Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Líkamsfrumur dýra og plantna eru yfirleitt tvílitna, það er með tvö eintök af hverjum litningi en oftast eru samstæðu litningarnir tveir ólíkir um breytingar í fjölmörgum genumerfðaefnisins. Ekki er útilokað að mistök í frumuskiptingu geti orðið til þess að tveir nákvæmlega eins litningar lendi í sömu frumu en þá yrði einum litningi ofaukið í frumunni. Það er kallað þrístæða litnings. Hjá dýrum hefur slíkt yfirleitt mjög slæmar afleiðingar og þrístæður um flesta litninga mannsins nema kynlitningana eru banvænar. Plöntur þola þrístæður hins vegar betur þótt þær geti breytt útlitseinkennum þeirra.
Hjá plöntum er nokkuð algengt að fram komi ferlitna frumur sem hafa þá tvö nákvæmlega eins eintök af hverjum litningi tvílitna litningamengi plöntunnar. Ekki virðist það brengla frumustarfsemina. Plöntur sem eru að fullu ferlitna geta líka komið fram. Rekja má uppruna margra plöntutegunda til ferlitnunar en þá er reyndar oftast um að ræða svonefnda blandaða ferlitnun þar sem nokkuð fjarskyldar tegundir hafa æxlast saman og síðar orðið tvöföldun á litningamengjum þeirra.
Hægt er með brögðum að fá einlitna frjókorn plöntu til að spíra og verða að fullvaxta einlitna plöntu. Síðan er hægt að tvöfalda litningatölu í ákveðnum frumum plöntunnar og upp getur vaxið tvílitna planta. Í frumum hennar eru samstæðir litningar nákvæmlega eins.
Sú arfblendni sem yfirleitt fylgir tvílitna tegundum er einstaklingum tegundarinnar ekki nauðsynleg. Hins vegar má ætla að hún sé tegundinni mikilvæg þegar til lengri tíma er litið. Hún eykur væntanlega möguleika hennar til að bregðast við breytilegum lífsskilyrðum.
Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um litningavíxl? og svör Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunum Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning? og Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?
Guðmundur Eggertsson. „Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4598.
Guðmundur Eggertsson. (2004, 8. nóvember). Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4598
Guðmundur Eggertsson. „Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4598>.