Þriðja ríkið er íslenskun á þýska heitinu Drittes Reich, sem nasistar notuðu um veldi sitt í Þýskalandi í aðdraganda og á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Með því er vísað til þess að veldi nasista átti að vera arftaki tveggja þýskra stórvelda, Heilaga rómverska ríkisins (843-1806) og Þýska keisaraveldisins (1871-1918). Þetta var hluti af loforði nasistaflokksins að hefja Þýskaland aftur til vegs og virðingar eftir niðurlægingu fyrri heimsstyrjaldarinnar.Af hverju heitir/hét Þýskaland þriðja ríkið? Af hverju kallaði Hitler sig „þriðja ríkið“? Af hverju var nasistaríki Adolfs Hitlers kallað þriðja ríkið? Af hverju hét Þýskaland Þriðja ríkið í seinni heimstyriöldinni?
- Swastikas Flags Berlin. Myndin er fengin af Pixabay.com og birt undir leyfinu Simplified Pixabay License. (Sótt 29. júní 2021.)