Í framhaldi af þessu voru Ólympíuleikar fatlaðra haldnir á sama tíma og Ólympíuleikar, næst 1952. Fyrstu opinberu Ólympíuleikar fatlaðra fóru hins vegar fram í Róm 1960, þar sem 23 þjóðir og 400 íþróttamenn kepptu. Fyrstu Vetrarólympíuleikar fatlaðra voru svo haldnir 1976. En fyrsta sinn sem þessi keppni varð raunverulega hliðstæð Ólympíuleikunum var 1988 í Seoul í Kóreu. Þá höfðu keppendur sitt eigið þorp, og notuðu sömu staði til keppni og almennu Ólympíuleikarnir.
Að miklu leyti er keppt í sömu greinum á Ólympíuleikum fatlaðra og á upprunalegu Ólympíuleikunum. Munurinn er hins vegar sá að keppendum er skipt í hópa eftir tegund og stigi fötlunar, auk þess sem keppt er í nokkrum sérstökum greinum, svo sem hjólastólarugby og mjög sérstakri íþrótt fyrir blinda eða sjónskerta sem nefnist markbolti (sjá mynd). Í henni eru tvö þriggja manna lið, hvort með sitt markið. Nú á annað liðið að rúlla bolta yfir og reyna að skora hjá andstæðingunum, sem leggjast niður og reyna að verja. Í boltanum eru bjöllur svo að keppendur viti nokkurn veginn hvar boltinn er. Það sem gerir þessa íþrótt svo sérstaka er að á meðan verið er að keppa þarf að vera algjör þögn. Þegar skorað er mark brjótast svo út fagnaðarlæti. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt? eftir Hauk Má Helgason
- Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá? eftir Hauk Má Helgason
- Í hvaða borgum og hvenær hafa nútíma ólympíuleikarnir verið haldnir? eftir HMH
- Encarta. Skoðað 30.1.2001.
- Wikipedia.com - Oscar Pistorius. Sótt 24.6.2010.
- Wikipedia.com - markbolti. Sótt 24.6.2010.