Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með?

EDS

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að ákveða hvað átt er við með orðinu “land”. Líklega er einfaldast að miða við að “land” sé það sama og sjálfstætt ríki eins og gert er í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og nota aðildarlista Sameinuðu þjóðanna til þess að ákvarða hversu mörgu löndin eru.



Í svari við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? frá árinu 2004 kemur fram að þá hafi 191 ríki átt aðild að Sameinuð þjóðunum en tvö sjálfstæð ríki, Vatíkanið og Taívan, staðið utan þeirra. Reyndar er staða Taívan mjög umdeild, hvort það getur talið sjálfstætt ríki eða ekki. Aðildarríkjum hefur fjölgað um tvö síðan þá þannig að segja má að sjálfstæði ríki heims séu 195 ef Taívan telst með, annars 194.

Innan þessa lista eru mörg eyríki, svo sem Ástralía, Kúba, Kýpur, Haíti, Ísland, Írland, Japan, Madagaskar, Malta, Nárú og Sri Lanka svo nokkur séu nefnd. Hins vegar vantar eyjar sem við hugsum gjarnan um sem “lönd” en komast ekki á listann þar sem þær eru ekki sjálfstæð ríki. Er þar nærtækast að nefna Grænland og Færeyjar.

Listinn yfir lönd heims mundi lengjast til muna ef telja ætti með þær eyjar og landsvæði sem lúta stjórn annarra. Sem dæmi má nefna að í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að í Norður-Ameríku eru 14 ríki sem ekki njóta fulls sjálfstæðis og 2 í Suður-Ameríku. Það gæti líka reynst töluvert flókið að skera úr um við hvað ætti að miða þegar ákveða ætti hvort tiltekin eyja eða landsvæði teldist sérstakt land eða ekki.

Hugsanlega mætti skilja spurninguna á annan hátt, það er að spyrjandi sé að velta fyrir sér hversu margir landmassar, það er bæði meginlönd og eyjar, séu á jörðinni. Því er enn erfiðara að svara en um fjölda ríkja. Það er meira að segja deilt um það hversu mörg meginlöndin eru hvað þá að það sé hægt að segja til um fjölda eyja. Bara eyjarnar á Breiðafirðinum eru sagðar nær óteljandi þannig að við getum rétt ímyndað okkur hversu flókið mál það væri að telja allar eyjar heimsins, hversu smáar sem þær eru. Enda lendum við þá í vanda við að skilgreina hvað er eyja og hvað ekki eins og fjallað er um í svarinu Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Loks má benda áhugasömum lesendum á að skoða svarið sem nefnt var hér í upphafi um fjölda sjálfstæðra landa í heiminum þar sem lesa má um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar svara á spurningu um fjölda landa.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimild:

Sameinuðu þjóðirnar

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.4.2006

Spyrjandi

Helga Hannesdóttir, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5802.

EDS. (2006, 6. apríl). Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5802

EDS. „Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5802>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að ákveða hvað átt er við með orðinu “land”. Líklega er einfaldast að miða við að “land” sé það sama og sjálfstætt ríki eins og gert er í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og nota aðildarlista Sameinuðu þjóðanna til þess að ákvarða hversu mörgu löndin eru.



Í svari við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? frá árinu 2004 kemur fram að þá hafi 191 ríki átt aðild að Sameinuð þjóðunum en tvö sjálfstæð ríki, Vatíkanið og Taívan, staðið utan þeirra. Reyndar er staða Taívan mjög umdeild, hvort það getur talið sjálfstætt ríki eða ekki. Aðildarríkjum hefur fjölgað um tvö síðan þá þannig að segja má að sjálfstæði ríki heims séu 195 ef Taívan telst með, annars 194.

Innan þessa lista eru mörg eyríki, svo sem Ástralía, Kúba, Kýpur, Haíti, Ísland, Írland, Japan, Madagaskar, Malta, Nárú og Sri Lanka svo nokkur séu nefnd. Hins vegar vantar eyjar sem við hugsum gjarnan um sem “lönd” en komast ekki á listann þar sem þær eru ekki sjálfstæð ríki. Er þar nærtækast að nefna Grænland og Færeyjar.

Listinn yfir lönd heims mundi lengjast til muna ef telja ætti með þær eyjar og landsvæði sem lúta stjórn annarra. Sem dæmi má nefna að í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að í Norður-Ameríku eru 14 ríki sem ekki njóta fulls sjálfstæðis og 2 í Suður-Ameríku. Það gæti líka reynst töluvert flókið að skera úr um við hvað ætti að miða þegar ákveða ætti hvort tiltekin eyja eða landsvæði teldist sérstakt land eða ekki.

Hugsanlega mætti skilja spurninguna á annan hátt, það er að spyrjandi sé að velta fyrir sér hversu margir landmassar, það er bæði meginlönd og eyjar, séu á jörðinni. Því er enn erfiðara að svara en um fjölda ríkja. Það er meira að segja deilt um það hversu mörg meginlöndin eru hvað þá að það sé hægt að segja til um fjölda eyja. Bara eyjarnar á Breiðafirðinum eru sagðar nær óteljandi þannig að við getum rétt ímyndað okkur hversu flókið mál það væri að telja allar eyjar heimsins, hversu smáar sem þær eru. Enda lendum við þá í vanda við að skilgreina hvað er eyja og hvað ekki eins og fjallað er um í svarinu Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Loks má benda áhugasömum lesendum á að skoða svarið sem nefnt var hér í upphafi um fjölda sjálfstæðra landa í heiminum þar sem lesa má um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar svara á spurningu um fjölda landa.

Önnur svör á Vísindavefnum:

Heimild:

Sameinuðu þjóðirnar ...