Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er UNIX?

Erlendur S. Þorsteinsson

Tölvur eru samansettar úr tveimur meginhlutum, vélbúnaði og hugbúnaði. Kjarninn í vélbúnaðinum er örgjörvinn sem sér um vinnslu vélbúnaðarins en aðalhugbúnaðurinn er stýrikerfið sem stýrir allri vinnslu örgjörvans og forrita. Langflestir nota tölvu með örgjörva frá Intel eða AMD og stýrikerfið Microsoft Windows. Nokkrir nota stýrikerfið Mac OS X frá Apple og enn aðrir nota Linux. Mac OS X og Linux eru í hópi stýrikerfa sem almennt kallast UNIX.

Fyrsta UNIX-stýrikerfið var skrifað hjá AT&T Bell Labs í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1970. Það var hannað með það í huga að hægt væri að flytja það frá einum vélbúnaði yfir á annan (e. portable), að margir notendur gætu notað sömu tölvuna í einu, hver frá sinni útstöð (fjölnotendatölva, e. multi-user computer), og að notandi gæti notað mörg forrit samtímis og skipt á milli þeirra án þess að vinnsla þeirra stöðvaðist (fjölverkavinnsla, e. multi-tasking).

Sum UNIX-stýrikerfin er hægt að nota á tölvum með örgjörvum frá Intel og AMD og eru ætluð til notkunar fyrir bæði einstaklinga og netþjóna. Dæmi um slík stýrikerfi eru Linux og BSD. Eitt UNIX-stýrikerfið, Mac OS X frá Apple, er nánast eingöngu í einkanotkun. Flest önnur eru hins vegar gerð fyrir mjög dýran og sérhæfðan vélbúnað í net- eða gagnagrunnsþjónum. Dæmi um slík stýrikerfi eru AIX frá IBM og HP-UX frá HP.

Nú eru til mörg UNIX-stýrikerfi sem flest hafa þróast hvert frá öðru í eins konar ættartré:


Smellið á myndina til að stækka hana.

Þess ber reyndar að geta að nokkur munur er á því hvernig hugtakið "UNIX" er notað. Sumir nota það í víðum skilningi um nánast öll stýrikerfi önnur en Windows en aðrir nota það aðeins um nokkur tiltekin stýrikerfi sem uppfylla staðalinn Single UNIX Specification, sem finna má á vefsíðu The Open Group. Sá staðall útlistar hvernig UNIX-stýrikerfi skuli búin til þannig að hægt sé að skrifa forrit sem virka á þeim öllum. Samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu er Linux til dæmis ekki UNIX-stýrikerfi en er þó það sem kallað er UNIX-legt (e. UNIX-like).

UNIX-staðallinn er í raun safn annarra staðla, en helstir þeirra eru POSIX, staðall um stýrikerfisviðmót, og ISO C, staðall um C-forritunarmálið. Lesa má nánar um POSIX-staðalinn í svarinu Hvað er POSIX? eftir Hjálmtý Hafsteinsson.

Í ljósi þess að fyrstu Windows-stýrikerfin komu á markað á árunum 1985 til 1995, eða um 25 til 35 árum eftir að fyrstu UNIX-stýrikerfin voru búin til, gætu lesendur velt því fyrir sér hvers vegna Windows hafi slíka yfirburðastöðu, en um 95% lesenda Vísindavefsins nota einhverja útgáfu af Windows eins og lesa má um í svarinu Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? eftir EÖÞ og ÞV. Því er til að svara að þó svo að Windows hafi yfirburðastöðu á einkatölvum þá er raunin allt önnur hvað varðar netþjóna og gagnagrunnsþjóna. Þar er Windows einungis eitt af mörgum stýrikerfum sem eru notuð og UNIX-stýrikerfin eru langalgengust. Upphaflega var Windows ekki hannað sem fjölnotendastýrikerfi né heldur til að styðja fjölverkavinnslu og því var ekki hægt að nota það á netþjónum. Rökstyðja má að Windows hafi ekki orðið raunhæfur kostur fyrir netþjóna fyrr en með útgáfu Windows 2000.

Hér að neðan má sjá samantekt um hin ýmsu stýrikerfi. Athugið þó að þessi listi er engan veginn tæmandi:

Stýrikerfi UNIX-legt Vottað UNIX POSIX Intel/AMD örgjörvi Aðrir örgjörvar Einkatölvur Netþjónar
Windows
Mac OS X
Linux
FreeBSD
NetBSD
OpenBSD
Solaris
HP-UX
IRIX
AIX
z/OS
i5/OS (OS/400)

= já
= nei
= að hluta til

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimildir og mynd

Höfundur

reiknifræðingur

Útgáfudagur

1.11.2005

Spyrjandi

Tryggvi Aðalbjörnsson, f. 1986
Ólafur Jón Thoroddsen, f. 1992

Tilvísun

Erlendur S. Þorsteinsson. „Hvað er UNIX?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5370.

Erlendur S. Þorsteinsson. (2005, 1. nóvember). Hvað er UNIX? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5370

Erlendur S. Þorsteinsson. „Hvað er UNIX?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5370>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er UNIX?
Tölvur eru samansettar úr tveimur meginhlutum, vélbúnaði og hugbúnaði. Kjarninn í vélbúnaðinum er örgjörvinn sem sér um vinnslu vélbúnaðarins en aðalhugbúnaðurinn er stýrikerfið sem stýrir allri vinnslu örgjörvans og forrita. Langflestir nota tölvu með örgjörva frá Intel eða AMD og stýrikerfið Microsoft Windows. Nokkrir nota stýrikerfið Mac OS X frá Apple og enn aðrir nota Linux. Mac OS X og Linux eru í hópi stýrikerfa sem almennt kallast UNIX.

Fyrsta UNIX-stýrikerfið var skrifað hjá AT&T Bell Labs í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1970. Það var hannað með það í huga að hægt væri að flytja það frá einum vélbúnaði yfir á annan (e. portable), að margir notendur gætu notað sömu tölvuna í einu, hver frá sinni útstöð (fjölnotendatölva, e. multi-user computer), og að notandi gæti notað mörg forrit samtímis og skipt á milli þeirra án þess að vinnsla þeirra stöðvaðist (fjölverkavinnsla, e. multi-tasking).

Sum UNIX-stýrikerfin er hægt að nota á tölvum með örgjörvum frá Intel og AMD og eru ætluð til notkunar fyrir bæði einstaklinga og netþjóna. Dæmi um slík stýrikerfi eru Linux og BSD. Eitt UNIX-stýrikerfið, Mac OS X frá Apple, er nánast eingöngu í einkanotkun. Flest önnur eru hins vegar gerð fyrir mjög dýran og sérhæfðan vélbúnað í net- eða gagnagrunnsþjónum. Dæmi um slík stýrikerfi eru AIX frá IBM og HP-UX frá HP.

Nú eru til mörg UNIX-stýrikerfi sem flest hafa þróast hvert frá öðru í eins konar ættartré:


Smellið á myndina til að stækka hana.

Þess ber reyndar að geta að nokkur munur er á því hvernig hugtakið "UNIX" er notað. Sumir nota það í víðum skilningi um nánast öll stýrikerfi önnur en Windows en aðrir nota það aðeins um nokkur tiltekin stýrikerfi sem uppfylla staðalinn Single UNIX Specification, sem finna má á vefsíðu The Open Group. Sá staðall útlistar hvernig UNIX-stýrikerfi skuli búin til þannig að hægt sé að skrifa forrit sem virka á þeim öllum. Samkvæmt þessari þröngu skilgreiningu er Linux til dæmis ekki UNIX-stýrikerfi en er þó það sem kallað er UNIX-legt (e. UNIX-like).

UNIX-staðallinn er í raun safn annarra staðla, en helstir þeirra eru POSIX, staðall um stýrikerfisviðmót, og ISO C, staðall um C-forritunarmálið. Lesa má nánar um POSIX-staðalinn í svarinu Hvað er POSIX? eftir Hjálmtý Hafsteinsson.

Í ljósi þess að fyrstu Windows-stýrikerfin komu á markað á árunum 1985 til 1995, eða um 25 til 35 árum eftir að fyrstu UNIX-stýrikerfin voru búin til, gætu lesendur velt því fyrir sér hvers vegna Windows hafi slíka yfirburðastöðu, en um 95% lesenda Vísindavefsins nota einhverja útgáfu af Windows eins og lesa má um í svarinu Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? eftir EÖÞ og ÞV. Því er til að svara að þó svo að Windows hafi yfirburðastöðu á einkatölvum þá er raunin allt önnur hvað varðar netþjóna og gagnagrunnsþjóna. Þar er Windows einungis eitt af mörgum stýrikerfum sem eru notuð og UNIX-stýrikerfin eru langalgengust. Upphaflega var Windows ekki hannað sem fjölnotendastýrikerfi né heldur til að styðja fjölverkavinnslu og því var ekki hægt að nota það á netþjónum. Rökstyðja má að Windows hafi ekki orðið raunhæfur kostur fyrir netþjóna fyrr en með útgáfu Windows 2000.

Hér að neðan má sjá samantekt um hin ýmsu stýrikerfi. Athugið þó að þessi listi er engan veginn tæmandi:

Stýrikerfi UNIX-legt Vottað UNIX POSIX Intel/AMD örgjörvi Aðrir örgjörvar Einkatölvur Netþjónar
Windows
Mac OS X
Linux
FreeBSD
NetBSD
OpenBSD
Solaris
HP-UX
IRIX
AIX
z/OS
i5/OS (OS/400)

= já
= nei
= að hluta til

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimildir og mynd

...