Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?

Ari Ólafsson

Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (ultraviolet; útfjólublátt). Algengast er að þetta séu kvikasilfurs-úthleðslulampar líkt og venjuleg flúrljósarör, en rörið er húðað innan með efni sem drekkur í sig ljós á sýnilega bilinu en hleypir því útfjólubláa í gegn. Venjuleg flúrljósarör eru hins vegar húðuð með efni sem deyfir útfjólublátt ljós en hleypir því sýnilega í gegn og nýtir reyndar útfjólubláa ljósið til að framleiða sýnilegt ljós með aðferðum sem lýst verður hér á eftir.

Sum efni geta gleypt ljóseind af einhverri öldulengd og síðan losað sig við hluta af umframorkunni sem efnið situr á með því að senda frá sér ljóseind með lengri öldulengd og þar með minni orku en upphaflega ljóseindin hafði. Efnið er þá sagt flúrljómandi. Endurskinsmerki hafa þennan eiginleika. Litur ljóssins endurspeglar öldulengdina. Á sýnilega bilinu er rautt ljós með lengsta öldulengd og ljóseindir þess með minnsta orku en fjólublátt með stystu öldulengd og mesta orku. Litaröðin í regnboganum endurspeglar öldulengdarröðina.

Gult endurskinsmerki notar ljóseindir og orku úr bláa hlutanum í hvítum ljósgeisla til að senda frá sér gular ljóseindir. Þegar lýst er á gult endurskinsmerki með rauðum ljósgeisla svarar það ekki með gulum lit vegna þess að ljóseindirnar í rauða ljósinu hafa minni orku en í því gula og úr þeim getur því ekki orðið gult ljós.

Flúrljómandi myndir eru stundum prentaðar á frímerki, peningaseðla og skilríki til að auðvelda leit að fölsunum og eftirlíkingum. Myndirnar sjást aðeins í ljósi frá black light-lampa. Frímerkjasalar hafa því flestir black light-lampa til sölu.


Hér hefur verið reynt að hylja blóðbletti sem engu að síður sjást vel með útfjólubláu ljósi, á myndinni til hægri.

Margir líkamsvessar eru flúrljómandi á sýnilega sviðinu. Eitt dæmi er sæði. En blóð er ekki flúrljómandi. Glæparannsóknafólkið þarf því að nota efni sem verður flúrljómandi þegar það hvarfast við blóð. Þetta efni kallast fluorescein og lýsir með appelsínugulum lit. Efninu er úðað yfir flötinn sem er til rannsóknar og það verður flúrljómandi þar sem það kemst í snertingu við blóð. Ljósgjafinn sem notaður er til að örva fluorescein þarf að innihalda öldulengdir í kringum 450nm, sem svarar til fjólublás litar og má ekki innihalda öldulengdir í grennd við 600nm sem svarar til appelsínuguls litar. Flúrljómunin er síðan skoðuð með hlífðargleraugum sem aðeins hleypa appelsínugula hluta litrófsins í gegn. Við myndatöku er notuð tilsvarandi litasía á myndavélina. Blóðblettirnir koma fram sem appelsínugular skellur á dekkri bakgrunni. Þessa aðferð til að finna blóðbletti er hægt að nota í dagsbirtu.

Önnur og eldri aðferð til að gera blóðbletti sýnilega nýtir fyrirbæri sem er kallað hvarfljómun (e. chemiluminescence). Þá er efninu Luminol úðað á flötinn þar sem það hvarfast við blóðið. Myndefnið, sem er afrakstur hvarfsins, er í örvuðu ástandi þegar það myndast og losar sig við umfram orku með því að senda frá sér bláleitar ljóseindir. Hér þarf því ekki ytri ljósgjafa eins og fyrir flúrljómunina, þvert á móti kallar aðferðin á myrkvun til að greina hvarfljómunina frá umhverfisljósi. Hvarfljómunin endist í þessu tilfelli aðeins í nokkrar sekúndur svo einungis er hægt að skoða lítil svæði í einu og myndataka er erfið vegna rökkurs og lítils svigrúms í tíma.


Blóðblettir gerðir sýnilegir með hvarfljómun.

Gulgrænir ljósastautar sem oft eru seldir á útihátíðum nýta hvarfljómun til ljósframleiðslu. Þeir innihalda tvö efni sem í byrjun eru aðskilin með skilvegg. Þegar veggurinn er brotinn og efnin blandast og hvarfast fer stauturinn að lýsa. Um þetta má lesa meira í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Frekara lesefni:

Myndir:

Spurningin frá Stefáni Mána hljóðaði svona í heild sinni:
Þegar tæknideildir rannsaka glæpavettvang er stundum notað sérstakt ljós sem getur kallað fram blóðbletti sem ekki sjást með berum augum. Hvers konar ljós er um að ræða? Hvað heitir það og hvernig virkar það?

Og spurning Öldu:
Af hverju nota rannsóknarmenn í þáttum eins og CSI alltaf vasaljós þegar þeir eru að skoða glæpavettvang? Er ekki betra að kveikja ljósin?

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.1.2009

Spyrjandi

Stefán Máni Sigþórsson
Alda Úlfarsdóttir

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2009, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51172.

