Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Surtsey stór?

Sölvi Logason


Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli.

Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að árið 1975 var flatarmál hennar komið niður í 2,0 km2. Á síðustu árum hefur rofið aftur á móti minnkað og er nú að jafnaði um einn hektari á ári. Árið 2002 var flatarmál Surtseyjar 1,4 km2 sem er aðeins 52% af stærð hennar við goslok.

Útreikningar vísindamanna benda til þess að eftir um 160 ár verði öll gjóska sorfin í burtu og að aðeins muni standa eftir hinn harði móbergskjarni eyjarinnar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri tengd svör, til dæmis:

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.6.2005

Spyrjandi

Inga María, f. 1994

Tilvísun

Sölvi Logason. „Hvað er Surtsey stór?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5092.

Sölvi Logason. (2005, 27. júní). Hvað er Surtsey stór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5092

Sölvi Logason. „Hvað er Surtsey stór?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5092>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Surtsey stór?

Þann 14. nóvember 1963 hófst neðansjávareldgos á 160 metra dýpi suðvestur af Heimaey. Myndaðist þá eyjan Surtsey. Við lok gossins var eyjan 171 metri á hæð og 2,7 km2 að flatarmáli.

Vegna mikils sjávarrofs fyrstu árin eftir gosið minnkaði flatarmál Surtseyjar um 3-20 hektara á ári með þeim afleiðingum að árið 1975 var flatarmál hennar komið niður í 2,0 km2. Á síðustu árum hefur rofið aftur á móti minnkað og er nú að jafnaði um einn hektari á ári. Árið 2002 var flatarmál Surtseyjar 1,4 km2 sem er aðeins 52% af stærð hennar við goslok.

Útreikningar vísindamanna benda til þess að eftir um 160 ár verði öll gjóska sorfin í burtu og að aðeins muni standa eftir hinn harði móbergskjarni eyjarinnar.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri tengd svör, til dæmis:

Heimild og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005....