Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verðum við svöng?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu.

Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða mettunarstöð sem framkallar seddutilfinningu. Ef hún er áreitt hefur dýrið enga lyst. Dýr sem hefur verið svelt dögum saman snertir ekki mat þegar seddustöð þess er rafert.

Þetta er þó töluverð einföldun því í raun er um flókið kerfi að ræða þar sem önnur svæði heilans, heilabörkur, heilastofn og randkerfið, koma einnig við sögu og kallast kerfið í heild matráður. Ekki er alltaf ljóst hvaða breytingar það eru sem verka á matráðinn en talið er að hann greini margskonar boð frá líkamanum og setji saman úr þeim heildarmynd af næringarþörfinni hverju sinni.

Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum þeirra líffræðilegu þátta sem hafa áhrif á svengd. Gengið er út frá því að beint samband sé á milli hungurtilfinningar og neyslu fæðu og að soltinn maður eða dýr hætti að neyta matar þegar ákveðinni mettun er náð.

Fyrst má nefna blóðsykurmagn. Ef það lækkar eykst neyslan, líklega vegna þess að svengdarstöðin verður fyrir áreiti. Ef blóðsykurmagnið hækkar áreitir það seddustöðina nægilega til þess að hún hindri svengdarstöðina og fæðuinntaka hættir.

Á sama hátt eykst neysla fæðu ef lítið er af amínósýrum í blóði og minnkar ef mikið er af þeim, en áhrifin eru mun minni en áhrif blóðsykurs.

Eftir því sem fituvefur í líkamanum eykst dregur úr neyslu, en sú kenning hefur verið sett fram að efni frá fituvef örvi seddustöðina og tempri boð frá svengdarstöðinni.

Í fjórða lagi má nefna að líkamshiti hefur áhrif á neyslu. Kuldi eykur á svengd á meðan hiti dregur úr hungurtilfinningunni.

Þensla í meltingarveginum, einkum í maga og skeifugörn, hefur ennfremur áhrif á neyslu. Þegar tognar á þessum líffærum vaknar viðbragð sem endar með örvun seddustöðvar og hindrar boð frá svengdarstöð.

Meltingarhormónið kólesystókínín sem er seytt frá slímhúð smáþarma þegar þríglýseríð berast þangað dregur einnig úr neyslu fæðu.

Umfjöllunin hér hefur einskorðast við líkamlegar frumþarfir en algjörlega hefur verið litið fram hjá sálrænum þáttum sem geta tekið völdin af þeim ferlum sem stjórna neyslu undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist til dæmis við lystarstol (e. anorexia nervosa) og lotugræðgi (e. bulimia).

Einnig er alveg litið fram hjá þeirri staðreynd að stundum borðum við án þess að vera í rauninni svöng, eða hver kannast ekki við að hafa fengið sér aðeins meira á diskinn eða eina sneið í viðbót þó svo að líkaminn sendi okkur þau boð að nú sé komið nóg?

Heimildir:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings
  • Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði. Reykjavík: Iðnú
Einnig má benda á pistilinn Hreyfiöfl svengdarinnar á doktor.is

Höfundur

Útgáfudagur

1.10.2003

Spyrjandi

Karítas Sandholt, f. 1995

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verðum við svöng?“ Vísindavefurinn, 1. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3770.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 1. október). Hvers vegna verðum við svöng? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3770

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verðum við svöng?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3770>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verðum við svöng?
Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu.

Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða mettunarstöð sem framkallar seddutilfinningu. Ef hún er áreitt hefur dýrið enga lyst. Dýr sem hefur verið svelt dögum saman snertir ekki mat þegar seddustöð þess er rafert.

Þetta er þó töluverð einföldun því í raun er um flókið kerfi að ræða þar sem önnur svæði heilans, heilabörkur, heilastofn og randkerfið, koma einnig við sögu og kallast kerfið í heild matráður. Ekki er alltaf ljóst hvaða breytingar það eru sem verka á matráðinn en talið er að hann greini margskonar boð frá líkamanum og setji saman úr þeim heildarmynd af næringarþörfinni hverju sinni.

Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum þeirra líffræðilegu þátta sem hafa áhrif á svengd. Gengið er út frá því að beint samband sé á milli hungurtilfinningar og neyslu fæðu og að soltinn maður eða dýr hætti að neyta matar þegar ákveðinni mettun er náð.

Fyrst má nefna blóðsykurmagn. Ef það lækkar eykst neyslan, líklega vegna þess að svengdarstöðin verður fyrir áreiti. Ef blóðsykurmagnið hækkar áreitir það seddustöðina nægilega til þess að hún hindri svengdarstöðina og fæðuinntaka hættir.

Á sama hátt eykst neysla fæðu ef lítið er af amínósýrum í blóði og minnkar ef mikið er af þeim, en áhrifin eru mun minni en áhrif blóðsykurs.

Eftir því sem fituvefur í líkamanum eykst dregur úr neyslu, en sú kenning hefur verið sett fram að efni frá fituvef örvi seddustöðina og tempri boð frá svengdarstöðinni.

Í fjórða lagi má nefna að líkamshiti hefur áhrif á neyslu. Kuldi eykur á svengd á meðan hiti dregur úr hungurtilfinningunni.

Þensla í meltingarveginum, einkum í maga og skeifugörn, hefur ennfremur áhrif á neyslu. Þegar tognar á þessum líffærum vaknar viðbragð sem endar með örvun seddustöðvar og hindrar boð frá svengdarstöð.

Meltingarhormónið kólesystókínín sem er seytt frá slímhúð smáþarma þegar þríglýseríð berast þangað dregur einnig úr neyslu fæðu.

Umfjöllunin hér hefur einskorðast við líkamlegar frumþarfir en algjörlega hefur verið litið fram hjá sálrænum þáttum sem geta tekið völdin af þeim ferlum sem stjórna neyslu undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist til dæmis við lystarstol (e. anorexia nervosa) og lotugræðgi (e. bulimia).

Einnig er alveg litið fram hjá þeirri staðreynd að stundum borðum við án þess að vera í rauninni svöng, eða hver kannast ekki við að hafa fengið sér aðeins meira á diskinn eða eina sneið í viðbót þó svo að líkaminn sendi okkur þau boð að nú sé komið nóg?

Heimildir:
  • Tortora, Gerard J. (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings
  • Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði. Reykjavík: Iðnú
Einnig má benda á pistilinn Hreyfiöfl svengdarinnar á doktor.is...