur hans Díonýsíos II tók við völdum. Díon sannfærði Díonýsíos um að bjóða Platoni til Sikileyjar og þótt Platon hafi verið hikandi lét hann eftir að lokum. Díon vonaðist til þess að Platoni tækist gera úr Díonýsíosi fyrirmyndarstjórnanda, „heimspekikonung” að hætti Platons. Þau áform fóru út um þúfur enda var hinn ungi harðstjóri allt annað en móttækilegur fyrir kennslunni. Platon fór til Sikileyjar í þriðja sinn til þess að sætta Díonýsíos og Díon sem þá hafði verið gerður útlægur en tókst það ekki. Borgarastyrjöld geisaði á Sikiley og Díon lét lífið í henni árið 354 f. Kr. Lauk þar með afskiptum Platons af Sikiley.

Akademían

Þegar Platon sneri aftur til Aþenu eftir fyrstu heimsókn sína til Sikileyjar (um árið 387 f. Kr.) stofnaði hann skóla rétt fyrir utan borgina við lund sem helgaður var skógarguðinum Hekademosi. Skólinn dró nafn sitt af lundinum og nefndist upphaflega Hekademía en síðar Akademía. Akademían var æðri menntastofnun þar sem lögð var stund á heimspeki og stærðfræði auk ýmissa annarra fræða. Við Akademíuna starfaði Platon til dauðadags árið 347 f. Kr. Akademían starfaði áfram til ársins 529 þegar Jústiníanus I, keisari austrómverska ríkisins, lét loka henni.

Heimildir og frekari fróðleikur

Á vefnum

  • Plato. Stanford Encyclopedia of Philosophy
  • Plato. The Internet Encyclopedia of Philosophy.

Rit

  • Cooper, John M., „Introduction”, hjá John M. Cooper og D.S. Hutcheson (ritstj.), Plato: Complete Works (Hackett: Indianapolis, 1997).
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Gorgías, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1977/1993): 9-37.
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platon, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991/1997): 9-77.
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy IV: Plato: The Man and His Dialogues, Earlier Period (Cambridge: Cambridge University Press, 1975).
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy V: The Later Plato and the Academy (Cambridge: Cambridge University Press, 1978).

Myndir

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

31.8.2005

Spyrjandi

Sandra Kristinsdóttir, f. 1986
Arna Björk Halldórsdóttir
Kristjana Birgisdóttir
Arna Grönvold, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Platon?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5234.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 31. ágúst). Hver var Platon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5234

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Platon?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5234>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Platon?
Heimildir um ævi Platons eru fremur rýrar. Helstar eru bréfin sem honum eru eignuð, alls þrettán talsins, en einkum er þó Sjöunda bréfið mikilvægt; og ævisaga Platons sem varðveitt er hjá Díogenesi Laertíosi, sagnaritara frá þriðju öld sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að sennilega eru nokkur bréfanna fölsuð, hugsanlega jafnvel öll, en um það ríkir ekki almennt samkomulag meðal fræðimanna. Þá þykir rit Díogenesar Laertíosar almennt ekki mjög traust heimild. Díogenes getur þó oft eigin heimilda og er ævisaga Platons þar engin undantekning. Meðal þeirra heimilda sem Díogenes nefnir er Erfidrykkja Platons eftir Spevsippos, systurson Platons sjálfs, og ýmis önnur rit frá samtíma Platons. Þessar heimildir hafa því miður ekki varðveist. Aðrar heimildir eru meðal annars lofræða eftir Apuleius (uppi á 2. öld), De Platone eða Um Platon, og ævisögur eftir nýplatonska fræðimenn á 6. öld.

Æskuár

Platon fæddist í Aþenu árið 427 f. Kr. á sjöunda degi þargelíonmánaðar en það var 11. mánuður ársins í mánaðartali Aþenuborgar. Reyndar fæddist Platon samkvæmt sumum heimildum á eynni Ægínu en ekki í Aþenu. Einhver ágreiningur virðist enn fremur hafa verið um fæðingarár hans því samkvæmt sumum heimildum fæddist Platon árið 428 f. Kr. og enn aðrar heimildir segja 429 f. Kr., en síðastnefnda áritalið þykir ósennilegast.

Platon var af auðugum höfðingjaættum. Foreldrar Platons hétu Ariston og Periktione (eða Potone), en sjálfur hét Platon réttu nafni Aristókles, í höfuðið á föðurafa sínum. Leikfimikennari Platons, sem einnig hét Ariston, gaf honum gælunafnið Platon vegna þess hve þrekinn hann var, en platon merkir bókstaflega að vera breiður eða mikill um sig. Platon átti tvo eldri bræður, Adeimantos og Glákon, og eina systur, Potone.

Á unglingsárunum fékkst Platon við myndlist og skáldskap, og samdi svonefnda díþíramba (sem voru díonýsísk kórljóð), lýrísk ljóð og harmleiki. Sagan segir að um tvítugt hafi hann kynnst Sókratesi og ákveðið þá að leggja skáldskapinn á hilluna en einbeita sér að heimspeki í staðinn. Í kjölfarið átti hann að hafa brennt harmleiki sína.


Leikarar í grískum harmleikjum báru oft svipsterkar grímur sem gáfu til kynna hvers konar persónur þeir voru.

