Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli. Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að árið 1975 var flatarmál hennar komið niður í 2,0 km2. Á síðustu árum hefur rofið aftur á móti minnkað og er nú að jafnaði um einn hektari á ári. Árið 2002 var flatarmál Surtseyjar 1,4 km2 sem er aðeins 52% af stærð hennar við goslok. Útreikningar vísindamanna benda til þess að eftir um 160 ár verði öll gjóska sorfin í burtu og að aðeins muni standa eftir hinn harði móbergskjarni eyjarinnar. Á Vísindavefnum er að finna fleiri tengd svör, til dæmis:
- Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? eftir Olgeir Sigmarsson.
- Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu? eftir Sigurð Steinþórsson.
- Hvernig myndast sjávarrof við Ísland? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum? eftir Sigurð Steinþórsson.
- Surtsey. Encyclopædia Britannica Online.
- Sveinn P. Jakobsson. Jarðfræði: Rof eyjunnar. Surtseyjarfélagið.
- Volcanic eruption in Surtsey.
- Myndin er af síðunni Náttúruhamfarir og mannlíf.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.