Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mannréttindi?

Ólafur Páll Jónsson

Fólk hefur lagt þrenns konar skilning í hugtakið mannréttindi.
  1. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
  2. Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþykktum eður ei.
  3. Siðferðilegur skilningur: Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag.
Lagalegi skilningurinn á mannréttindum er einfaldastur og sá sem oftast er vísað til þegar verið er að gagnrýna stjórnvöld fyrir mannréttindabrot. En hinn lagalegi skilningur getur ekki talist greinargerð fyrir því hvað mannréttindi eru. Ef svo væri hefðu ekki verið til nein mannréttindi, og þar af leiðandi engin mannréttindabrot, fyrir tíma alþjóðasamþykktanna. Hinum lagalega skilningi, eða hinu lagalega mannréttindahugtaki, er því fremur ætlað að taka af tvímæli sem óhjákvæmilega vakna þegar hinn pólitíski eða siðferðilegi skilningur er lagður til grundvallar.

Dr. Martin Luther King barðist fyrir jafnrétti kynjanna, að þeldökkir og hvítir einstaklingar hefðu rétt á sömu mannréttindum.

Ein hugmynd manna um mannréttindi er að þau séu óháð stund og stað, til dæmis óháð þeirri samfélagsgerð eða þeim efnahag sem fólk býr við. Hinn siðferðilegi skilningur á mannréttindahugtakinu samrýmist ágætlega þessari hugmynd. En ef við einskorðum okkur við þennan skilning verður niðurstaðan sú að einungis örfá réttindi séu réttnefnd mannréttindi. Ef til vill stæðu ekki eftir nema þau réttindi sem nefnd eru í þriðju grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: rétturinn til lífs, frelsis og mannhelgi.

En oftast eru fleiri réttindi talin til mannréttinda en einungis rétturinn til lífs, frelsis og mannhelgi. Í mannréttindakafla íslensku stjórnarskrárinnar er til dæmis kveðið á um rétt manna til að stofna félög:
74. gr. Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.
En þótt þessi réttur sé talinn til mannréttinda, eins og mörg önnur réttindi sem teljast mannréttindi samkvæmt hinum pólitíska skilningi á mannréttindahugtakinu, er þetta ekki réttur sem allir menn hafa óháð kringumstæðum. Að mönnum skyldi ekki tryggður þessi réttur á tíma íslenska þjóðveldisins var til að mynda ekki brot á mannréttindum.

En hvaða skilning eigum við þá að leggja í mannréttindahugtakið? Við gerum gjarnan ráð fyrir að mannréttindi séu algild, en á hinn bóginn teljum við ýmislegt til mannréttinda sem alls ekki geta talist algild réttindi. Hér stöndum við því frammi fyrir ákveðinni togstreitu. Til að leysa úr þessari togstreitu hefur Atli Harðarson lagt til eftirfarandi skilgreiningu á mannréttindum.
Mannréttindi eru:
  1. Réttur hvers manns til að vera ekki misþyrmt, rændur, kúgaður, niðurlægður eða myrtur.
  2. Þau réttindi sem þarf að tryggja fólki til að þeim réttindum sem nefnd eru í lið (1) sé ekki stefnt í voða.
(“Er jafn kosningaréttur mannréttindi?” bls. 274)
Kosturinn við þessa skilgreiningu er að hún samrýmist hugmyndinni um algildi mannréttinda, þar sem í henni er ekki vísað í tiltekin réttindi sem ekki geta talist algild, en á sama tíma gerir hún ráð fyrir að það sem teljist mannréttindi geti verið breytilegt frá einu samfélagi til annars og frá einum tíma til annars.

Heimildir:
  • Atli Harðarson, “Mannréttindi” og “Er jafn kosningaréttur mannréttindi?” í Vafamál: Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni, Hið íslenzka bókmenntafélag 1998.

Mynd:

Vefsíður um mannréttindi

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Íslandsdeild Amnesty International

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

3.6.2002

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað eru mannréttindi?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2453.

