Ólífur eru holl fæða. Þær eru ríkar af einómettuðum fitusýrum, E-vítamíni, járni og trefjum. Svartar eða fjólubláar ólífur innihalda efnasambandið anthocíanín (anthocyanin) en það er vatnsleysanlegt litarefni sem gefur ólífunum dökkan lit. Nær öll heimsframleiðsla á ólífum fer fram við Miðjarðarhaf. Spánn er nú mesti ólífuframleiðandi heims með rúmlega 6 milljónir tonna. Því næst kemur Ítalía með 3,5 milljónir tonna og Grikkland með rúm 2,4 milljónir tonna. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?
- Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
- Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?
- Hvernig og hvar vex ananas?