Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?

Margrét Eggertsdóttir

Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalaust“ hegðað sér eins og frómri og ærlegri stúlku ber og hæfir. Steinunn var fædd árið 1640 eða 1641 og að sögn Jóns Ólafssonar úr Grunnavík orti hún Hyndlurímur, Rímur af Snækóngi og „mörg kvæði fleiri“. Það eru einkum vikivakakvæði og ferskeytlur. Önnur heimild segir að hún hafi verið í Skálholti í tíð Brynjólfs biskups, verið „kát og skáldmælt“ og gifst Þorbirni Eiríkssyni, bóndakorni í Hrunamannahreppi. Ekki er vitað hvenær hún orti rímur sínar en Guðrún P. Helgadóttir hefur giskað á að hún hafi kveðið þær á fullorðinsárum fyrir barnabörn sin.

Steinunn Finnsdóttir (f. 1640 eða 1641) er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Ein heimild segir að hún hafi verið í Skálholti í tíð Brynjólfs biksups. Myndin er vatnslitamynd John Cleveley yngri af Skálholti frá 1772.

Rímur Steinunnar eru báðar ortar út af sagnakvæðum; Hyndlurímur út af Hyndluljóðum og Snækóngsrímur út af Snjáskvæði. Þetta sýnir hve nátengdar konur hafa jafnan verið ævintýra- og þjóðsagnahefðinni. Ekki síður er áhugavert hvaða sögur Steinunn kýs að segja. Aðalkvenpersónurnar í rímum Steinunnar eiga það sameiginlegt að á þær eru lögð þung álög, þær fá ekki að vera það sem þær eru, konur, heldur er annarri breytt í tík en hinni í karlmann. Bergljót Kristjánsdóttir hefur bent á að Steinunn endurnýi mansöngshefðina i mansöng fyrstu Hyndlurimu þegar hún helgar konum kveðskap sinn og segir körlum að hypja sig brott úr áheyrendahópnum ef þeir kunna ekki að meta það sem hún yrkir. Nítján nafngreindar konur eru taldar meðal rímnaskálda í Höfundatali Rímnatals þó að ekki séu verk þeirra allra varðveitt. Steinunn Finnsdóttir er elst þessara kvenna.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Margrét Eggertsdóttir

rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

19.12.2022

Spyrjandi

Anna María

Tilvísun

Margrét Eggertsdóttir. „Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2022, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84325.

Margrét Eggertsdóttir. (2022, 19. desember). Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84325

Margrét Eggertsdóttir. „Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2022. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84325>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?
Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalaust“ hegðað sér eins og frómri og ærlegri stúlku ber og hæfir. Steinunn var fædd árið 1640 eða 1641 og að sögn Jóns Ólafssonar úr Grunnavík orti hún Hyndlurímur, Rímur af Snækóngi og „mörg kvæði fleiri“. Það eru einkum vikivakakvæði og ferskeytlur. Önnur heimild segir að hún hafi verið í Skálholti í tíð Brynjólfs biskups, verið „kát og skáldmælt“ og gifst Þorbirni Eiríkssyni, bóndakorni í Hrunamannahreppi. Ekki er vitað hvenær hún orti rímur sínar en Guðrún P. Helgadóttir hefur giskað á að hún hafi kveðið þær á fullorðinsárum fyrir barnabörn sin.

Steinunn Finnsdóttir (f. 1640 eða 1641) er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Ein heimild segir að hún hafi verið í Skálholti í tíð Brynjólfs biksups. Myndin er vatnslitamynd John Cleveley yngri af Skálholti frá 1772.

Rímur Steinunnar eru báðar ortar út af sagnakvæðum; Hyndlurímur út af Hyndluljóðum og Snækóngsrímur út af Snjáskvæði. Þetta sýnir hve nátengdar konur hafa jafnan verið ævintýra- og þjóðsagnahefðinni. Ekki síður er áhugavert hvaða sögur Steinunn kýs að segja. Aðalkvenpersónurnar í rímum Steinunnar eiga það sameiginlegt að á þær eru lögð þung álög, þær fá ekki að vera það sem þær eru, konur, heldur er annarri breytt í tík en hinni í karlmann. Bergljót Kristjánsdóttir hefur bent á að Steinunn endurnýi mansöngshefðina i mansöng fyrstu Hyndlurimu þegar hún helgar konum kveðskap sinn og segir körlum að hypja sig brott úr áheyrendahópnum ef þeir kunna ekki að meta það sem hún yrkir. Nítján nafngreindar konur eru taldar meðal rímnaskálda í Höfundatali Rímnatals þó að ekki séu verk þeirra allra varðveitt. Steinunn Finnsdóttir er elst þessara kvenna.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....