Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er ekki hægt að þvo húðflúr af sér?

EMB

Húð okkar skiptist í tvö lög (sjá svar Stefáns B. Sigurðssonar við Er húðin líffæri?). Ytra lagið kallast húðþekja eða yfirhúð (epidermis) og undir því er svokölluð leðurhúð (dermis). Þegar húðflúr er búið til er bleki sprautað í leðurhúðina gegnum lítil göt sem gerð eru á yfirhúðina. Húðflúrið er því mynd á leðurhúðinni sem sést svo í gegnum yfirhúðina. Þar sem frumubreytingar í leðurhúðinni eru litlar helst húðflúrið nánast óbreytt alla ævi. Lítið stoðar að reyna að þvo húðflúrið af þar sem þvottur hefur einungis áhrif á yfirborð húðarinnar.

Húðflúr verður ekki fjarlægt nema með aðgerð sem felur í sér að átt er við leðurhúðina á einn eða annan hátt. Áður fyrr var það yfirleitt gert með því að slípa myndina af eða skera hana úr leðurhúðinni en núorðið eru slíkar aðgerðir oftast framkvæmdar með leysigeislum.

Heimild:

HowStuffWorks.com


Mynd: webshots.com

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

10.11.2000

Spyrjandi

Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

EMB. „Af hverju er ekki hægt að þvo húðflúr af sér?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1119.

EMB. (2000, 10. nóvember). Af hverju er ekki hægt að þvo húðflúr af sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1119

EMB. „Af hverju er ekki hægt að þvo húðflúr af sér?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1119>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki hægt að þvo húðflúr af sér?
Húð okkar skiptist í tvö lög (sjá svar Stefáns B. Sigurðssonar við Er húðin líffæri?). Ytra lagið kallast húðþekja eða yfirhúð (epidermis) og undir því er svokölluð leðurhúð (dermis). Þegar húðflúr er búið til er bleki sprautað í leðurhúðina gegnum lítil göt sem gerð eru á yfirhúðina. Húðflúrið er því mynd á leðurhúðinni sem sést svo í gegnum yfirhúðina. Þar sem frumubreytingar í leðurhúðinni eru litlar helst húðflúrið nánast óbreytt alla ævi. Lítið stoðar að reyna að þvo húðflúrið af þar sem þvottur hefur einungis áhrif á yfirborð húðarinnar.

Húðflúr verður ekki fjarlægt nema með aðgerð sem felur í sér að átt er við leðurhúðina á einn eða annan hátt. Áður fyrr var það yfirleitt gert með því að slípa myndina af eða skera hana úr leðurhúðinni en núorðið eru slíkar aðgerðir oftast framkvæmdar með leysigeislum.

Heimild:

HowStuffWorks.com


Mynd: webshots.com...