Ari Ólafsson. (2009, 28. janúar). Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51172

Ari Ólafsson. „Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2009. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51172>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?
Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (ultraviolet; útfjólublátt). Algengast er að þetta séu kvikasilfurs-úthleðslulampar líkt og venjuleg flúrljósarör, en rörið er húðað innan með efni sem drekkur í sig ljós á sýnilega bilinu en hleypir því útfjólubláa í gegn. Venjuleg flúrljósarör eru hins vegar húðuð með efni sem deyfir útfjólublátt ljós en hleypir því sýnilega í gegn og nýtir reyndar útfjólubláa ljósið til að framleiða sýnilegt ljós með aðferðum sem lýst verður hér á eftir.

Sum efni geta gleypt ljóseind af einhverri öldulengd og síðan losað sig við hluta af umframorkunni sem efnið situr á með því að senda frá sér ljóseind með lengri öldulengd og þar með minni orku en upphaflega ljóseindin hafði. Efnið er þá sagt flúrljómandi. Endurskinsmerki hafa þennan eiginleika. Litur ljóssins endurspeglar öldulengdina. Á sýnilega bilinu er rautt ljós með lengsta öldulengd og ljóseindir þess með minnsta orku en fjólublátt með stystu öldulengd og mesta orku. Litaröðin í regnboganum endurspeglar öldulengdarröðina.

Gult endurskinsmerki notar ljóseindir og orku úr bláa hlutanum í hvítum ljósgeisla til að senda frá sér gular ljóseindir. Þegar lýst er á gult endurskinsmerki með rauðum ljósgeisla svarar það ekki með gulum lit vegna þess að ljóseindirnar í rauða ljósinu hafa minni orku en í því gula og úr þeim getur því ekki orðið gult ljós.

Flúrljómandi myndir eru stundum prentaðar á frímerki, peningaseðla og skilríki til að auðvelda leit að fölsunum og eftirlíkingum. Myndirnar sjást aðeins í ljósi frá black light-lampa. Frímerkjasalar hafa því flestir black light-lampa til sölu.


Hér hefur verið reynt að hylja blóðbletti sem engu að síður sjást vel með útfjólubláu ljósi, á myndinni til hægri.

Margir líkamsvessar eru flúrljómandi á sýnilega sviðinu. Eitt dæmi er sæði. En blóð er ekki flúrljómandi. Glæparannsóknafólkið þarf því að nota efni sem verður flúrljómandi þegar það hvarfast við blóð. Þetta efni kallast fluorescein og lýsir með appelsínugulum lit. Efninu er úðað yfir flötinn sem er til rannsóknar og það verður flúrljómandi þar sem það kemst í snertingu við blóð. Ljósgjafinn sem notaður er til að örva fluorescein þarf að innihalda öldulengdir í kringum 450nm, sem svarar til fjólublás litar og má ekki innihalda öldulengdir í grennd við 600nm sem svarar til appelsínuguls litar. Flúrljómunin er síðan skoðuð með hlífðargleraugum sem aðeins hleypa appelsínugula hluta litrófsins í gegn. Við myndatöku er notuð tilsvarandi litasía á myndavélina. Blóðblettirnir koma fram sem appelsínugular skellur á dekkri bakgrunni. Þessa aðferð til að finna blóðbletti er hægt að nota í dagsbirtu.

Önnur og eldri aðferð til að gera blóðbletti sýnilega nýtir fyrirbæri sem er kallað hvarfljómun (e. chemiluminescence). Þá er efninu Luminol úðað á flötinn þar sem það hvarfast við blóðið. Myndefnið, sem er afrakstur hvarfsins, er í örvuðu ástandi þegar það myndast og losar sig við umfram orku með því að senda frá sér bláleitar ljóseindir. Hér þarf því ekki ytri ljósgjafa eins og fyrir flúrljómunina, þvert á móti kallar aðferðin á myrkvun til að greina hvarfljómunina frá umhverfisljósi. Hvarfljómunin endist í þessu tilfelli aðeins í nokkrar sekúndur svo einungis er hægt að skoða lítil svæði í einu og myndataka er erfið vegna rökkurs og lítils svigrúms í tíma.


Blóðblettir gerðir sýnilegir með hvarfljómun.

Gulgrænir ljósastautar sem oft eru seldir á útihátíðum nýta hvarfljómun til ljósframleiðslu. Þeir innihalda tvö efni sem í byrjun eru aðskilin með skilvegg. Þegar veggurinn er brotinn og efnin blandast og hvarfast fer stauturinn að lýsa. Um þetta má lesa meira í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Af hverju lýsa sjálflýsandi armbönd og þess háttar?

Frekara lesefni:

Myndir:

Spurningin frá Stefáni Mána hljóðaði svona í heild sinni:
Þegar tæknideildir rannsaka glæpavettvang er stundum notað sérstakt ljós sem getur kallað fram blóðbletti sem ekki sjást með berum augum. Hvers konar ljós er um að ræða? Hvað heitir það og hvernig virkar það?

Og spurning Öldu:
Af hverju nota rannsóknarmenn í þáttum eins og CSI alltaf vasaljós þegar þeir eru að skoða glæpavettvang? Er ekki betra að kveikja ljósin?
...