Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þeir félagar Tímon og Púmba eru þekktar teiknimyndapersónur úr kvikmyndinni um konung ljónanna (The Lion King) og þeir komu síðar fram í annarri teiknimynd, þá í aðalhlutverkum.
Tímon er jarðköttur og við höfum fjallað um þetta afríska spendýr í svari við spurningunni Hvert er íslenska heitið á Meerkat?
Jarðkettir, en slík dýr eru fyrirmyndin að Tímoni sem upprunalega kom fram í myndinni um konung ljónanna (The Lion King).
Púmba er vörtusvín (Phacochoerus aethiopicus) en það er spendýr af allt annarri dýrategund en jarðköttur. Báðar tegundirnar finnast á stjaktrjáasléttum (savanna) í austurhluta Afríku og eru tiltölulega algengar á þeim slóðum. Ekki eru þó neinar heimildir um það að náin vinátta hafi tekist á milli einstaklinga þessara tegunda líkt og í teiknimyndunum en náttúran kemur okkur sífellt á óvart.
Afríska sléttuvörtusvínið er fyrirmynd teiknimyndapersónunnar Púmbu.
Jón Már Halldórsson. „Til hvaða dýrategunda teljast Tímon og Púmba?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4967.
Jón Már Halldórsson. (2005, 28. apríl). Til hvaða dýrategunda teljast Tímon og Púmba? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4967
Jón Már Halldórsson. „Til hvaða dýrategunda teljast Tímon og Púmba?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4967>.