Áhrifavaldar

Þegar Platon fæddist geisaði Pelópsskagastríðið, sem lesa má um í svari Skúla Sælands. Þar áttust við borgríkin Aþena og Sparta sem voru mestu herveldin í hinum gríska heimi. Aþena tapaði stríðinu og árið 404 f. Kr. komu Spartverjar á leppstjórn í Aþenu. Sú stjórn gekk undir nafninu þrjátíumenningarnir. Margir ættmenn Platons voru viðriðnir stjórnina, meðal annars Karmídes og Krítías, sem Platon tileinkaði hvorum sína samræðuna. Platon íhugaði þá sjálfur að gerast þátttakandi í stjórnmálum en hikaði við það.

Þrjátíumenningarnir reyndust vera hin versta ógnarstjórn en hún var ekki lengi við lýði. Engu skárri var þó stjórn lýðræðissinna sem tók við af henni rúmu ári síðar, en hún lét taka marga af lífi sem viðriðnir voru leppstjórnina. Þessi gangur stjórnmálanna átti sinn þátt í að móta afstöðu Platons en þó hvergi nærri eins mikið og það sem gerðist árið 399 f. Kr. Þá var Sókrates kærður fyrir að spilla æskulýðnum og trúa ekki á guði borgarinnar en kynna til sögunnar nýja guði. Hann var fundinn sekur og dæmdur til dauða. Sókrates var þá sjötugur að aldri. Hann neitaði að flýja en var þess í stað trúr sjálfum sér og samvisku sinni og tæmdi eiturbikarinn eins og dómurinn kvað á um. Atburður þessi fékk mjög á Platon sem bar takmarkalausa virðingu fyrir kennara sínum. Hrannar Baldursson og Haukur Már Helgason fjalla um Sókrates í svörum sínum við spurningunni 'Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?'

Sikileyjarferðirnar

Í kjölfar dauða Sókratesar yfirgaf Platon Aþenu og lagðist í ferðalög. Hann er sagður hafa farið til Egyptalans og heimsótti Ítalíu, borgirnar Megöru og Kýrenu og fór þrisvar til Sikileyjar. Fyrstu Sikileyjarferðina fór hann um fertugt, eða um árið 387 f. Kr. Þar kynntist hann greindum ungum manni við hirðina, Díoni að nafni. Platon hreifst mjög af Díoni og tók að sér að fræða hann um heimspeki Sókratesar. Urðu þeir góðir vinir og hugsanlega ástvinir en um það er lítið vitað.

Platon sneri fljótlega aftur til Aþenu og tveir áratugir liðu þar til hann fór aftur til Sikileyjar. Ein sagan hermir að eftir fyrstu heimsókn sína hafi Platon verið hnepptur í þrældóm á Sikiley fyrir að móðga harðstjórann Díonýsíos I, en hafi verið svo heppinn að vinir hans keyptu hann lausan. Árið 367 f. Kr. féll Díonýsíos I frá og sonur hans Díonýsíos II tók við völdum. Díon sannfærði Díonýsíos um að bjóða Platoni til Sikileyjar og þótt Platon hafi verið hikandi lét hann eftir að lokum. Díon vonaðist til þess að Platoni tækist gera úr Díonýsíosi fyrirmyndarstjórnanda, „heimspekikonung” að hætti Platons. Þau áform fóru út um þúfur enda var hinn ungi harðstjóri allt annað en móttækilegur fyrir kennslunni. Platon fór til Sikileyjar í þriðja sinn til þess að sætta Díonýsíos og Díon sem þá hafði verið gerður útlægur en tókst það ekki. Borgarastyrjöld geisaði á Sikiley og Díon lét lífið í henni árið 354 f. Kr. Lauk þar með afskiptum Platons af Sikiley.

Akademían

Þegar Platon sneri aftur til Aþenu eftir fyrstu heimsókn sína til Sikileyjar (um árið 387 f. Kr.) stofnaði hann skóla rétt fyrir utan borgina við lund sem helgaður var skógarguðinum Hekademosi. Skólinn dró nafn sitt af lundinum og nefndist upphaflega Hekademía en síðar Akademía. Akademían var æðri menntastofnun þar sem lögð var stund á heimspeki og stærðfræði auk ýmissa annarra fræða. Við Akademíuna starfaði Platon til dauðadags árið 347 f. Kr. Akademían starfaði áfram til ársins 529 þegar Jústiníanus I, keisari austrómverska ríkisins, lét loka henni.

Heimildir og frekari fróðleikur

Á vefnum

  • Plato. Stanford Encyclopedia of Philosophy
  • Plato. The Internet Encyclopedia of Philosophy.

Rit

  • Cooper, John M., „Introduction”, hjá John M. Cooper og D.S. Hutcheson (ritstj.), Plato: Complete Works (Hackett: Indianapolis, 1997).
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platón, Gorgías, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1977/1993): 9-37.
  • Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Inngangur” í Platon, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson (þýð.), (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991/1997): 9-77.
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy IV: Plato: The Man and His Dialogues, Earlier Period (Cambridge: Cambridge University Press, 1975).
  • Guthrie, W.K.C., A History of Greek Philosophy V: The Later Plato and the Academy (Cambridge: Cambridge University Press, 1978).

Myndir

...