Lat. Suricata suricatta. Heitið er ekki marköttur en dýrið virðist falla undir mongús flokkinn.Hér er um að ræða tegund af ætt þefkatta (Viverridae). Þefkettir eru fjölskipuð ætt smávaxinna rándýra og telur nú um 70 tegundir. Dýr af tegundinni Suricata suricatta hafa verið nefnd jarðkettir á íslensku. Þetta eru sérkennileg dýr með eitt ríkasta hópeðli sem þekkist meðal dýra ættbálksins. Þau lifa meðal annars á hrjóstrugum svæðum við jaðra eyðimarka Namibíu. Dýrin halda sig 20-30 í hóp sem grefur sér neðanjarðarbyrgi. Það er bæði notað til svefns og þegar hætta vofir yfir, svo sem við árásir ránfugla. Yfirleitt eru einstök dýr í varðstöðu og standa þá þráðbeint upp í loftið á afturfótunum á meðan önnur dýr róta eftir laukum eða annarri fæðu sem þau finna í jarðveginum.
Hvert er íslenska heitið á Meerkat?
Útgáfudagur
2.1.2004
Spyrjandi
Dagur Gunnarsson
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska heitið á Meerkat?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3937.
Jón Már Halldórsson. (2004, 2. janúar). Hvert er íslenska heitið á Meerkat? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3937
Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska heitið á Meerkat?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3937>.