- Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.
- Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþykktum eður ei.
- Siðferðilegur skilningur: Réttindi sem allir menn hafa óháð staðbundnum kringumstæðum eins og samfélagsgerð eða efnahag.
74. gr. Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.En þótt þessi réttur sé talinn til mannréttinda, eins og mörg önnur réttindi sem teljast mannréttindi samkvæmt hinum pólitíska skilningi á mannréttindahugtakinu, er þetta ekki réttur sem allir menn hafa óháð kringumstæðum. Að mönnum skyldi ekki tryggður þessi réttur á tíma íslenska þjóðveldisins var til að mynda ekki brot á mannréttindum. En hvaða skilning eigum við þá að leggja í mannréttindahugtakið? Við gerum gjarnan ráð fyrir að mannréttindi séu algild, en á hinn bóginn teljum við ýmislegt til mannréttinda sem alls ekki geta talist algild réttindi. Hér stöndum við því frammi fyrir ákveðinni togstreitu. Til að leysa úr þessari togstreitu hefur Atli Harðarson lagt til eftirfarandi skilgreiningu á mannréttindum.
Mannréttindi eru:Kosturinn við þessa skilgreiningu er að hún samrýmist hugmyndinni um algildi mannréttinda, þar sem í henni er ekki vísað í tiltekin réttindi sem ekki geta talist algild, en á sama tíma gerir hún ráð fyrir að það sem teljist mannréttindi geti verið breytilegt frá einu samfélagi til annars og frá einum tíma til annars. Heimildir:
- Réttur hvers manns til að vera ekki misþyrmt, rændur, kúgaður, niðurlægður eða myrtur.
- Þau réttindi sem þarf að tryggja fólki til að þeim réttindum sem nefnd eru í lið (1) sé ekki stefnt í voða.
(“Er jafn kosningaréttur mannréttindi?” bls. 274)
- Atli Harðarson, “Mannréttindi” og “Er jafn kosningaréttur mannréttindi?” í Vafamál: Ritgerðir um stjórnmálaheimspeki og skyld efni, Hið íslenzka bókmenntafélag 1998.
Mannréttindaskrifstofa Íslands Íslandsdeild Amnesty International