Hvað greiðir ríkissjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi?Í aðdraganda og kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust stjórnvöld víða um heim að standa frammi fyrir matarskorti. Tollar á landbúnaðarafurðir voru hækkaðir í þeirri von að slík aðgerð myndi ýta undir staðbundna og innlenda framleiðslu. Útflutningsþjóðir brugðust við með niðurgreiðslum á útflutningi. Gekk þannig fram um hríð að innflutningslönd hækkuðu tollamúra og útflutningslönd juku niðurgreiðslur[1] með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur og skattgreiðendur. Þróunin fylgdi sömu lögmálum og vígbúnaðarkapphlaup stórvelda; takist einu stórveldi að þróa nýja vopnategund þurfa önnur að fylgja á eftir með tilheyrandi kostnaði. Vígbúnaðarkostnaðurinn neyddi stórveldin á tímum kalda stríðsins til að semja um takmarkanir og fækkanir á vopnakerfum. Í upphafi 9. áratugs 20. aldar jókst þeirri skoðun fylgi innan OECD að í óefni væri komið. Ráðandi aðilar innan ráðherraráðs OECD sáu fyrir sér stjórnlausan vöxt útgjalda, nema til kæmi vopnahlé í niðurgreiðslu- og tollastríðið. Í þeim tilgangi setti OECD í gang umfangsmikla upplýsingaröflunar- og greiningarvinnu sem að lokum var dregin saman í bókinni National Policies and Agricultural Trade sem gefin var út árið 1987. Greiningarvinnan byggði á grunni lögðum af Max Corden (viðskiptahömlur) og Tim Josling (skilgreining á niðurgreiðslum). Höfuðmarkmiðið var að meta stuðninginn í öllum ríkjunum með sambærilegum og gagnsæjum hætti. Allar götur síðan hefur OECD reiknað út umfang landbúnaðarstyrkja í aðildarríkjum sínum.

OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) sér um að reikna út umfang landbúnaðarstyrkja í aðildarríkjum sínum. Á myndinni sjást tómatar tilbúnir til flutnings.
Heildarverðmæti framleiðslunnar (við brúsapallinn) | ||||
Áætlað jafngildisvirði framleiðendastyrkja (PSE) þar af markaðsstuðningur |
41,8 |
15,2 |
7,5 |
13,9 |
Jafngildisvirði ósérgreindrar þjónustu við landbúnað | ||||
Fjármunir frá neytendum til bænda (óbeinn stuðningur) | ||||
Fjármunir frá skattgreiðendum til bænda (beinn stuðningur) | ||||
Áætlaður heildarstuðningur við framleiðendur í landbúnaði | ||||
PSE sem hlutfall af heildarverðmæti framleiðslunnar |

Með hliðsjón af talnaefni OECD má slá því föstu að árið 2020 hafi beinir styrkir til bænda numið 16,3 milljörðum króna og óbeinir styrkir hafi numið 12,8 milljörðum króna.
- ^ Wilfrid Legg (2003). Agricultural subsidies: measurement and use in policy evaluation. Agricultural Economics Society Annual Conference.
- ^ OECD (2021). Agricultural policy monitoring and evaluation.
- ^ Sjá t.d. hér: Skaðleg samþjöppun í mjólkuriðnaði og áhrif búvörulaga á samkeppni. Álit Samkeppniseftirlits nr. 1/2009. (Sótt 11.11.2021). Í álitsorðum segir t.a.m.: „Ákvæði búvörulaga um vinnslu og sölu mjólkur og mjólkurafurða og samruna afurðastöðva hafa raskað samkeppni eins og nánar greinir í áliti þessu. Þá eru vinnubrögð landbúnaðarráðuneytisins við samning lagafrumvarpa samkeppnishamlandi þar sem jafnræðis hefur ekki verið gætt á milli keppinauta varðandi samvinnu og aðkomu að slíkri vinnu.“ (12).
- ^ Ólafur Arnalds, B.H Barkarson (2003). Soil erosion and land use policy in Iceland in relation to sheep grazing and government subsidies. Environmental Science & Policy, 6(1), 105-113. https://doi.org/10.1016/S1462-9011(02)00115-6.
- ^ Ólafur Arnalds (2019). Á röngunni. Alvarlegri hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt. Rit LbhÍ, 118. https://www.moldin.net/uploads/3/9/3/3/39332633/rit_lbhÍ_nr_118.pdf. (Sótt 9.11.2021).
- ^ Ástandsritið - Olafur Arnalds - soil scientist - www.moldin.net. (Sótt 9.11.2021).
- Morocco Export. (Sótt 5.11.2021).
- Pxfuel. (Sótt 5.11.2021).