Ólafur Páll Jónsson. (2002, 3. júní). Hvað eru mannréttindi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2453

Ólafur Páll Jónsson. „Hvað eru mannréttindi?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2453>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mannréttindi?
Fólk hefur lagt þrenns konar skilning í hugtakið mannréttindi.

  1. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
  2. Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþykktum eður ei.
  3. Siðferðilegur skilningur: Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag.
Lagalegi skilningurinn á mannréttindum er einfaldastur og sá sem oftast er vísað til þegar verið er að gagnrýna stjórnvöld fyrir mannréttindabrot. En hinn lagalegi skilningur getur ekki talist greinargerð fyrir því hvað mannréttindi eru. Ef svo væri hefðu ekki verið til nein mannréttindi, og þar af leiðandi engin mannréttindabrot, fyrir tíma alþjóðasamþykktanna. Hinum lagalega skilningi, eða hinu lagalega mannréttindahugtaki, er því fremur ætlað að taka af tvímæli sem óhjákvæmilega vakna þegar hinn pólitíski eða siðferðilegi skilningur er lagður til grundvallar.

Dr. Martin Luther King barðist fyrir jafnrétti kynjanna, að þeldökkir og hvítir einstaklingar hefðu rétt á sömu mannréttindum.

Ein hugmynd manna um mannréttindi er að þau séu óháð stund og stað, til dæmis óháð þeirri samfélagsgerð eða þeim efnahag sem fólk býr við. Hinn siðferðilegi skilningur á mannréttindahugtakinu samrýmist ágætlega þessari hugmynd. En ef við einskorðum okkur við þennan skilning verður niðurstaðan sú að einungis örfá réttindi séu réttnefnd mannréttindi. Ef til vill stæðu ekki eftir nema þau réttindi sem nefnd eru í þriðju grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: rétturinn til lífs, frelsis og mannhelgi.

En oftast eru fleiri réttindi talin til mannréttinda en einungis rétturinn til lífs, frelsis og mannhelgi. Í mannréttindakafla íslensku stjórnarskrárinnar er til dæmis kveðið á um rétt manna til að stofna félög:
74. gr. Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.
En þótt þessi réttur sé talinn til mannréttinda, eins og mörg önnur réttindi sem teljast mannréttindi samkvæmt hinum pólitíska skilningi á mannréttindahugtakinu, er þetta ekki réttur sem allir menn hafa óháð kringumstæðum. Að mönnum skyldi ekki tryggður þessi réttur á tíma íslenska þjóðveldisins var til að mynda ekki brot á mannréttindum.

En hvaða skilning eigum við þá að leggja í mannréttindahugtakið? Við gerum gjarnan ráð fyrir að mannréttindi séu algild, en á hinn bóginn teljum við ýmislegt til mannréttinda sem alls ekki geta talist algild réttindi. Hér stöndum við því frammi fyrir ákveðinni togstreitu. Til að leysa úr þessari togstreitu hefur Atli Harðarson lagt til eftirfarandi skilgreiningu á mannréttindum.
Mannréttindi eru:
  1. Réttur hvers manns til að vera ekki misþyrmt, rændur, kúgaður, niðurlægður eða myrtur.
  2. Þau réttindi sem þarf að tryggja fólki til að þeim réttindum sem nefnd eru í lið (1) sé ekki stefnt í voða.
(“Er jafn kosningaréttur mannréttindi?” bls. 274)
Kosturinn við þessa skilgreiningu er að hún samrýmist hugmyndinni um algildi mannréttinda, þar sem í henni er ekki vísað í tiltekin réttindi sem ekki geta talist algild, en á sama tíma gerir hún ráð fyrir að það sem teljist mannréttindi geti verið breytilegt frá einu samfélagi til annars og frá einum tíma til annars.

Heimildir:
  • Atli Harðarson, “Mannréttindi” og “Er jafn kosningaréttur mannréttindi?” í Vafamál: Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni, Hið íslenzka bókmenntafélag 1998.

Mynd:

Vefsíður um mannréttindi

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Íslandsdeild Amnesty International...