Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Margir hagfræðingar telja eðlilegt að gera ráð fyrir að gengi gjaldmiðla hljóti að leita í svokallað kaupmáttarjafnvægi (e. purchasing power parity) þegar til (mjög) langs tíma er litið. Með því er átt við að ákveðin upphæð hafi sama kaupmátt á ólíkum svæðum þegar búið er að breyta henni í gjaldmiðil hvers svæðis á ríkjandi gengi. Ef tíu íslenskar krónur fást fyrir hverja danska ætti þannig að vera hægt að kaupa fyrir hverja íslenska krónu (á Íslandi) um það bil einn tíunda þess sem hægt er að kaupa fyrir danska krónu (í Danmörku).
Hugmyndin að baki þessu er einföld: Ef ákveðin vara er ódýrari í einu landi en öðru mun fólk sjá sér hag í að flytja hana milli landa. Það eykur spurn eftir vörunni og dregur úr framboði þar sem hún var ódýr og eykur framboð þar sem hún var dýr uns verðið er það sama á báðum stöðum.
Ýmislegt getur komið í veg fyrir að þetta gangi eftir, meðal annars ýmiss konar viðskiptakostnaður og hömlur á milliríkjaviðskiptum. Margar vörur og ýmiss konar þjónusta gengur alls ekki kaupum og sölu milli landa. Reglan um kaupmáttarjafnvægi er þó stundum notuð til að spá fyrir um gengisþróun. Ef verðlag er orðið mjög lágt í einu landi miðað við annað sem telst nógu sambærilegt er því spáð að gengi gjaldmiðils fyrrnefnda landsins muni hækka, mælt í gjaldmiðli síðarnefnda landsins. Slíkar spár eru yfirleitt ekki mjög haldgóðar, en þó ívið skárri til langs tíma en skamms.
Frekara lesefni á Vísindavefnum: