Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið?

Emelía Eiríksdóttir

Í stuttu máli er svarið já.

Öll frumefnin, að undanskildum tveimur, eru annaðhvort í storku- eða gasham við staðalaðstæður, það er eina loftþyngd (1 atm) og 25°C. Bróm og kvikasilfur eru einu frumefnin sem eru í vökvaham við staðalaðstæður.

Hægt er að þétta öll frumefnin sem eru í gasham í vökva við eina loftþyngd. Alla þessa vökva, auk bróms og kvikasilfurs en að undanskildu helíni, er svo hægt að frysta, það er færa í storkuham, við eina loftþyngd. Helín er hins vegar hægt að frysta við aukinn þrýsting.

Öll frumefnin sem eru í storkuham fara í vökvaham ef þau eru hituð nægilega og við enn meiri hita fara þau í gasham. Reyndar er bræðslu- og suðumark fjölmargra þyngstu frumefnanna óþekkt þar sem einungis örfáar frumeindir hafa verið búnar til af mörgum þeirra, auk þess sem þau eru afar óstöðug. Það er því erfitt að ákvarða bræðslu- og suðumark þeirra.

Þessi útgáfa af lotukerfinu er frá IUPAC, dagsett 1. maí 2013.

Í svari við spurningunni Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna? er hægt að skoða bræðslu- og suðumark allra frumefnanna eftir vaxandi gildum. Með lotukerfið sér við hlið er hægt sjá hversu líka eiginleika frumefni í sama flokki hafa. Til dæmis sést að þau frumefni sem hafa hvað lægst bræðslu- og suðumark eru meðal annars eðallofttegundirnar (e. noble gases) í 18. flokki (lengst til hægri). Eðalloftegundirnar eru allar einatóma við staðalaðstæður, enda gildissvigrúm (e. valence orbitals) þeirra fullskipuð og frumefnin því afar óhvarfgjörn; kraftar milli frumeindanna eru því mjög veikir eins og bræðslu- og suðumark þeirra sýna.

Annað áberandi er að málmleysingjarnir hafa almennt mun lægra suðumark en málmarnir. Þó bera tveir léttir málmleysingjar af með suðumark upp á 4827°C og 3927°C. Þetta er kolefni á formi demants en það er harðasta náttúrulega efni sem vitað er um og bór. Hliðarmálmarnir (e. transition metals), lanþaníðarnir (næstneðsta lotan) og aktíníðarnir (neðsta lotan) eru annars með hvað hæst suðumark af frumefnum lotukerfisins.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.9.2013

Spyrjandi

Gunnlaugur Helgason

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið?“ Vísindavefurinn, 19. september 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11650.

Emelía Eiríksdóttir. (2013, 19. september). Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11650

Emelía Eiríksdóttir. „Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11650>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið?
Í stuttu máli er svarið já.

Öll frumefnin, að undanskildum tveimur, eru annaðhvort í storku- eða gasham við staðalaðstæður, það er eina loftþyngd (1 atm) og 25°C. Bróm og kvikasilfur eru einu frumefnin sem eru í vökvaham við staðalaðstæður.

Hægt er að þétta öll frumefnin sem eru í gasham í vökva við eina loftþyngd. Alla þessa vökva, auk bróms og kvikasilfurs en að undanskildu helíni, er svo hægt að frysta, það er færa í storkuham, við eina loftþyngd. Helín er hins vegar hægt að frysta við aukinn þrýsting.

Öll frumefnin sem eru í storkuham fara í vökvaham ef þau eru hituð nægilega og við enn meiri hita fara þau í gasham. Reyndar er bræðslu- og suðumark fjölmargra þyngstu frumefnanna óþekkt þar sem einungis örfáar frumeindir hafa verið búnar til af mörgum þeirra, auk þess sem þau eru afar óstöðug. Það er því erfitt að ákvarða bræðslu- og suðumark þeirra.

Þessi útgáfa af lotukerfinu er frá IUPAC, dagsett 1. maí 2013.

Í svari við spurningunni Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna? er hægt að skoða bræðslu- og suðumark allra frumefnanna eftir vaxandi gildum. Með lotukerfið sér við hlið er hægt sjá hversu líka eiginleika frumefni í sama flokki hafa. Til dæmis sést að þau frumefni sem hafa hvað lægst bræðslu- og suðumark eru meðal annars eðallofttegundirnar (e. noble gases) í 18. flokki (lengst til hægri). Eðalloftegundirnar eru allar einatóma við staðalaðstæður, enda gildissvigrúm (e. valence orbitals) þeirra fullskipuð og frumefnin því afar óhvarfgjörn; kraftar milli frumeindanna eru því mjög veikir eins og bræðslu- og suðumark þeirra sýna.

Annað áberandi er að málmleysingjarnir hafa almennt mun lægra suðumark en málmarnir. Þó bera tveir léttir málmleysingjar af með suðumark upp á 4827°C og 3927°C. Þetta er kolefni á formi demants en það er harðasta náttúrulega efni sem vitað er um og bór. Hliðarmálmarnir (e. transition metals), lanþaníðarnir (næstneðsta lotan) og aktíníðarnir (neðsta lotan) eru annars með hvað hæst suðumark af frumefnum lotukerfisins.

Heimildir:

Mynd:

...