Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er þrælahald einhvers staðar leyft?

Guðrún D. Guðmundsdóttir

Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, leggur bann við þrælkun og þrælahaldi í hvaða mynd sem það birtist. Síðasta land heims til afnema þrælahald formlega var Máritanía árið 1983.

Talið er að þrælahald hafi verið aflagt á Íslandi á 11. eða 12. öld. Það er þó áhugavert að ekki er kveðið á um bann við þrældómi og þrælkun í íslensku stjórnarskránni. Í 68. gr. er lagt bann við nauðungarvinnu en þegar stjórnarskráin var endurskoðuð árið 1995 þótti ekki ástæða til að banna þrælahald sérstaklega. Í athugasemdum segir þó að af ákvæði 2. mgr. 68. gr. megi álykta að bann sé lagt við þrældómi og þrælkunarvinnu þótt þau atriði séu ekki tiltekin sérstaklega.

Þó að þrælkun sé hvergi lögleg og fordæmd um allan heim, þýðir það þó ekki að þrælahaldi hafi verið útrýmt. Árið 2005 áætlaði Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) að 12,3 milljónir manna væru ánauðugar og þar af væru 2,4 milljónir fórnarlömb mansals. Þrælkun er mest í fátækum ríkjum Asíu og Rómönsku Ameríku en einnig eru þekkt tæplega 400.000 tilfelli í iðnríkjunum. Oftast vinna þrælarnir fyrir einkaaðila en sums staðar, til dæmis í Súdan, viðgengst þrælahald með fullri vitund stjórnvalda. Flestir sem búa við þrælkun og nauðungarvinnu eru konur og börn.


Þrælahald í Brasilíu. Myndin er eftir Jean-Baptiste Debret (1768-1848).

Þrælahald nútímans birtist í mörgum óhugnanlegum myndum. Fólk vinnur nauðungarvinnu í verksmiðjum, í landbúnaði, byggingariðnaði og við heimilisstörf. Bændaánauð tíðkast enn, fólk verður ánauðugt vegna skulda og kynlífsþrælkun stúlkna og kvenna er útbreitt vandamál. Mansal færist í aukana og þrælahald er jafnframt algengt á átakasvæðum þar sem börnum er rænt og þau neydd til hermennsku og/eða gerð að kynlífsþrælum.

Fjöldi samninga gegn þrælkun og nauðungarvinnu hefur verið samþykktur á alþjóðlegum vettvangi. Má þar nefna fyrrgreindan samning gegn þrælahaldi frá 1926 og viðauka við hann frá 1956, auk samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 105 um afnám nauðungarvinnu og nr. 182 um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar aðgerðir til að afnema hana. Einnig má nefna samning Sameinuðu þjóðanna frá 1949 um upprætingu mansals og kynlífsþrælkunar og samning gegn alþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi, svonefndan Palermósamning frá 2000, auk bókunar við hann til að berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, sérstaklega kvenna og barna. Árið 2000 var einnig samþykkt valfrjáls bókun við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám. Af vettvangi Evrópuráðsins má nefna Evrópusamning gegn mansali frá árinu 2005 en hann mun öðlast gildi þegar 10 aðildarríki hafa fullgilt hann.

Bann við þrælkun og nauðungarvinnu nægir ekki eitt og sér til að útrýma þrælahaldi að fullu. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur hvatt ríki heims til að framfylgja banninu á virkari hátt og skorað á iðnríkin að aðstoða þau fátækari við að ráðast að rót vandans á heimavelli. Þá hefur stofnunin einnig mælst til þess að Vesturlönd endurskoði vinnu- og útlendingalöggjöf sína með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir þrælkun og nauðungarvinnu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

Útgáfudagur

31.8.2006

Spyrjandi

Atli Þór, f. 1993

Tilvísun

Guðrún D. Guðmundsdóttir. „Er þrælahald einhvers staðar leyft?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2006, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6161.

