Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið?

EMB

Til eru mismunandi kenningar um uppruna nafnsins Afríka á þeirri heimsálfu. Nafnið mun vera komið úr latínu. Rómverjar notuðu það um norðurströnd Afríku en síðar hefur þróunin orðið sú að það var notað um alla álfuna.

Latneska orðið aprica þýðir 'sólríkur' og gríska orðið afrike þýðir 'án kulda' og hafa bæði verið tilnefnd sem hugsanlegar skýringar á heitinu Afríka.

Einnig er sagt að Rómverjarnir hafi notað nafnið Afríga yfir svæði sunnar í Afríku, en suður af Karþagó (þar sem nú er Túnis) bjuggu Berbar sem kallaðir voru Afrígar. Hugsanlega er það heiti tengt arabíska orðinu afer sem mun þýða 'dust' eða 'sandryk'.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

7.6.2001

Spyrjandi

Torfi Kristjánsson

Tilvísun

EMB. „Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1682.

EMB. (2001, 7. júní). Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1682

EMB. „Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1682>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið?
Til eru mismunandi kenningar um uppruna nafnsins Afríka á þeirri heimsálfu. Nafnið mun vera komið úr latínu. Rómverjar notuðu það um norðurströnd Afríku en síðar hefur þróunin orðið sú að það var notað um alla álfuna.

Latneska orðið aprica þýðir 'sólríkur' og gríska orðið afrike þýðir 'án kulda' og hafa bæði verið tilnefnd sem hugsanlegar skýringar á heitinu Afríka.

Einnig er sagt að Rómverjarnir hafi notað nafnið Afríga yfir svæði sunnar í Afríku, en suður af Karþagó (þar sem nú er Túnis) bjuggu Berbar sem kallaðir voru Afrígar. Hugsanlega er það heiti tengt arabíska orðinu afer sem mun þýða 'dust' eða 'sandryk'.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: