Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?

Haukur Már Helgason

Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ára.

1887 hefur baróninn Pierre de Coubertin, þá 24 ára gamall, baráttu sína fyrir endurvakningu Ólympíuleikanna. Á alþjóðaráðstefnu 1894 var ákveðið að hrinda hugmynd hans í framkvæmd og Alþjóðaólympíuráðið var stofnað. Fyrstu Ólympíuleikar nútímans voru síðan haldnir í Aþenu 1896 með þátttöku 300 keppenda frá 13 þjóðlöndum.

---

Ólympíuleikarnir voru þekktastir þeirra kappleikja sem fram fóru í Grikklandi til forna. Þeir voru haldnir á fjögurra ára fresti og skipuðu svo veigamikinn sess í Grikklandi að tímatal var miðað við þá og 1 Ólympíad leið á milli leika.

Í hinum fornu Ólympíuleikum var framan af, að því er virðist, aðeins keppt í einni grein, kapphlaupi, á 192 metra langri braut. Lengri hlaup bættust síðar við, um 700 var keppt í glímu og fimmþraut (pentaþlon) en í henni var kapphlaup, langstökk, skífukast, spjótkast og að lokum glíma milli þeirra tveggja keppenda sem stóðu sig best í hinum fjórum greinunum.

Konur fengu hvorki að taka þátt í hinum fornu Ólympíuleikum né horfa á atburðina, fyrir utan eina konu sem gegndi nokkurs konar prestsembætti.

Um 150 fyrir Krist misstu Grikkir að lokum allt sjálfstæði sitt til Rómverja og stuðningur við kappleiki á borð við Ólympíuleikana dvínaði verulega í kjölfar þess. Skylmingar, blóðugir bardagar upp á líf og dauða og hestvagnakappleikir voru vinsælli skemmtun í Róm en naktir menn á hlaupum.

---

Eldhuginn Pierre de Coubertin barðist sem fyrr segir fyrir endurlífgun Ólympíuleikanna. Eftir 7 ára baráttu hans var ákveðið, árið 1894, að halda fyrstu Ólympíuleikana tveimur árum síðar í Aþenu. Keppt var í fjölþraut, hjólreiðum, sundi, fimleikum, lyftingum, glímu, skylmingum, skotfimi, tennis og hlaupum. Á þessum Ólympíuleikum var í fyrsta sinn keppt í maraþoni en maraþon-hlaupið byggir einnig á atburði úr fornöld: Sagan segir að hlauparinn Feídíppídes hafi hlaupið frá borginni Maraþon til Aþenu með skilaboð um ósigur innrásarhers árið 490 fyrir Krist.

Svo mælti Coubertin í ræðu í nóvember 1892 en orð hans varpa nokkru ljósi á tilurð endurlífgunar Ólympíuleikanna:

Hefjum útflutning róðrarmanna okkar, hlaupara og skylmingarmanna. Það væru hin sönnu frjálsu viðskipti framtíðarinnar; daginn sem þau verða kynnt fyrir Evrópu hefur friðarbaráttan eignast nýjan og sterkan bandamann. Það varpar á hug minn ljóma að leggja til ný skref sem ég kynni nú – ég mun beiðast þess að þið aukið enn þá aðstoð sem þið hafið veitt mér hér til, svo að við getum sameiginlega, á grundvelli sem hentar aðstæðum nútímalífs, gert atlögu að þessu frábæra þjóðþrifaverki: Að endurlífga Ólympíuleikana.

---

Árin 1908 og 1920 var keppt á skautum á Ólympíuleikum en það er fyrst 1924 sem vetrarólympíuleikarnir verða aðskilinn atburður, sambærilegur að umfangi við sumarleikana. Fyrstu Vetrarólympíuleikarnir eru haldnir 1924 í Chamonix, Frakklandi, sama ár og sumarleikarnir voru haldnir í París. Raunar voru leikarnir ekki haldnir í nafni Ólympíuleikanna heldur kölluðust þeir Alþjóðlega vetraríþróttavikan. En þeir voru vel skipulagðir og Alþjóðaólympíuráðið ákvað 1925 að stofna til vetrarleika og að þessir leikar í Frakklandi skyldu teljast fyrstu Vetrarólympíuleikarnir.

---

Ólympíuleikar nútímans hafa ekki gengið óslitið frá stofnun þeirra því að tólf ára hlé var milli Ólympíuleika frá 1936 til 1948 meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Fyrst í stað eftir stríð tóku hvorki hinar sigruðu þjóðir, Þýskaland og Japan, né Sovétríkin þátt í leikunum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.9.2000

Spyrjandi

Elín Broddadóttir, f. 1992

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?“ Vísindavefurinn, 30. september 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=956.

Haukur Már Helgason. (2000, 30. september). Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=956

Haukur Már Helgason. „Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=956>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?
Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ára.

1887 hefur baróninn Pierre de Coubertin, þá 24 ára gamall, baráttu sína fyrir endurvakningu Ólympíuleikanna. Á alþjóðaráðstefnu 1894 var ákveðið að hrinda hugmynd hans í framkvæmd og Alþjóðaólympíuráðið var stofnað. Fyrstu Ólympíuleikar nútímans voru síðan haldnir í Aþenu 1896 með þátttöku 300 keppenda frá 13 þjóðlöndum.

---

Ólympíuleikarnir voru þekktastir þeirra kappleikja sem fram fóru í Grikklandi til forna. Þeir voru haldnir á fjögurra ára fresti og skipuðu svo veigamikinn sess í Grikklandi að tímatal var miðað við þá og 1 Ólympíad leið á milli leika.

Í hinum fornu Ólympíuleikum var framan af, að því er virðist, aðeins keppt í einni grein, kapphlaupi, á 192 metra langri braut. Lengri hlaup bættust síðar við, um 700 var keppt í glímu og fimmþraut (pentaþlon) en í henni var kapphlaup, langstökk, skífukast, spjótkast og að lokum glíma milli þeirra tveggja keppenda sem stóðu sig best í hinum fjórum greinunum.

Konur fengu hvorki að taka þátt í hinum fornu Ólympíuleikum né horfa á atburðina, fyrir utan eina konu sem gegndi nokkurs konar prestsembætti.

Um 150 fyrir Krist misstu Grikkir að lokum allt sjálfstæði sitt til Rómverja og stuðningur við kappleiki á borð við Ólympíuleikana dvínaði verulega í kjölfar þess. Skylmingar, blóðugir bardagar upp á líf og dauða og hestvagnakappleikir voru vinsælli skemmtun í Róm en naktir menn á hlaupum.

---

Eldhuginn Pierre de Coubertin barðist sem fyrr segir fyrir endurlífgun Ólympíuleikanna. Eftir 7 ára baráttu hans var ákveðið, árið 1894, að halda fyrstu Ólympíuleikana tveimur árum síðar í Aþenu. Keppt var í fjölþraut, hjólreiðum, sundi, fimleikum, lyftingum, glímu, skylmingum, skotfimi, tennis og hlaupum. Á þessum Ólympíuleikum var í fyrsta sinn keppt í maraþoni en maraþon-hlaupið byggir einnig á atburði úr fornöld: Sagan segir að hlauparinn Feídíppídes hafi hlaupið frá borginni Maraþon til Aþenu með skilaboð um ósigur innrásarhers árið 490 fyrir Krist.

Svo mælti Coubertin í ræðu í nóvember 1892 en orð hans varpa nokkru ljósi á tilurð endurlífgunar Ólympíuleikanna:

Hefjum útflutning róðrarmanna okkar, hlaupara og skylmingarmanna. Það væru hin sönnu frjálsu viðskipti framtíðarinnar; daginn sem þau verða kynnt fyrir Evrópu hefur friðarbaráttan eignast nýjan og sterkan bandamann. Það varpar á hug minn ljóma að leggja til ný skref sem ég kynni nú – ég mun beiðast þess að þið aukið enn þá aðstoð sem þið hafið veitt mér hér til, svo að við getum sameiginlega, á grundvelli sem hentar aðstæðum nútímalífs, gert atlögu að þessu frábæra þjóðþrifaverki: Að endurlífga Ólympíuleikana.

---

Árin 1908 og 1920 var keppt á skautum á Ólympíuleikum en það er fyrst 1924 sem vetrarólympíuleikarnir verða aðskilinn atburður, sambærilegur að umfangi við sumarleikana. Fyrstu Vetrarólympíuleikarnir eru haldnir 1924 í Chamonix, Frakklandi, sama ár og sumarleikarnir voru haldnir í París. Raunar voru leikarnir ekki haldnir í nafni Ólympíuleikanna heldur kölluðust þeir Alþjóðlega vetraríþróttavikan. En þeir voru vel skipulagðir og Alþjóðaólympíuráðið ákvað 1925 að stofna til vetrarleika og að þessir leikar í Frakklandi skyldu teljast fyrstu Vetrarólympíuleikarnir.

---

Ólympíuleikar nútímans hafa ekki gengið óslitið frá stofnun þeirra því að tólf ára hlé var milli Ólympíuleika frá 1936 til 1948 meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir. Fyrst í stað eftir stríð tóku hvorki hinar sigruðu þjóðir, Þýskaland og Japan, né Sovétríkin þátt í leikunum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:...