Guðrún D. Guðmundsdóttir. (2006, 31. ágúst). Er þrælahald einhvers staðar leyft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6161

Guðrún D. Guðmundsdóttir. „Er þrælahald einhvers staðar leyft?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2006. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6161>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er þrælahald einhvers staðar leyft?
Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, leggur bann við þrælkun og þrælahaldi í hvaða mynd sem það birtist. Síðasta land heims til afnema þrælahald formlega var Máritanía árið 1983.

Talið er að þrælahald hafi verið aflagt á Íslandi á 11. eða 12. öld. Það er þó áhugavert að ekki er kveðið á um bann við þrældómi og þrælkun í íslensku stjórnarskránni. Í 68. gr. er lagt bann við nauðungarvinnu en þegar stjórnarskráin var endurskoðuð árið 1995 þótti ekki ástæða til að banna þrælahald sérstaklega. Í athugasemdum segir þó að af ákvæði 2. mgr. 68. gr. megi álykta að bann sé lagt við þrældómi og þrælkunarvinnu þótt þau atriði séu ekki tiltekin sérstaklega.

Þó að þrælkun sé hvergi lögleg og fordæmd um allan heim, þýðir það þó ekki að þrælahaldi hafi verið útrýmt. Árið 2005 áætlaði Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) að 12,3 milljónir manna væru ánauðugar og þar af væru 2,4 milljónir fórnarlömb mansals. Þrælkun er mest í fátækum ríkjum Asíu og Rómönsku Ameríku en einnig eru þekkt tæplega 400.000 tilfelli í iðnríkjunum. Oftast vinna þrælarnir fyrir einkaaðila en sums staðar, til dæmis í Súdan, viðgengst þrælahald með fullri vitund stjórnvalda. Flestir sem búa við þrælkun og nauðungarvinnu eru konur og börn.


Þrælahald í Brasilíu. Myndin er eftir Jean-Baptiste Debret (1768-1848).

Þrælahald nútímans birtist í mörgum óhugnanlegum myndum. Fólk vinnur nauðungarvinnu í verksmiðjum, í landbúnaði, byggingariðnaði og við heimilisstörf. Bændaánauð tíðkast enn, fólk verður ánauðugt vegna skulda og kynlífsþrælkun stúlkna og kvenna er útbreitt vandamál. Mansal færist í aukana og þrælahald er jafnframt algengt á átakasvæðum þar sem börnum er rænt og þau neydd til hermennsku og/eða gerð að kynlífsþrælum.

Fjöldi samninga gegn þrælkun og nauðungarvinnu hefur verið samþykktur á alþjóðlegum vettvangi. Má þar nefna fyrrgreindan samning gegn þrælahaldi frá 1926 og viðauka við hann frá 1956, auk samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 105 um afnám nauðungarvinnu og nr. 182 um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar aðgerðir til að afnema hana. Einnig má nefna samning Sameinuðu þjóðanna frá 1949 um upprætingu mansals og kynlífsþrælkunar og samning gegn alþjóðlegri og skipulagðri glæpastarfsemi, svonefndan Palermósamning frá 2000, auk bókunar við hann til að berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, sérstaklega kvenna og barna. Árið 2000 var einnig samþykkt valfrjáls bókun við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um sölu á börnum, barnavændi og barnaklám. Af vettvangi Evrópuráðsins má nefna Evrópusamning gegn mansali frá árinu 2005 en hann mun öðlast gildi þegar 10 aðildarríki hafa fullgilt hann.

Bann við þrælkun og nauðungarvinnu nægir ekki eitt og sér til að útrýma þrælahaldi að fullu. Alþjóðavinnumálastofnunin hefur hvatt ríki heims til að framfylgja banninu á virkari hátt og skorað á iðnríkin að aðstoða þau fátækari við að ráðast að rót vandans á heimavelli. Þá hefur stofnunin einnig mælst til þess að Vesturlönd endurskoði vinnu- og útlendingalöggjöf sína með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir þrælkun og nauðungarvinnu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...